Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all 396 articles
Browse latest View live

Ísland á sýningu í París 1856-1857

$
0
0

1bhbnhi.jpg

Í nóvember 2014 var hér á Fornleifi greint frá sýningunni Musée Islandique, sem haldin var Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn 15. nóvember 2014 til og með 18. janúar 2015. Sýningin og öll vinna Ólafar Nordals listamanns við hana var með miklum ágætum.

Myndlistarverkefnið Musée Islandique eftir Ólöfu Nordal samanstendur af tveimur ljósmyndaröðum sem bera heitið Musée Islandique og Das Experiment Island. Verkin voru sýnd á Listasafni Íslands árið 2012, í Maison d'Art Bernard Anthonioz í París árið 2013 og í Nordatlantens Brygge, þar sem allt of fáir sáu þessa góðu sýningu, þótt gerð hennar á Íslandi hafi verið vel nokkuð vel sótt (1).

Líkt og fram kom í sýningarskrá hinnar frábæru konseptsýningar Ólafar Nordals, heillaðist Ólöf af mannfræðiáhuga 19. og 20. aldar eftir að hún rakst á gifsafsteypur af 19. aldar Íslendingum sem eru flestar varðveittar í frumgerð sinni á Musée de l'Homme í París, utan ein, sem er af Birni Gunnlaugssyni. Hún er varðveitt í afsteypu á Kanaríeyjum, nánar tiltekið á El Museo Canario í Las Palmas, þangað sem myndir var í eina tíð seld af Musée de l'Homme í París. Á sýningu Ólafar voru ljósmyndir, sem hún lét taka á Las Palmas og í París, af þeim afsteypum sem gerðar voru af Íslendingum árið 1856. Afsteypurnar voru af Íslendingum og Grænlendingum og gerðar að mönnum í för með franska prinsinum Jerome Napoleons prins (1822-1891)(2) í merkum vísindaleiðangri sem sumarið 1856 heimsótti meðal annarra landa Ísland og Grænland. Afrakstur þessa opinbera franska leiðangur var sýndur á opinberri sýningu í París þegar í árslok 1856. Sýningin fór fram í Palais-Royal í París. Miðað við hver fljótt var miðlað af söfnun leiðangursins hefði í þá daga sannarleg mátt bæta effectivité við einkunnarorðin Liberté, égalité, fraternité.

Myndir af sýningu árið 1856-57

Fyrir hreina tilviljun fann Fornleifur nýverið blaðsíðu úr franska tímaritinu L'Illustration, sem mér sýnist að hafi ekki komið fyrir augu almennings á Íslandi fyrr en nú. Ekki var greint frá þessari umfjöllun í tengslum við sýningar Ólafar Nordal. Ég uppgötvaði síðuna á netinu og keypti hana á stundinni af manni nokkrum í Frakklandi sem selur úrklippur úr gömlum blöðum og gamlar koparristur.

Fyrstu Íslandssýningunni, sem opnuð var þann 20. desember 1856 í París, voru gerð góð skil þann 10. janúar tímaritinu L'Illustration (bls. 21-22). Höfundurinn var maður er hét Laumé. Greinin bar yfirskriftina Expédition scientifique du prince Napoléon dan les mers du nord [Vísindaleiðangur prins Napóleons til norðurhafa]. Teiknaðar voru myndir á sýningunni og eftir þeim voru síðan gerðar koparstungur sem birtust í L'Illustration. Á einni myndanna má glögglega sjá sýningargripina frá Íslandi og Grænlandi.

Þessar myndir í L'Illustration, sem vantaði tvímælalaust á sýningu Ólafar Nordals, er hér með komið á framfæri. Það er aldrei um seinan. Gaman er að skoða koparristunar í L'Illustration og bera t.d. saman við þær afsteypur sem varðveist hafa á Þjóðminjasafni Kanaríeyja og á Musée de l'Homme.

Íslenskir líkamspartar og bækur

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar nærmyndir af stærstu koparristunni í greininni í L'Illustration í samanburði við þær afsteypur sem finna má á Kanaríeyjum og í París. Sýningin á gripunum frá Íslandi veturinn 1856-57 telst mér til að sé fyrsta sýningin þar sem Íslandi og Íslendingum voru gerð skil.

2bepjda.jpg

10349131_610015819105099_6465160320320399606_n.jpg

Þær voru þarna grænlensku konurnar í París 1856, þótt af einhverjum ástæðum hafi ekki  þótt við hæfi að hafa myndir af þeim frammi á sýningunni í Reykjavík árið 2012.

2cfvhtp.jpg

2dFornleifur.jpg

10295006_584889268284421_8837816064864614898_o.jpg

 

olofnordal-382x270.jpg

1857_and_now_fornleifur.jpg

Sýningin var heima hjá prinsinum

Hæg voru heimantökin fyrir Napóleon prins. Hann bjó sjálfur ásamt fjölskyldu sinni í höllinni þar sem sýningin á gripum úr leiðangrinum fór fram. Þá sem ekki þekkja vel til í París er hægt að upplýsa, að höllina Palais-Royal er hægt að finna gegnt Louvre-safninu og hýsir höllin í dag m.a. brot af af þjóðarbókhlöðu Frakka.

Á sýningunni í Palais Royale í París árið 1856-57 voru gripir frá öllum þeim löndum sem leiðangurinn hafði heimsótt, þ.e. Íslandi, Grænlandi og Svíþjóð og Færeyjum, Danmörku og Noregi; Ekki einvörðungu afsteypur af Íslendingum og Grænlendingum, heldur einnig mikið steinasafn og uppstoppuð dýr.

Nokkur skip sigldu með leiðangursmenn um Norðurhöfin, en móðurskipin tvö voru La Reine Hortense, sem var gufuskip, og Le Course. Prinsinn heimsótti einig Jan Mayen og Spitzbergen og sömuleiðis var komið við í Færeyjum,Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Um ferðalagið er hægt að lesa í miklu verki sem fyrst kom út árið 1857 og sem bar titilinn: Voyage Dans Les Mers Du Nord A Bord De La Corvette La Reine Hortense. Höfundurinn var einn leiðangursmanna, einn af riturum Napóleons Prins sem kallaði sig Charles Edmond. Upphaflegt nafn hans var Edmund Franciszek Maurycy Chojecki og var hann ættaður frá Póllandi og talinn einn af fyrstu sósíalistanna í Frakklandi.

3b.jpg

Eins og sjá má hér á einni af koparstungunum sem birtust í L'Illustration þann 10. janúar árið 1857, þá hafa Napóleon prins og ferðafélagar hans einnig krækt sér í langspil, ekki ósvipað því hljóðfæri sem varðveitt er á safni í Brussel (sjá hér). Á Íslandi náðu þeir sér einnig í ask, útskorin tóbaks- og púðurhorn sem og reykjarpípu úr járni. Á annarri mynd má sjá silfurkrús íslenska "fyrir mjólk", grænlenska fiðlu!! og sænska könnu sem er fremst á myndinni.

Einnig höfðu leiðangursmenn með sér margar bækur og handrit frá Íslandi, sem sjást á koparristunni, þar sem þeim var raðað á borðin fyrir framan gifsafsteypurnar. Í greininni í L'Illustration er tekið fram að bækurnar sýni frekar en en glæsileika bókanna, háan aldur þeirra sem og hvernig Íslendingar héldu andlegu atgervi sínu við lestur uppbyggilegra bóka á hjara veraldar, þar sem allur gróður visnar en þar sem mannlegt atgervi hefur haldið áfram að blómstra og vaxa. Höfundur dáðist að því að í Reykjavík var lærður skóli, skóli, bókasafn, þrjú lærdómsfélög og prentsmiðja sem gaf út tvö blöð og prentaði bækur sem stóðust samanburð við það besta í enskri [sic] prentlist.(4)

5byzntd.jpg

4batpwn.jpgLeiðangursmönnum og prins Jerome Napoleon tókst sýnilega mjög léttilega að afklæða sumar íslenskar konur, ekki aðeins til að taka gifsafsteypur af kvið þeirra, stinnum eða lafandi brjóstum, rasskinnum og útstandandi nöflum. Aumingja mennirnir hafa hugsanlega aldrei séð neitt því líkt heima í Frakklandi.

Kannski hafa einhverjar af hinum viljugu, íslensku kvenmódelum þeirra skipt á spaðafaldsbúning þeim sem síðar var sýndur í París og einhverjum nútímalegri flíkum eftir nýjustu Parísartísku. Þannig er faldbúningnum lýst í þýðingu Vieuxsage, en svo er Fornleifur jafnan kallaður á æruverðugan hátt í París:

Í stuttu yfirliti í einu af síðustu tölublöðum okkar ræddum við um framandleika sumra búninga. Á meðal slíkra búninga er íslenski kvenbúningurinn, sem settur hefur verið á gínu, svo laglega að þar sem hún stendur í anddyri sýningarsalarins, er maður eðlilega reiðubúinn að heilsa henni sem væri hún lifandi persóna. Þessi búningur með sínum gífurlega glæsileika, samanstendur af lítilli húfu sem gerð er úr löngum vafningi af svörtu silki. Svartur klútur er um hálsinn sem hvílir á kraga úr flaueli sem er ísaumaður með gullþræði; Einnig er slá með stórum krækjum úr kopar utan yfir ríkulega ísaumað vesti. Um mittið er beltið sem á eru stórir hnappar [stokkar] með opnu verki og niður úr beltinu hangir löng keðja sem endar í hjarta [laufi] úr silfri. Þessi búningur er eina verðmæti fjölskyldunnar og gengur í arf frá móður til dóttur.(4)

1_c_fornleifur_enginn_annar.jpg

Hér má sjá einhvern nærsýnan franskan sjarmör heilsa íslensku maddömunni sem reynist þó vera næsta þögul og fýluleg gína sem stóð rétt innan við anddyri sýningarsalsins.

medaille.jpg

Napóleon prins var sjálfur örlátur á gjafir handa Íslendingum eins og má lesa hér í frábærri grein Kjartans Ólafssonar sagnfræðings í tímaritinu Sögu árið 1986, þar sem Kjartan kemur inn á ferð Napóleons og póltíska þýðingu hennar vegna áhuga Frakka á fiskveiðistöð á Dýrafirði og andstöðu Dana við þau áform. Færði Napóleon prins sumum mektarmönnum á Íslandi minningarpening með mynd af sjálfum sér og með áletrun sem vísaði í ferðina. Prinsinn skildi einnig eftir sig tvö stór málverk af sér og konu sinni í embættisbústað Stiftamtmannsins, og hafa þau málverk líkast til verið tekin traustataki af þjófóttum dönskum embættismönnum. Forleifur væri þakklátur fyrir upplýsingar um örlög málverkanna, sem upphaflega héngu um borð á einu skipa leiðangurins.

