Nú þegar Fornleifur er hvort sem er kominn í listastuð með greinar um tvíæringja í Feneyjum og mynd eftir Þorvald Skúlason sem er til sölu í Kaupmannahöfn (sjá síðustu greinar), er við hæfi að láta listhneigða fornfræðinga landsins rembast örlítið.
Þess vegna er 11. getraun Fornleifs listagetraun, og líklega er hún allt of létt. Myndin er um 75 x 60 sm að stærð
Hver málaði myndina?
Hvenær?
Hvaða stað sýnir hún?
Hvar hangir myndin?
Hvað borgaði sá sem keypti hana síðast?