Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Falleg mynd eftir Þorvald Skúlason til sölu í Kaupmannahöfn

$
0
0

_orvaldur_skulason_hos_nina_1260611.jpg

Fornleifur hefur fengið leyfi listaverkasala og vinar síns í Kaupmannahöfn að birta mynd af einstaklega fallegu málverki með einstaklega fallegri litasamsetningu. Verkið er frá yngri árum Þorvaldar Skúlasonar.

Málverkið er nú til sölu í Kunsthandel Nina J, í Gothersgade 107.  Myndin er úr safni hjónanna og listamannanna Maríu H. Ólafsdóttur, sem var íslensk, og Alfreds I. Jensens.

Málverkið er líklega málað í Osló eða Kaupmannahöfn. Ég hallast sjálfur að Vesterbro í Kaupmannahöfn. Ég tel að það sé málað á sömu árum og þetta verk sem var til sölu hér um árið í Gallerí Fold í Reykjavík:

_orvaldur_skulason.jpg

Ef menn vilja eignast gott verk, er um að gera að flýta sér. Hér eru upplýsingar um Kunsthandel Nina J, þar sem myndin er til sölu. Verðið kemur mjög á óvart. Eins og Danir segja; Først kommer, først får

maestro_orvaldur_1260615.jpg

Meistari Þorvaldur


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396