 

Neðanmálsgreinar og frekari upplýsingar:

(1) Minna þótti mér aftur á móti koma til greinar Gísla Pálssonar prófessors emeritus í mannfræði við Háskóla Íslands um Jens Pálsson (1926-2002) líkamsmannfræðing sem Gísli ritaði í tengslum við þann hluta sýningar Ólafar sem fékk heitið Das Experiment Island. Grein hans birtist í sýningaskránni með sýningunni. Ástæðuna fyrir skoðun minni á grein Gísla Pálssonar geta menn lesið í langri ádeilu minni hér.

(2) Vegna nokkurs ruglings sem gætt hefur hjá ýmsum íslenskum höfundum skal tekið fram, að sá Naflajón sem heimsótti Ísland með pompi og prakt árið 1856 hét fullu nafni Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte. Hann var fæddur í Trieste og bar m.a. titlana Prince Français, Count de Meudon, Count di Moncalieri ad personam og Þriðji Prince von Montfort. Frá og með 1848 var hann almennt kallaður Prince Napoléon en einnig Prince Jérôme Napoléon og jafnvel uppnefndur Plon-Plon, en þannig mun hann hafa borið fram ættarnafn sitt sem barn. Hann var bróðursonur Napóleons keisara. Naflajón Íslandsfari andaðist í Rómarborg.

napoleon_joseph_charles_paul_bonaparte_painting_1297276.jpg(3) Þannig var Prins Napóleón lýst í Þjóðólfi árið 1856 (sjá hér): Prins Napóleon er hár maður vexti og þrekinn vel að því skapi og hinn karlmannlegasti og höfðinglegasti maður, ljósleitur í andliti en dökkur á hár og dökkeygður og snareygður og mjög fagureygður, ennið mikið og frítt, þykkleitur nokkuð hið neðra um andlitið og mikill um kjálka sem keisarinn mikli var, föðurbróðir hans. Enda er hann að ásjónu og andlitslagi mjög líkur Napóleon hinum I. eftir því sem meistarinn Davíð hefur málað mynd hans, þá bestu sem til er af honum. Myndin hér til vinstri sýnir málverk að fituhlunknum Plon-Plon og að hann var ekki "þykkleitur hið neðra um andlitið", heldur með tvær undirhökur af keisaralegum vellifnaði. 

(4) Parmi les objets rapportés d'Islande, on remarque une magnifique collection de livres, moins remarquables par leur luxe que par leur ancienneté et les idées qu'ils éveeillent Comme le fait remarquer M. Paul de Saint-Victor, l'emotion s'empare de vous a la vue de ces vénérables Bibles qui ont été la force, le vitique, le trésor moral de leur froid désert. A cette extreme limite du mode habitable, la ou la vegétation elle-meme se raréfie et se meurt, l'intelligence humaine n'a pas cessé de murir et de fructifier. Reykjarik, la capital, possede un lycée, des ecoles, une bibliotheque, trois sociétés savantes et lttéretaires, et une imprimerie dont les deux journaux et les publications récentes egalent les plus parfaits produits de la typographie anglaise.

(5) Dans le rapide apercu contenu dans un de nos derniers numéros, nous avans parlé de l'etrangeté de cartains costumes. Parmi ceux-ci se trove l'habillement d'une femme islandaise, monte sur mannequin, et si bien monté que, placé a l'entree de la galerie, on est naturellement porte a le saluer comme une personne animée. Ce costume, a la magnificence massive, se compose d'un petit bonnet de drap noir a longue frange de soie, d'une cravate noire autour du cou, retombant sur une collerette de velours brodé d'or, d'un manteau ourlé de larges agrafes de cuivre, encadrant le corsage richement galonné; la taille est serrée dans une ceinture incrustée de gros boutons ciselés, á laquelle pend une longue chaine terminée pa un caeur d'argent. Cet habit est a lui seul l'écrin de la famille, et il reste comme un héritage la mere leque a la fille.


Eruptions Volcaniques

$
0
0

eruptions_volcaniques_2_1298313.jpgeruptions_volcaniques_2_1298312.jpg

Þessa mynd, sem Fornleifur eignaðist nýlega, er að finna á stílaörk (tvíblöðungi) sem unglingar í Frakklandi skrifuðu á stutta tímastíla og próflausnir sínar á síðari hluta 19. aldar.

Á þessa örk hefur unglingur með fallega hönd skrifað um eignarfornöfn, les pronoms possessifs.

Slíkar arkir voru mikið notaðar af Frökkum og var upplýsingaefni með myndefni af öllu á milli himins og jarðar á forsíðu arkarinnar og fræðandi texta á baksíðunni.

Myndin sem er öll hin ævintýralegasta á að sýna Eldgos (Eruptions Volcaniques), n.t. í Heklu og Geysi (Les Éruptions de l'Hécla, les Geysers (Islande). Þegar á 19. öld gerðu menn sér grein fyrir því að eldgos væru frábært landkynningarefni.

Stúlkuna með krókfaldinn í söðlinum, sem virðist flýja hamfarirnar, nema að hún sé ríðandi gæfum túrhesti, hefur listamaðurinn þekkt frá öðrum myndum og vitanlega gamla góða Geysi. En Hekla er þarna hrein hugarsmíð. Efst i vinstra horninu er skeytt inn lítilli mynd sem sýnir smala og fjárflokk hans, sem og furðulega hóla og eitthvað sem virðist vera hellir. Ég kannast ekki við þennan stað en fjöllin minna mig á ýktan fjallasal í prentmyndum af Hólum í Hjaltaldal í bók Ebenezer Hendersons frá 1819.

Þrjú gos eftir hádegi

$
0
0

bertuch_vol_4_3b.jpg

Á upplýsingaöld og vel fram á 19. öld hungraði fólk í Evrópu eftir upplýsingum og myndum frá hinu framandi Íslandi. Oft gerðist það, sökum myndaleysis, að þeir sem sögðu frá Íslandi á einn eða annan hátt, tóku upp á því að skálda í eyðurnar. Listamenn voru fengnir til að búa til myndir frá Íslandi, sem soðnar voru upp úr því litla sem menn vissu og þekktu fyrir. Útkomurnar úr því komu gátu oft verið mjög spaugilegar.

bertuch.jpgÁrið 1795 hófst merkur þýskur bókaútgefandi í Weimar, Friedrich Johann Berduch að nafni (1747-1822, sjá mynd til vinstri), handa við að gefa út mikla ritröð sem var ætlað heldri manna börnum til fræðslu og uppbyggingar. Verkið bar heitið Bilderbuch für Kinder: enthaltend eine angenehme Sammlung von Thieren, Pflanzen, Früchten, Mineralien  etc., og kom verkið út í 12 bindum frá 1795-1830. Tvö bindanna komu út eftir dauða hans. Tólf binda fræðandi myndabók. Minna mátti það vitaskuld ekki vera í hinum þýska heimi.

Ísland, Íslendingar og íslensk náttúra voru tekin fyrir í tveimur bindanna, 4. bindi og (1802) og því 9. (1816) 

Myndabækurnar voru mikið verk og vandað fyrir sinn tíma og sum bindanna voru handlituð. En galli var á gjöf Njarðar eins og fyrr segir þegar fjarlæg lönd voru til meðferðar, lá ekki fyrir gott myndefni. Þá tóku frumkvöðlar upplýsingarinnar upp á því að miðla tilbúningi eins og þremur gosum.

bertuch_vol_4_5_b.jpg

Þrjú gos og lautarferð í Haukadal

Árið 1802 í fjórða bindi verksins birtist vandlega unnin koparstunga sem sýna á landslag á Íslandi.  Fremst í myndinni er Geysir samkvæmt textanum og Hekla og annað eldfjall sést í bakgrunninum. Skýringartextinn við myndina  ekki bara á þýsku (Der Geyser und Hekla auf Island), heldur einnig frönsku (Le Geyser et le Hecla en Islande), ensku (The Geyser and Heckla in Iceland) og ítölsku (Il Gyser ed il Monte Heckla nell' Islanda), einnig blaðsíðu fyrir hvert tungumál (sjá hér). Ætlunin var að heldrimannabörnin sem skoðuðu hinn framandi heim myndanna lærðu um leið þrjú erlend tungumál. Jawohl!

bertuch_vol_4_4_b_1298656.jpg

Eru þetta Íslendingar við "Geyser". Svona var þetta kannski þegar allir Íslendingar áttu hverinn. Þrjú gos á sama dagi er reyndar enn blautur draumur þeirra Íslendinga sem nú mata krókinn æði græðgislega og mergsjúga ferðamennskuna á hinu heillandi Íslandi.

Aðrar myndir frá Íslandi voru í 9. bindi þessarar frábæru myndabókar fyrir börn í tólf bindum og á fjórum tungumálum. Meira um þær í næstu upplýsingaaldargrein Fornleifs.

Myndin er úr einkasafni yngri og fríðari bróður Fornleifs.

V.Ö.V. febrúar 2017

To H.M. Queen Elizabeth II: Please correct the error, your Highness

$
0
0

239941-1325842576.jpg

   The above painting is by Elisabeth Jerichau-Baumann (1819-81), who was one of the leading female painters in Denmark in the mid and late 19th century. Born in Zoliborz, once a wealthy rural area south of Warsaw, into a German family, Elisabeth became a Danish subject, when she married fellow artist and professor of the Royal Academy in Copenhagen, Jens Adolf Jerichau.  They had met in Rome, whereto they both had travelled to seek inspiration and live the lives of true artists of the period. In Rome Jens Adolf was a student of the Icelandic-Danish sculptor Bertel Thorvaldsen.

After settling down in Copenhagen, Elisabeth lived in the shadow of her husband, as was the custom of those days. From 1847 and onwards, she gave birth to nine children.  Despite this, she managed to work with her art and to present it to a wide public. She found it difficult to get accepted in Denmark being a woman, and later when Denmark and Germany were at war, also because of her German descent. Due to the couples'­ many visits and stays abroad, together and on their own, Elisabeth Jerichau-Baumann received more recognition in England and especially in France. Her art was also more inspired by French and British trends than by the so called Danish Golden Age painters.

2160-1292516304.jpgIn the month of June 1852 the artist couple travelled to London to present Queen Victoria with a portrait of the Queen dowager of Denmark (see here), and to exhibit Elisabeth's works at the gallery at the newly rebuilt Bridgewater House.  A review in the Times, probably referring to the portrait above, reported that 'the lovers of simple natural beauty will not fail to be attracted by the portrait of an Icelandic maiden, in her national Sunday suit, holding her Psalm book in her hand - a picture which for the tenderness and truthfulness of execution seems to us worthy of the highest praise.

During the exhibition, Queen Victoria invited Elisabeth and her husband to a private reception at Buckingham Palace. The painting of the Icelandic girl was bought by Queen Victoria for the amount of 900 Rbd (Rixdollars). The painting now hangs in the drawing room of Osborne House, Isle of Wight.

From an Icelandic girl to a Norwegian widow

At some stage, during the long period of Victoria's own dedicated widowhood, a sign stating that the painting depicted a "Norwegian widow" was fixed to the elaborate frame in 1876.  Ever since the owners have been reluctant to correct the error. The title The Norwegian widow is now presented with quotation marks on the website of The Royal Collection Trust in London (see here).

It is highly unlikely that an Icelandic woman living in Copenhagen posed for Elisabeth in Copenhagen. That would definitely have made the 'headlines' in Iceland, which it didn't. A more likely scenario is that Elisabeth used available etchings of Icelandic women, which she found in contemporary travel-books, as a model. She then masked the model with a Hellenistic face and seated her in a slightly Victorian variation of one of the Icelandic church chairs from Grund, which is still kept in the National Museum of Denmark. This 16th century Icelandic chair is one of a pair of chairs (the other one to be found in the National Museum in Reykjavík), carpentered  in the Romanesque style. The sad, but majestic face, as well as the black robe of the 'Icelandic woman' might have led to the assumption that she was a widow.

grund_1.jpg

 

The Grund-chair which Elisabeth Jerichau-Baumann was inspired by

Other Icelandic Women by Jerichau-Baumann

In 1852 Elisabeth completed two variations of the panting of the Icelandic woman; The one she sold Queen Victoria. Another one is now kept at the Hamburger Kunsthalle (Ein isländisches Mädchen, Inv.-Nr. HK-3466; see here on the website of Dr. Jerzy Miskowiak, a Polish urologist and a surgeon who has lived in Denmark since 1971. Dr. Miskowiak plans the publication of all known works of Jerichau-Baumann later this year. The model in the arched panting in Hamburg is similar to that of the Icelandic lady in London. However, she sits in a chair, which has no connection to Iceland at all. The London-painting is a much better work of art than the painting in Hamburg. Most likely the painting in Hamburg, also dated to 1852, was first painted for an exhibition in Copenhagen, after which Elisabeth decided to paint a better version for her exhibition in London. The work in Hamburg has the title "Ein Isländisches Mädchen" - An Icelandic girl. The Germans possibly have found the woman in the picture too young to be addressed as a 'Frau' or a widow.

2uytus.jpg

In 1862 Elisabeth painted still another Icelandic woman with the  help of remedies in the form of Icelandic artefacts kept in the National Museum in Copenhagen.  Now Elisabeth created the 10th Century Saga-figure Hallgerður, the femme fatale wife of Gunnar from Hlíðarendi. Gunnar was a good friend and companion of Njáll in Njáls-Saga.  By putting an 18th century Icelandic crucifix around her neck and an Icelandic ornamented belt around her early 19th century hat, Elisabeth tried to revive a major figure of the Icelandic Saga-litterature, the heartless 10th Century proto-feminist Hallgerður, which the Danes  wrongly renamed Hallgjerde. Despite 400 year of Danish rule at the time the portrait was painted, only a few Danes managed to understand Icelandic, not to mention to speak it.

Elizabeth Jerichau-Baumann´s 'Hallgjerde' was auctioned off by Bruun & Rasmussen in 2008. Whom the painting was sold to is a secret, but the estimated value was 50.000 DKK or 6700 (link Work 570, page 232). Hallgerður didn't want to give her husband a few strands of her long hair so he could rewind the broken cord of his bow, when their home was under attack - which resulted in his death. Now she is hanging somewhere to the delight of a passionate collector, who probably doesn't know that Hallgjerde forsaked her husband, because he had slapped her cheak, when he discovered that she had sent her slave to a neighboring farm to steal. 

Iceland rembembers the artist in 1882

Half a year after the death of Elisabeth Jerichau-Baumann, she was remembered in the Icelandic annual magazine, Skírnir. Skírnir reported (in my translation):

On the same day (11 June) died Elisabet Jerichau-Baumann, who has become famous for her drawings and colored paintings. She was married to the sculptor Professor Jerichau, whom she had met in Rome. She was born in Poland to German parents, and in the recallection of her childhood, she had vivid memories from the revolution (1829). One of her paintings is called "Finis Poloniæ" (The termination of Poland). She travelled widely in Europe and was greatly inspired by these travels,  e.g.in  Constantinopel, where she was allowed to get aquainted to the women of the Sultan in the Harem. She often told vivid and interesting stories about her travels in dailies and pamphlets.  Two of her paintings were inspired by Icelandic themes, one was entitled "An Icelandic woman" [the title Islænderinde was printed in Danish in the Icelandic article], and the other symbolized Hellgerður Langbrók. The first painting was bought by Queen Victoria of Britain.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, March 2017

Íslenskar kerlingar og karlar í frönskum ritum

$
0
0

grasset_1_1788.jpg

Fornleifur stundar það sem frístundagaman, álíka og læknar leika sér í golfi, að safna teikningum og ristum af íslenskum kerlingum og körlum frá 18. og 19. öld. Á hann orðið dágott safn af þeim sem fyllt gæti heilt óðal í búsælli sveit. Við verðum að þakka Frökkum fyrir að eilífa þessa Íslendinga á seinni hluta 18. aldar, jafnvel þótt þeir hafi hugsanlega aldrei séð Íslendingana sem þeir teiknuðu. 

Þær myndi sem sýndar verða hér úr safni Fornleifs, og sem ekki byggja á teikningum í bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igigennem Island (1772), eru einnig flestar franskar. Þessar frönsku myndir voru einu ásjónur Íslendingar sem lítill hluti af heimsbyggðinni hafið séð síðan að íslenskar konur sátu (stóðu) fyrir hjá Albrecht Dürer i Antwerpen árið 1521 (sjá hér). Voru teikningar Dürers vitaskuld lítt til sýnis fyrr en 19. öld þegar þær komust í eigu eins af meðlimum Rotschild-ættarinnar, þeirrar ríku.

grasset_2_1788_1300847.jpg

Hvort einhver Frakki teiknaði upphaflega þessi hjón, sem yður eru sýnd í dag, á Íslandi, eða hefur látið aðrar myndir hafa áhrif á sig skal ekkert fullyrt um hér. Mér hefur dottið í hug að leiðangrar þeir sem komu til Íslands á vegum franska greifans Buffons (sjá hér) og sem tók með sér sauðkind og þríhyrndan hrút, sem áður hefur verið greint frá á Fornleifi, hafi hugsanlega rissað upp mynd af Íslendingum af tegundinni homo sapiens, án þess að vilja taka slíka vandræðagripi með sér til Frakklands viljuga eða nauðuga. Frakkarnir vildu miklu frekar hafa með sér kind og hrút en mannfólk, enda voru þeir dýrafræðingar. Ástand Íslensku þjóðarinnar var vissulega slæmt á síðari hluta 18. aldar, en Íslendingar voru hvorki í svo mikilli útrýmingarhættu, né það hrjáðir og dýrslegir í útliti að útlenskir ferðalangar vildu hafa spesímen af þeim með sér á fæti til Frans.

Rúmri hálfri öld síðar tóku aðrir Frakkar afsteypur af Íslendingum og höfðu síðar til sýnis í konungshöllinni í París (sjá hér). Segið svo ekki að íslensku afdalafólki hafi ekki verið sýndur áhugi. Vive la France! 

Homme Islandois & Femme Islandois (1788) 

Fyrsta gerð mynda af íslenskum karli og konu (sjá efst) sem birtist á bók í Frakklandi eru tvær myndir af Homme Islandois og Femme Islandois. Þau birtust í 10. bindi í ritröð um búninga þjóðanna eftir Jaques Grasset Saint-Sauveur, sem ber heitið Costumes Civils actuels de tous les Peuples connus. Bindið sem íslensku hjónin birtust komu út árið 1788. (Sjá myndirnar efst; Hér geta menn flett bókinni sem gefin var út af Pavard útgáfunni í París). Myndirnar voru teiknaðar af Felix Mixelle. 

Maður getur leyft sér að velta því fyrir sér, hvort íslenska konan í bók Grasset Saint-Sauveur hafi verið teiknuð eftir mannamyndunum úr einhverjum af útgáfum af bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igiennem Island, sem kom fyrst út í Sorø árið 1772 (2. bindi, sjá hér). Það tel ég þó næsta ólíklegt, og karlinn hjá Eggerti og Bjarna skilar sér alls ekki á teikninguna af íslenska karlinum hjá Grasset Saint-Sauveur. 

img_6704_fornleifur.jpg

Þess ber að geta að árið 1788 komu út aðrar myndir af íslenskum hjónum í nágrenni Heklu og öðrum Íslendingum við soðningu við Geysi í Haukadal. Í enskri bók, nánar tiltekið í 1. bindi af bók síra John Trusler: The Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Leifur á einnig þessa bók og sömuleiðis úrrifnar myndir úr öðru eintaki í safni sínu. Myndirnar af Íslendingum í bókinni eru heldur ekki fyrirmyndir íslensku hjónanna í frönskum búninga og landfræðiritum.

img_6710_fornleifur_1300846.jpg

Homme de L'Islande & [Femme de L'Island] í Costumes de Différent Pays (1797)

img_b_fornleifur.jpg

Árið 1797, tæpum áratug eftir að Homme og Femme Islandois komu út í bók Grasset Saint Savieurs um búninga heimsbyggðarinnar, kom út rit með endurteiknuðum myndum Grasset Saint-Saveurs sem gefin var út í Bordeaux undir ritstjórn útgefanda sem hét Labrousse. Bókin bar heitið Dostumes de Différent Pays.

Fornleifur á því miður aðeins karlinn, sem ég keypti nýverið í Frakklandi af fornbóksala. Einhvern tíma hefur hann líklega verið rifinn út bókinni, því myndirnar gáfu fyrir nokkrum árum meira í aðra hönd en ef reynt var að selja bókina. Slíkt skemmdarstarfsemi hefur lengi tíðkast og eru bækurnar nú orðnar svo sjaldséðar og svo  dýrar að þessi ljóti siður er sem betur fer sjaldgæfari en áður. Ég leita enn að konu fyrir karlinn. Þessi kona hér fyrir neðan á ég ekki en hún á heima á LACMA listasafninu í Los Angeles og því ugglaust ekki til fals fyrir piparsveininn á óðali mínu. Ef ég næ í konu fyrir hann, og hann er ekki hommi, bíð ég í brúkaup í beinni á Fornleifi með tölvukampavíni og ódövrum.

lacma_for_fornleifur_1300841.jpg

Konan í Los Angeles

Hjón í Tableau historique, descriptif et géographique de tous les peuples du monde (1821)

1821_b_fornleifur_1300832.jpg

Á öðrum og þriðja áratug 19. aldar gaf forlagið Lecrivain í París út verk í litlu broti um landafræði og menningu fólks í heiminum. Árið 1821 var Íslandi gerð skil. Listamaðurinn sem fenginn var til að sýna hina hrjáðu íbúa þessa eldfjallalands tók hjón Felix Mixelle frá 1788 og pússaði þau saman á eina mynd. Þetta gera útgefendur víst til að spara, en samt var einnig pláss fyrir Heklu í bakgrunninum. Karlinn er enn með sinn svarta þríhyrnuhatt, stafinn og skikkjuna góðu. Konan er einnig kopípeistuð úr fyrrnefndum frönskum verkum. Mér líkar einstaklega vel við uppgræðsluátakið á þessari mynd. Svo virðist sem listamanninum hafi þótt við hæfi að setja eina Alaskaösp eða álíka stórvið í bakgrunninn. Ég held mikið upp á þessi menningarhjón sem ég hef leyft mér að kalla Vigdísi og Geirharð í höfuðið á frumkvöðlum þeim sem kenndu frönsku á RÚV í árdaga.

Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d'apres nature, graves et colories (1830)

homme_islandois_2017_fornleifur.jpg

Árið 1830 birtust loks íslensk hjón, sem skyld voru þeim fyrrnefndu í fyrsta bindi fjögurra binda ritraðar Silvain Marechals, sem hann kallaði Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d'apres nature, graves et colories, sem út kom í París (Hér er meira að segja hægt að skoða bókina). Fornleifur á þessi hjón í tveimur eintökum og búa ein þeirra ugglaust á Suðurlandi og hin einhvers staðar á Snæfellsnesi.

Vona ég að lesendur hafi haft gaman af þessari myndlistasýningu Fornleifs, sem verður opinn um óákveðinn tíma. Þetta er ekki sölusýning.

femme_islandois_2017_fornleifur.jpg

V.Ö.V. í mars 2017

Njósnarar og dátar í stórborginni - hvað annað?

$
0
0

hotel_borg_1934_wim_van_de_poll.jpg

Heljarmennið Egill Helgason er alltaf að pæla eitthvað í óttalegri fáfræði sinni, en vill þó helst alltaf hafa á réttu að standa. Nú brá svo við um daginn að hann vissi í það sinn ekki svarið við spurningu sinni. Slíkt kemur óvenju sjaldan fyrir Egil (sjá hér).

Egill vildi láta segja sér hvaða dularfulli maður gekk inn í mynd af þýskum dátum fyrir utan Hótel Borg árið 1934. Besta tillagan sem borist hefur Agli er að það hafi verið skákmaðurinn Ásmundur Ásgeirsson, sem þó var aldrei eins hávaxinn og maðurinn sem gekk aftan við þýsku dátana árið 1934.

hotel_borg_1934_wim_van_de_poll_detalje.jpg

 

fontenay_2.jpg

Frank le Sage de Fonteney um 1920, ekki ósvipaður manninum á myndinni frá 1934 - eða spæjara í síðari tíma 007 kvikmyndum.

Ég fór að hugsa málið, sem ég get ekki upplýst Egil Helgason um, því hann hefur síðan 2005, er hann fór með dónaskap og ósóma um mig á Silfrinu meinað mér að gera athugasemdir hjá sér.

Ekki Ásmundur skákmaður

Þetta er öruggleg ekki Ásmundur Ásgeirsson, hugsaði ég með mér, en hugsanlega Frank le Sage de Fonteney sendiherra Dana á Íslandi, sem var mjög hávaxinn maður. Hann hafði töluverðar áhyggjur af veru Þjóðverja á Íslandi og sendi margar skýrslur til Kaupmannahafnar um það. Honum var þó örlítið í blóð borið að dramatísera hlutina. Var Frank kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur, sem áður hafði verið gift dönskum manni, Tage Møller, og átti með honum Birgi síðar ráðuneytisstjóra.

Einnig er til í dæminu, að Frank sendiherra hafi verið þarna staddur til að njóta góða veðursins á einum mesta menningarpunkti heimsþorpsins sem hann var sendiherra í. En við nánari eftirgrennslan er ég nær viss um að þarna spígspori sendiherrann ekki, því Frank var 54 ára árið 1934 og miklu karlalegri en maðurinn á myndinni. Með því að skoða skó kauða sá ég strax að hann er í sams konar skóm og dátarnir. Þess vegna tel ég líklegra að sá hávaxni hafi verið skipverji á Kreuzer Leipzig, hugsanlega yfirmaður, sem fengið hefur að fara í bæinn óeinkennisklæddur.

Var hann njósnari? Hvað var svo sem að njósna um árið 1934? Mikilvægi Íslands kom ekki fyrr en með NATÓ.

Ég á reyndar til afrit af sumum bréfum sendiherrans Frank le Sage de Fonteney um Þjóðverja til yfirvalda í Kaupmannahöfn og ekki er laust við að sendiherrann af greifaættunum hafi verið dálítill spæjari, þegar hann var ekki í útreiðartúr með íslenskum hrossapröngurum. Hér má lesa meira um hollenska ljósmyndarann Wim van de Poll og samferðakonu hans Anitu Joachim.

Danski sendiherrann var reyndar líka fyrir utan Hótel Borg

Til upplýsingar Agli og öðrum má greina frá því að til er önnur mynd af dátunum frá Kreuzer Leipzig, þar sem þeir koma úr suðurátt og hafa þá líklega verið búnir að hrista Frank sendiherra af sér og gefa öndunum. Kannski fór Frank inn á Borg og fékk sér kaffi og líkjör. En þar sem Egill hafði myndina sem hann birti á Silfrinu í sl. viku úr borunni á einhverjum Lemúr, er nú ekki nema von að hann sé ekki nægilega vel upplýstur. Hins vegar tel ég víst að sendiherrann sitji lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan. Hann gekk stundum með baskahúfu, enda franskur húgenotti að ætt. Mynd, þar sem hann er með slíka húfu, birtist t.d. af honum í íslenskum og dönskum blöðum árið 1939. 

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0398.jpg

fonteney_fyrir_utan.jpg

fonteney_1939_a.jpg

They are back!

$
0
0

04821.jpg

According to the Icelandic press (links a; b; c and d) the new British Ambassador to Iceland, Michael Nevin, twitted about a large yellow casket which he recently received from London. Yesterday Mr. Nevin revealed to the Icelandic public the contents of the big box. In the casked were two oil paintings from 1790 with Icelandic motifs.

ambassadors_box.jpg

The yellow box containing the two paintings has arrived under the curious eyes of Jón Stefánsson Milkmaid (1921). The photography on the Edwardian dresser is of Ambassador Nevin after having delivered his Diplomatic credentials to the Icelandic president Guðni Th. Jóhannesson.

The two paintings, used to hang in the British Embassy in Reykjavík, but were sent to London some 10 years ago for repair at the Government Art Collection GAC (not the National Gallery like the Icelandic media reported). Before they were returned to Reykjavík last week, they went on exhibition in the Whitechapel Gallery in London, as well as in Birmingham and Ulster. For a while, the painting ornated the walls of the Department for Environment, Food & Rural Affairs, at Nobel House, Smith Square in London. But now they are back "home", where they are appreciated more than at an odd meeting on Fine British food and rural affairs, i.e. The Naked Cook and River Cottege.

04822.jpg

GAC 4822: The New Geyser, (Icel. Strokkur) a geysir which awoke after an earthquake in 1789. It lost its power in 1896 to reawake in 1963.

edward_dayes_by_edward_dayes.jpgThe Paintings, showing the famous Icelandic hydrothermal feature Geysir as well as Strokkur in Haukadalur S-Iceland, are entitled The Great Geyser (GAC 4821)and The New Geyser (GAC 4822). They were painted by Edward Dayes (1763-1804), seen here to the left, who was a well known London artist albeit mostly known for his watercolours.

In May 1789, encouraged by the naturalist and patron of science Joseph Banks, John Thomas Stanley (later first Baron Stanley of Alderley) set off from Leith on an expedition to Iceland. His intention was to research the island with his team of 26 experts and assistants. He returned with a collection of dried plants and numerous sketches drawn by Stanley himself or by other crew members. Edward Dayes and Nicholas Pocock were then commissioned to prepare completed drawings and etchings from these amateur studies. Both of the paintings that have now been returned to the UK embassy in Reykjavík base on sketches by the Stanley-expedition skilful draftsmen, and are quite similar to stone-prints made from the same drawings (see below). (See here for more information on Forleifur about Stanley in Iceland)

large_1991_0104_0001_thumb.jpg

large_1991_0104_0002_thumb.jpgIn 1958 the paintings were bought at a Christie's auction in London from a private collection. They were were bought by Frank T. Sabin Art Dealers in Shaftesbury Avenue,  London for the Ministry of Works. After the auction in November 1958 they were listed by the British government Art Collection as:

'The Property of a Nobleman'; by whom sold through Christie's, London, 'Pictures by Old Masters' sale, on 28 November 1958

(Lot 97), as 'The Great Geyser' and 'The New Geyser, Iceland'.

Let us hope that the paintings will hang in the British Embassy in Reykjavík for a long time to come. They are such an important source to Icelandic life in the late 18th century, in an age when Iceland hardly had a painter, except for the autistic Sæmundur Hólm (see here and here in Icelandic), who drew or painted fictive Icelandic motifs which he sold to Danish patrons. Later this year, I hope to take a closer look at the two paintings in the British Embassy in Reykjavík, if I may.

Here are some interesting details from two of the two paintings just returned back 'home': Have a look at the fantastic brass quadrant with a small telescope, fixed on a tripod. They don't make instruments like that anymore.

detail_2_b.jpgdetail_1a.jpgdetail_3b_1301156.jpg

Thanks: The author would like to thank Andrew Parratt, curator at the GAC in London, for helpful information.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, March 2017.

Brotasilfur - óáfallið

$
0
0

60-3044_t5502e67e_m400_wmannamyndir_5_tif_x849c2892.jpg

Í þessari færslu má sjá tvær stórmerkar ljósmyndir sem finna má á vef Héraðsskjalasafns Austurlands. Hér borgar Kristján Eldjárn yfir silfursjóð sem fannst austur a landi, óáfallinn, árið 1980. Eldjárn þótti vitaskuld, sem eins konar fornleifafræðingi, furðulegt að sjóðurinn kæmi óáfallinn úr jörðu. Það þykir flestum reyndar enn í dag. Ég held að menn séu hættir að leita að skýringum. Það er svo óþægilegt.

Hér má lesa aðrar greinar Fornleifs um þennan sjóð:

Det ville som sagt være meget beklageligt for skandinavisk arkæologi... (2011) Greinin er ekki á dönsku.

Hvar er húfan mín? (11.12. 2012; sjá síðustu athugasemd neðst)

"Miklu betri en Silvo" (16.12.2012)

Moldin milda frá Miðhúsum er horfin (4.1.2013)

Hvað fær maður fyrir silfur sitt ?  (13.4.2013) Í þessari grein birtist eftirfarandi frásögn:

Auðun H. Einarsson segir frá (1.5. 1997, sjá færslu dags. 13.4.2013)

 

60-3043_t5502e66f_m400_wmannamyndir_5_tif_xcb785e45.jpg

Neðri myndin af vef Héraðssafns Austurlands er unaðsleg ljósmynd af finnandanum og syni hans. Gleðin skín úr augum þeirra. Ekki þótti finnandanum fundarlaunin góð, en síðar var bætt úr því fyrir tilstuðlan þingmanns eins frá Snæfellsnesi og skálds í Reykjavík.


Nýjar fregnir af karlinum í strýtunni

$
0
0

karlinn_naermynd.jpg

strytukarl.jpg

Bergþóra Sigurðardóttir, sem er læknir á eftirlaunum og mikill áhugamaður um náttúru landsins, ritaði Fornleifi snemma í dag og gerði viðvart um mynd af sama manninum sem ritað var um hér á Leifi í febrúar á sl. ári.

Í merkilegri bók Tempest Andersons, Volcanic Studies in many Land frá 1903, sem Bergþóra hafði lesið, bregður sama rauðhærða manninum fyrir á mynd (sjá hér efst). Það er þó ekki sama myndin sem varðveitt hefur verið á safni í York, og sem skrifað var um hér á Fornleifi í fyrra.

Nú er sömuleiðis ljóst að upplýsingin við skuggamyndina sem varðveitt er í Jórvík er röng. Myndin getur á engan hátt hafa verið tekin nærri Laxamýri. Enda kemur fram í bók Andersons frá 1903, að ljósmyndin af rauðhærða karlinum í strýtunni sé tekin norðvestur af Mývatni.

Ég þakka Bergþóru Sigurðardóttur innilega fyrir upplýsingarnar. Vona ég svo að áhugasamt fólk leiti nú uppi þessar strýtur og hugsi út í það hver karlinn á myndinni hafi verið. Ef til vill var þetta vinnumaður séra Árna Jónssonar (1849-1916) á Skútustöðum sem einnig var í för með Tempest Anderson á þessum slóðum. Hvað hét karlinn í strýtunni? Allar ábendingar eru vel þegnar.

karl_i_strytu_2.jpg

Afar líkleg strýtulausn

$
0
0

strytukarl.jpg

Mér bárust þessar línur frá Birni Hólmgeirssyni fyrrverandi starfsmanni Orkuveitu Húsavíkur:

Sæll Fornleifur.

Sendi þér mínar hugmyndir um karlinn í strýtunni. Ekki þekki ég manninn, en mér finns ég kannast við umhverfið. Þessar myndir eru trúlega teknar 5-6km í vest-suð vestur af Laxamýri í Aðaldalshrauni. Á mynd nr. 2 blasir við fjallgarður sem ég tel að séu Kinnarfjöll. Bogamyndaða fjallið á bak við borgina er fjallið með 3 nöfnin. Galti, Bakrangi og Ógöngufjall. Skessuskál til vinstri við manninn og Nípá fellur þar niður gilið. Til hægri á myndinni sést Skálahnjúkur gnæfa yfir fjallsbrúnina. Á 3 myndinni er horft til baka í austur og önnur hraunborg notuð. Heiðin á bak við er Hvammsheiði sem endar í Heiðarenda á bak við borgina. Undir heiðinni glittir í Laxá, þar sem hún rennur til sjávar skammt norðan við Laxamýri.

Hugleiðingar Björns Hólmgeirssonar, Hóli á Tjörnesi.

Með kveðju að norðan.

Mér þykir tillaga Björns Hólmgeirssonar mjög líkleg eftir að hafa litið á Örnefnakort Landmælinga og önnur kort. Sjálfur hef ég ekki komið þarna í áraraðir og aldrei gengið um hraunið. Maður á það eftir.

Líklegast gildir sú regla enn, sem manni voru innprentaðar í prófum í gamla daga, að vera ekki að breyta neinu og stroka út á síðustu stundu. Myndin í York frá 1893 var fljótlega útbúin eftir leiðangur Tempest Andersons til Íslands. Þetta var mynd í röð skuggamynda og þeim fylgdi fyrirlestur, sem Anderson hélt vítt og breitt á Bretlandseyjum. Bókin sem nefnd var í síðustu færslu var hins vegar fyrst birt árið 1903 og á 10 árum hefur eitthvað getað skolast til hjá höfundi eða útgefanda.

Þangað til aðrar betri tillögur berast, heldur Fornleifur sig við upphaflega skýringu á staðsetningu strýtunnar (nærri Laxamýri) og nú hina nákvæmari skýringu Björns Hólmgeirssonar. Færi ég Birni mínar bestu þakkir fyrir upplýsingarnar. Það er ávallt gaman að sjá að margir lesa Fornleif og hugleiða málin með honum þegar hann veður í villu.

Sjá fyrri færslur um ljósmyndirnar hér og hér.

karl_i_strytu_4.jpg

Julius A. Leibert, fyrsti rabbíninn á Íslandi

$
0
0

leibert.jpg

Fyrsta trúarathöfn á Íslandi eftir að kristinn siður var upp tekinn á Íslandi árið 1000, var haldin rúmlega 941 árum eftir formlega kristnitöku á Alþingi. Það var trúarsamkoma gyðinga og það þurfti heimsstyrjöld til að ný trú væri iðkuð í þessu menningarlega einsleita landi okkar.

Að öllum líkindum kom fyrsti rabbíninn sem stýrði trúarlegri athöfn á Íslandi á vegum Bandaríkjahers til Íslands. Það var á haustmánuðum 1942. Hann hét Júlíus Amos Leibert og var nokkuð merkilegur karl og talsmaður nútímalegs gyðingdóms, reformed Judasism. Þó Leibert hafi aðeins komið tvisvar eða þrisvar til Íslands er nokkuð öruggt að hann sé fyrsti rabbíninn sem þjónaði söfnuði gyðinga á Íslandi. Þykir mér því ærin ástæði til að minnast hans, því hann var á allan hátt mjög merkilegur maður.

Zelig Lebedko fæddist i Litháen

Julius Amos Leibert fæddist ekki sem Bandaríkjamaður. Hann var eins og margir í aðrir Bandaríkjamenn  fátækur innflytjandi í hinu stóra landi. Innflytjendur leituðu þangað til að bæta kjör sín og á stundum til að forða sér frá ofsóknum og vísum dauða vegna ofsókna í heimalandi sínu.

Leibert fæddist í Litháen þann 20. mars árið 1888. Sumar heimildir herma þó að hann hafa fæðst þegar árið 1885; Og að hann hafi með vilja verið yngdur í skjölum til að eiga betri möguleika að því komast til Bandaríkjanna. Er Julius fæddist, heyrði Litháen undir rússneska keisaraveldið.  

Julius Leibert var ekki það nafn sem þessum fyrsta rabbína á Íslandi var gefið á Lithaugalandi. Drengnum var gefið hið gyðinglega nafn Zelig, og ættarnafnið var í rússneskum stíl, Lebetky, en um aldamótin 1900 var hann einnig skráður sem Zalkan Lebedko (Lebedky og einnig Lebedkin sem eru nöfn sem afleidd eru af ha Levi).  

Zalkan fæddist í bænum Kedainiai, litlum bæ sem gyðingar kölluðu Keidan á jiddísku. Keidan er ekki mjög langt frá Kaunas, sem gyðingar kölluðu þá Kovno (sjá grein um frægðarför mína í þeim bæ hér).  

Nafn Lebedky-ættarinnar hefur að öllum líkindum einnig verið skráð á litháísku, þegar hún var leyfð sem tungumál í Kedainiai. Um það leyti sem Zelig fæddist lögðu Rússar blátt bann við notkun litháísku. Menn voru fangelsaðir eða myrtir, prentuðu þeir svo mikið sem stafkrók á því máli. 

Foreldrar Zalkans Lebedkos voru þau Chaim HaLevi Lebedky (ca. 1851-1936), sonur Itzik HaLevi Lebedkys (1806-1888), sem var sonur Dov (Berel) HaLevi Lebedkys (1751-1806). Móðir hans var Leya eða Ley (Leah), fædd Weintraub (1848-1902). Móðir Zelig Lebedky dó úr krabbameini í maga árið 1902 og Chaim andaðist skömmu síður. Árið 1904 flutti Zalkan/Zeug til Bandaríkjanna ásamt 6 systkynum sínum. Systkynin hétu Morris, og systurnar hétu (Fanny) Feige Elle sem síðar giftist Weinstein. Aðrar systur voru Bluma Magil, sem flutti til Kanada, Esther Feldman sem bjó í New York, Rachel Sager og Molly Moskowitz sem bjuggu í Los Angeles.

 

Í Bandaríkjunum breytti Lebetky hinn ungi, líkt og margir í hans sporum, um nafn og hét upp frá því Julius Amos Leibert. Systkini hans tóku einnig þetta nýja nafn. Rabbí Leibert sagði síðar sjálfur frá, að Leibert-nafnið hefði hann tekið til að fagna því frelsi 'Liberty', sem honum hlotnaðist í Bandaríkjunum. Leibert líktist Liberty að hans mati

two_synagogues_at_kedainiai_-_panoramio.jpg

Samkunduhúsin í Kedainiai

Þegar Zalkan/Julius fæddist, voru margar synagógur, bænahús og gyðinglegir skólar í Kedainiai. Sjö bænahús á seinni hluta 19. aldar.  Meirihluti íbúa bæjarins í lok 19. aldar voru gyðingar. Gyðingar settust fyrst að í bænum á 17. öld og bærinn varð mikilvæg trúarmiðstöð og lærdómssetur, og ekki aðeins fyrir gyðinga. Skoskir mótmælendur settust þar einnig að. Í dag eru varðveittar tvær fallegar byggingar frá 19. öld í Kedainiai sem fyrir helförina voru samkunduhús. Þau eru i dag notuð sem söfn bæjarins. Kaidan var einnig þekkt fyrir framleiðslu sína á agúrkum (súrsuðum gúrkum) og var bærinn og næsta nágrenni helsti framleiðandi agúrka í baltnesku löndunum.

Fyrir 1920 hafði gyðingum fækkað mjög í Kedainai. Margir trúaðir gyðingar flýðu þangað frá Póllandi og Hvíta Rússlandi árið 1939, en eftir að Þjóðverjar komu til bæjarins í lok júní 1941 myrtu þeir fram til ágústbyrjunar sama ár 325 gyðinga í bænum. Aftökurnar fóru fram í tveimur skógum umhverfis bæinn og það með dyggri hjálp margra heimamanna. Þeir gyðingar í Kedainai sem eftir lifðu og sömuleiðis 1000 gyðingar frá minni þorpum í nágrenninu voru myrtir við ána Smilaga. Þar var fólkið látið grafa skurði, sínar eigin grafir. Það var skotið á staðnum, lík þeirra rænd og síðan heygð í skurðunum.

zydai-varomi-i-darbus-70507356.jpg

Gyðingum í Keidainai smalað saman til aftöku

Það verður því að viðurkennast að Helförin heppnaðist vel í Litháen með dyggum stuðningi heimamanna. Á okkar tímum dýrka margir Litháar morðingjana sem þjóðhetjur og er af því MIKIL SKÖMM þegar þeir þramma árlega um götur stærstu bæja Litháens með fullu leyfi yfirvalda. Breytt hefur verið um nöfn á götum og þær hafa á síðari árum fengið nöfn gyðingamorðingjanna.

Vinsæll rabbíni á faraldsfæti

Ferill Leiberts sem rabbína í Bandaríkjunum var mjög langur og spannaði allt frá 1915 fram yfir 1960. Maðurinn var mikill vinnuþjarkur og gat í raun aldrei sest í helgan stein.  

Julius A. Leibert stundaði nám að kappi í landi möguleikanna. Framhaldsnám  stundaði hann við Hebrew Union College i Cinncinati í Ohio undir  prófessor Julian Morgenstern. Morgenstern var einn af af fremstu guðfræðingum og stofnendum Union of American Hebrew Congregations (UAHC), hreyfingu sem síðar var kölluð  Union for Reform Judaism (URJ) . Julius Leibert lauk rabbínanámi sínu árið 1915, en fyrir utan guðfræðinámið lagði hann stund á laganám. Smá hlé urðu á náminu  vegna herþjónustu Leiberts í fyrri heimsstyrjöld. Hann þjónustaði sem rabbíni í bandaríska hernum, en fór þó aldrei til átakasvæða í Evrópu.

Fyrsta embætti hans eftir þjónustu í hernum sem rabbíni mun hafa verið við Beth El samkunduhúsið í Scott, South Bend i Indiana og síðar Aavath Shalom söfnuðinum í Indianapolis.

Julius Leibert kvæntist árið 1919. Kona hans hét Leona Goodmann (1896-1971),

Um þrítugt fékk hann embætti við nýtt samkunduhús, Emanu-El í borginni Spocane i Washingtonfylki, þar sem honum var mjög vel tekið og honum og konunni var gefinn bíll árið 1920 sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf. Ferðuðust hjónin vítt og breitt í bílnum um vesturhéruð Bandaríkjanna.

Leibert lét mikið til sín taka í Spokane, m.a. við byggingu nýs samkunduhúss og var mjög virkur í starfi fyrir ungmenni. Hann lét einnig í sér heyra opinberlega og oft þurfti á því að halda því á þessum slóðum var mikið gyðingahatur sem aðrir Evrópumenn, þ.á . m. lúterskir Svíar höfðu flutt með sér í ríkum mæli frá gamla landinu. Í Spokane starfaði Leibert frá 1919 til 1923.

1923 til 1928 þjóðnaði Leiberts í Temple Israel á Langasandi (Long Beach) í Kaliforníu og um tíma í Temple Emanuel í Los Angeles.

Í lok árs 1930 var Leibert tilnefndur kapellán fyrir Hollywood Legion 43, sem var 43. deild í American Legion sem eru samtök fyrrverandi hermanna. Þessi deild var talin ein  stærsta deild herdeildarinnar. Sem meðlimur af varaliði yfirmanna þótti hann efnilegastur til að gegna þessari heiðursstöðu.

Leibert starfaði einnig í CCC, Civil Conservaton Corps, þar sem ungmenni fengu nytsama vinnu við ýmsar framkvæmdir í hinu mikla atvinnuleysi 4. áratugarins. Leikarinn Walther Matthau mun eitt sumar sem unglingur hafa verið í vinnu ungra gyðinga undir stjórn Leiberts og fór leikarinn frægi fögrum orðum um það sumar. Myndin hér fyrir neðan er frá haustinu 1935 er Leibert stjórnaði nýjárshátíð fyrir gyðinga sem unnu fyrir CCC. Nokkrir kollegar Leiberts úr prestastétt bandaríska hersins tóku einnig þátt. Leibert er annar frá vinstri.

ccc_1935_rosh_hashana_2.jpg

Árið 1933 venti Leibert sínu kvæði í kross og starfaði mestmegnis um tíma sem lögmaður í Los Angeles og oftast fyrir lítilmagnann. En svo braust síðari heimsstyrjöldin út og Leibert fór aftur í búning kapelánsins (chaplain) í Bandaríkjaher.

Til Íslands kom Leibert árið 1941

Julius Amos Leibert var Army Chaplain og major að tign frá 1940 og síðar lieutenant colonel og starfaði hann í Bandaríska hernum fram til síðla sumar 1945. Hann ferðaðist víða innan Bandaríkjanna sem og og utan á stríðárunum, og meðal annars til Íslands. Til Íslands kom hann haustið 1942. Til að byrja með höfðu gyðingar í herjum Breta og Bandaríkjamanna ekki með sér rabbína (sjá hér og hér). Samkomur fóru fram undir stjórn kantora eða þeirra sem best voru að sér í helgisiðum gyðingdóms.

Ýmsar heimildir eru til um komu hans 1942 er hann stjórnaði nýárshátíð (Rosh Hashanah) og friðþægingadegi (Jom Kippur), en þó helstar þær upplýsingar sem fram koma í blaði Bandaríkjahers The White Falcon. Skemmtilegustu lýsinguna á fyrstu heimsókn Leiberts er hins vegar að finna í Wisconsin Jewish Chronicle 23. október 1942 í dálki Boris Smolin, Between YOU and ME:

And here ar regards from the Jewish boys in Iceland and Greenland - Chaplain Major Julius Leibert of the U.S. army, who is stationed at Jefferson Barracks, St. Louis, Mo., has just returned from a special overseas mission. - He conducted services in Iceland on Rosh Hashanah and Yom Kippur. - More than 800 Jewish soldiers attended these services, among them, at least 40 officers and men of the RAF - On his way back from Iceland, Major Leibert conducted services for Jewish soldiers in Greenland and Labrador. - This is perhaps the first time in recorded  history that organized Jewish services have been held in these far-flung northern outposts. In Iceland Major Leibert found two Jewish families, one of the refugees.

alexandrina_times_tribune_december_1942.jpg

Yfirmaður herja Bandaríkjanna á Íslandi, Charles Bonesteel heimsótti söfnuð gyðinga á  Íslandi haustið 1942. Myndin byrtist í The Daily Times Tribune i Alexandria í Indiana í december 1942. Maðurinn með gleraugum til hægri við hershöfðingjann er enginn annar en Julius Leibert.

the_edwardsville_intelligencer.jpg

Sama mynd, en óskorin í The Edwardsville Intelligencer (Edwardsville, Illinois), 18, maí 1944. Sjá einnig Morgunblaðið.

leibert_shofer_iceland_1942.jpg

Árið 1943 tók rabbíni að nafni William H. Rosenblatt við trúarhaldi meðal gyðinga á Íslandi og síðar starfaði á landinu rabbíni sem hét Abraham Goldstein. Oft tóku flóttamenn af gyðingaættum, sem fengið höfðu að setjast að á Íslandi í lok 4. ártugarins, að taka þátt í þeim samkomum. Einn þeirra sem mest kom til bænhalds og stærri hátíða var Hans Mann. Hans (síðar Hans Jakobsson) fékk og notaði lengi bænabók (siddur) sem Bandaríkjaher gaf út á stríðsárunum. Fjölskylda íslenskrar konu Hans hefur vinsamlegast leyft mér að nota mynd af bókinni sem er nú í þeirra eigu.

hans_mann_1.jpg

Gyðingar hittust til bænahalds á ýmsum stöðum í Reykjavík og nágrenni borgarinnar. Í White Falcon árið 1945, má sjá ýmsa staði: 6. mars 1946 var t.d. bænahald í Finley skála (Day Room) kl. 11.00. Á þriðjudegi var guðsþjónusta í Davis Theater kl. 18.00, White Rose Hall Theater í Reykjavík klukkan 19.30 og í Turner Kapellu sömuleiðis kl. 19:30. Laugardaginn 10. mars var guðsþjónusta á skrifstofu rabbínans í Dailey-bragga kl. 11:00.

benjamin_feldman_iceland.jpg

Áður en Leibert kom til landsins, sá Benjamin Feldman um að all færi sómasamlega fram.

white_falcon_5_5_1945_s_1.jpg

Gyðingar og Henrdik Ottósson árið 1945.

p986001047.jpg

Leibert, annar frá vinstri í aftari röð, á ráðstefnu rabbína í hernumvið Harvard háskóla í maí 1943.

Eftirstríðsárin

Eftir síðari heimsstyrjöld þjónaði Leibert í ýmsum söfnuðum í Bandaríkjunum, bæði í föstum stöðum og í afleysingum. Hann var í Pensacola í Florída  (1951-1954), síðar í Anchorage í Alaska, San Luis Obispo, Eureka og San Rafael (1956-57) og Santa Cruz (1957-58) í Kaliforníu.

Júlíus og kona hans settust um tíma að í Marin County árið 1956 og byggðu þar upp söfnuðinn Rodef Sholom og hann kenndi einnig trúarbragðasögu við menntaskóla í Marin. En þar staldraði hann heldur ekki lengi við, þótt meiningin hefði verið að setjast þar að og njóta ævikvöldsins. Önnur og ný verkefni biðu ávallt þessa eldhuga.

Fangelsispresturinn Leibert 1954-57

Julius Leibert tók árið 1954 að sér sálusorgarstörf fyrir gyðinga sem voru fangar í San Quentin fangelsinu. Hann gegndi einnig störfum sem kapellán í fangelsunum í Folsom og Alcatraz, og þar fyrir utan þjónaði hann á flugstöð hersins í Hamilton (Hamilton Air Force Base).

Störf Leiberts sem fangelsisprests voru mjög athyglisverð og honum var mjög annt um réttindi fanga sem bandarísk yfirvöld reyndu að brjóta á og niður. Árið 1957 sagði hann starfi sínu lausu við San Quentin fangelsið. Það gerði hann vegna þrýstings frá yfirvöldum. Hann var einn þeirra Guðs manna sem neitað harðlega að gangast undið lygamælapróf. Yfirvöld vildu að sálusorgarar í fangelsum létu upplýsingar í té sem fangar hefðu hugsanlega trúað prestum sínum fyrir. Julius Leibert lét þá þessi orð falla við brottför sína úr fangelsiskerfinu:

"If the word of a man of God is not enough - be he rabbi, priest or minister - he might just as well take of his clerical gown and bury them". 

Hann sagði enn fremur:

"I resent the thought of having mechanical means testing my credibility".

Leibert skrifaði með hjálp Emily Kingsbery bókina Behind Bars, What A Chaplain Saw in Alcatraz, Folsom & San Quentin . Bókin, sem kom út árið 1965, sýnir verk og hugsanir manns sem mat öll mannslíf jafnt og dæmdi ekki menn æðsta dómi þegar þeir höfðu þegar verið dæmdir brjálæðislega löngum og hörðum dómum í hinu miður réttláta og jafnvel sjúka réttarkerfi BNA, þar sem vísvitandi hefur verið trampað á rétti minnihlutahópa þjóðfélagsins; kerfi sem fleiri og fleiri Íslendingar virðast þó aðhyllast.

51y9gb6wzfl_sl500_sy344_bo1_204_203_200.jpg

Að loknum störfum í þágu fanga, þjónaði Leibert söfnuði í Santa Cruz, en gat þegar hann "komst á aldur" fyrir enga muni sest í helgan stein.  Hann hóf nú að leiða guðsþjónustur í Reno í Nevada. Hann var fyrstur rabbína nýs safnaðar í þeirri borg. Árið 1964 gaf hann söfnuðinum (Temple Sinai) sína eigin Torahrúllu, sem er enn notuð.  Mark Davis uppeldissonur Sammy David jr., (sem tekið hafði gyðingatrú eftir bílslys), las upp úr er hann var fermdur (Bar mitzvah) í Reno árið 1973. Um Nevada skrifaði Leibert, sem var maður andlegs frelsis: “Nevada is the only state that has shed hypocrisy by allowing liberal attitudes.”

rabbi_leibert_and_stephen_jaffe_1964-07-11_-_lg.jpg

Leibert með fyrsta bar mitzva-drengnum (fermingabarninu) í Temple Sinai íReno 1964. Hann heitir Stephen Jaffe og býr enn í Reno.

Julius Leibert andaðist árið 1968 og hvílir við hlið konu sinnar Leonu í grafreit gyðinga á Hills of Eternity Memorial Park í Colma, San Mateo County í Kaliforníu.

105148827_136080140767.jpg

Höfundur: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í apríl 2017

 

Fyrri færslur um fyrstu samkomur gyðinga á Íslandi:

Fyrstu trúarsamkomur gyðinga á Íslandi

The first Jewish services in Iceland 1940-1943

Þakkir/Thanks: to Josh and Jeff Weinstein, New York.

Blámannsraunir

$
0
0

966748 (3)

Nú er það svart maður. Fyrir mína næpuhvítu parta verð ég strax að lýsa því yfir, og viðurkenna, að titillin negri var allt of hlaðinn fyrir mig í fyrstu. Ég var í sjokki þegar ég sá verkið fyrst og titil þess sem reynt hafði verið að fela. Ég hlammaðist í gólfið og stundi "Ásmundur, Ásmundur, - þú líka"!! Nú, eftir að ég hef náð mér að mestu, hef ég rannsakað málið og hef sætt mig við niðurstöðu Ólafar K. Sigurðardóttur safnstjóra, þótt vafasöm sé.

Styttan er nefnilega af flatbrjósta og skapastóru módeli, Bolette að nafni, sem sat fyrir á þriðja áratug 20. aldar á Aca­démie Ju­lien í Par­ís. Bolette, sem var fyllibytta, var ættuð frá Bordeaux. Hún var illilega hrokkinhærð og rauðhærð að auki. Hún var oft notuð sem módel í stað negra, því ekta negrar fengust engir til að sitja fyrir sem negrar. Negrar á þessum tíma voru of meðvitaðir um að þeir væru negrar til að þéna nokkra franka á því að sitja fyrir sem negrar. Þeir tóku hins vegar í harðærum að sér að sitja fyrir sem hánorrænt fólk, sem var sjaldgæft í París.  

Til að allar skoðanir komi fram í þessu alvarlega máli og ekki sé hallað að nokkurn mann, ber þess að geta að franski listfræðingurinn Alex Kuzbidon Negroponte hefur bent á að nemendur á Académie Julien hafi alls ekki haft aðgang að fyrirsætum og hafi unnið skólaverkefni sín eftir minni eða skissum sem þeir gerðu á götum og hóruhúsum Parísarborgar. Ýmislegt virðist benda til þess að prófessor Alex Kuzbidon Negroponte hafi ýmislegt til síns máls að leggja. Fótleggirnir á negra Ásmundar Sveinssonar eru greinilega íslenskir og typpið er allt allt of lítið til að vera svart. Líklega er það líka íslenskt. Skyldi Ásmundur hafa notað líkama sinn til að gera þennan skúlptúr (styttu)?

Ólöf K. Sigurðardóttir í Ásmundarsafni á hrós skilið fyrir að hafa unnið fyrir launum sínum. En þrátt fyrri allar þær raunir og svefnlausu nætur sem hún hefur upplifað, áður en hún ákvað að negrinn mætti áfram vera negri, verður hún ugglaust sæmd nafnbótinni „kúkur mánaðarins“ af skólastjóra Trommuskóla Waages og hálfbróður hans gyðingahataranum Gunnari. Jafnvel Ásmundur Sveinsson gæti fengið hinn vafasama titil koprolítur 3. áratugar 20. aldar, því allir geta séð að Ólöf segir sannleikann:

Stytta Ásmundar Sveinssonar er líklegast af negra. Þeir sem ekki eru á ofskynjunarlyfjum og sjá nýju fötin keisarans í stað berrassaðs negra, eða segja sannleikann og voga sér að horfast í augu við hann, eiga líkt og Ólöf á hættu að verða kúkar og fá mynd af sér setta upp í rassboruna á asna trommuskólans.

Fjárfesting framtíðarinnar ?

$
0
0

IMG_7214

Mikið er gaman að frétta af því að íslenskur aurapungur ausi fé sínu í annað en olígarkaíbúð í New York eða rúningamellur á snekkjum við strendur Flórída.

Það kætir mig að lesa að Reynir Grétarsson, sem m.a. hefur auðgast vel í Afganistan og Afríku á lánshæfismati ??  á fátækustu þjóðum heims, kaupi sér gömul Íslandskort og vilji sýna þær almenningi og ferðamönnum. Ugglaust getur slík sýning staðið undir sér og enn frekari kaupum á fornum kortum af Íslandi.

Sjálfur er ég áhugamaður um gömul kort og á reyndar fáein kort sem ég hef erft, keypt eða fengið þegar Þjóðminjasafni henti hlutum á öskuhaugana. Landsbókasafnið á einnig heilmikið safn sem mestmegnis hefur verið gefið því af mönnum sem höfðu mikið á milli handanna, líklega meira en þeir höfðu á milli eyrnanna, því stundum voru kortin fölskuð, jafnvel í ljósritunarvél, eða ekki eins gömul og eigendurnir héldu. Kort voru sömuleiðis oft endurprentuð meira en 100 ár eftir að þau voru rist á koparinn.

Ég gef hér aðeins eitt dæmi, og vona að Reynir Grétarsson falli ekki í sömu gryfju og fyrri auðmenn íslenskir sem söfnuðu kortum. Ef farið er inn á kortasafn Landsbókasafns, Islandskort.is, og náð í Íslandskort Porros frá 1572, koma upp myndir af tveimur kortum (síðum) úr kortabók Tomasso Porcacchis, L'Isole piu famose del Mondo, sem upphaflega var gefin út árið 1472 í Feneyjum. Kortin tvö á Islandskort.is eru hins vegar ekki úr upphaflegri útgáfu bókar Porcacchis frá 1572, heldur úr tveimur endurprentunum af þeirri bók, þar sem íslandskort Girolamos Porros voru endurnotuð.

Ég á reyndar kortið hans Porros frá 1572 (sjá efst). Það keypti ég árið 1975 fyrir aleiguna, sem var lítill sjóður. Ég keypti kortið í den Haag af vini föður míns, Bob Loose, fornbókasala í Paperstraat. Lose fæddist i Königsberg sem nú tilheyrir Rússum (Kaliningrad). Loose lét ávallt föður minn vita ef eitthvað sem varðaði Ísland rak á fjörur hans. Eftir að faðir minn, sem fæddist í Amsterdam, lést, komst Loose í samband við mig, en ég keypti aðeins smáræði af Bob Loose, enda er ég bara fátæk háskólagengin rotta og (of)menntaður aumingi. Þar síðast, er ég var með fjölskylduna í den Haag, frétti ég að Loose væri allur, að versluninni hans hefði verið lokað. Blessuð sé minning hans. Ég minnist þó langra kjaftaþinga föður míns og hans með lítilli gleði.

loose

Bob Loose að stússa í verslunarkytru sinni. Að baki búðarinnar var heilmikið húsnæði, 10 sinnum stærra en verslunin, þar allt var fullt af bókum og öðru.

Reyn­ir Grétarsson segir dýr­asta kortið sitt hafa kostað um 15 millj­ónir króna. Ekkert kort af Íslandi er svo mikils virði og hefur Reynir því látið pretta sig dálaglega ef hann hefur keypt Íslandskort sem var svo rándýrt. Þegar menn kunna ekki aura sinna ráð, hverfur náttúrulega verðskynið. En hugsanlega er Reynir landakortafjárfestir að reyna að hækka tryggingarverðið fyrir opnun sýningarinnar með því að keyra upp verðið í fjölmiðli íslenskra stóreignamanna.money-mouth

Reynir hyggur einnig á útgáfu kortabókar samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Bókina kaupi ég ugglaust, en aðeins á sanngjörnu verði. Þangað til nota ég m.a. tveggja binda verk Haraldar Sigurðssonar, Kortasaga Íslands I-II sem faðir minn gaf mér árið 1978 og Haraldur áritaði fyrir hinn verðandi fornfræðing, sem átti kort Porros, sem ég man að Haraldi kallinum langaði ósköp mikið í og vildi fjálgur kaupa af mér. Kortið var hins vegar ekki falt. Kannski er það orðið 15 milljóna króna virði nú, ha, ha, ha, ha. Dream on Fornleifur. Í hæsta lagi nokkur hundruð dollarar. Menn fjárfesta enn sem komið er miklu betur í lánshæfismati á fátækustu þjóðum heims en í Íslandskortum.

IMG_7204

Lakkspjöld ástar og hjónabands

$
0
0

L1020492 b

I.  Inngangur

Enn freista menn þess að finna Gullskipið svonefnda á Skeiðarársandi, eða öllu heldur á Skaftafellsfjöru, þar sem skipið sökk nú að öllu heldur. Menn gefast oftast upp að lokum á vitleysunni og nú lítur út fyrir að síðasti hópur leitarmanna sé búinn að leggja árar sínar í bát.

Heimasíðu sjóræningjafyrirtækis, sem kallaðist eins og fyrirtækið Anno Domini 1667 og sem fékk leyfi frá Minjastofnun Íslands til vitleysu og ævintýramennsku, er að minnsta kosti búið að loka og læsa. Hætt er við að menn hafi rekist á lítið gull og væntanlega enga geimsteina. Minjastofnun gerir oft vísindamönnum erfitt fyrir að fá leyfi til rannsókna, jafnvel vegna duttlunga, vanþekkingar og pólitískra tenginga starfsmannanna, en stofnunin gefur hiklaust leyfi til að grafa upp loftkastala í svörtum söndum Sunnanlands. Og þegar vel liggur á er heimilað að leita hins heilaga grals á öræfum Íslands. Það er ekki laust við að íslensk þjóðminjalög séu enn ófullkomin, þrátt fyrir meira en 20 ára vinnu við að breyta þeim til batnaðar.

Eins og ég hef skrifað um áður, hefur „gullið“ úr Het Wapen van Amsterdam, einu af skipum Austurindíafélags Hollendinga, þegar fundist. Menn verða að sætta sig við það að annað gull finnist ekki, og að þeir hafi einfaldlega ekki verið læsir á þann menningararf sem skipið tilheyrir. Um það hef ég fjallað áður (sjá hér og hér).

Hér mun ég aftur á móti ég fjalla um helstu dýrgripina sem nær ugglaust eru úr skipinu. Þar á meðal eru hurðarspjöld og kistulok með lakkverki. Öðrum gripum sem tengjast hugsanlega Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam geri ég svo skil síðar.

Íslendingar hirtu gripina úr Het Wapen van Amsterdam sem rak á fjörur þeirrar og endurnotuðu þessa fáséðu gripi af mikilli ánægju í kirkjum sínum. Annað sökk í sandinn, riðlaðist í sundur og um tíma brögðuðust sandormar af fínust karrýblöndu, sjófuglum til ómældrar ánægju. Er ekki laust við að sumir fuglar gargi enn "Karríkarríkarríkarrí". En gerumst nú ekki of skáldlegir á miðvikudegi og höldum okkur við efnið.

Um er að ræða:

1) Kistulok í Skógum

Kistulok, (sjá mynd efst) notað sem sálmaspjald, sem varðveitt er á Byggðasafninu í Skógum undir Eyjafjöllum og sem ber safnnúmerið R-1870. Það er komið í Skóga úr Eyvindarhólakirkju,  þar sem þar var notað sem sálmaspjald. Þar á undan hafði lokið/spjaldið verið notað sem altaristafla í Steinakirkju.

Lokinu er er lýst þannig á Sarpi :

Spjald með gylltu blómkeri, lakkerað, kínverskt eða austurlenskt, mun upphaflega " fulningsspjald" úr húsgagni, var lengi notað sem altaristafla í Steinakirkju, síðar sem númeraspjald í Eyvindarhólakirkju. Svipuð spjöld voru í nokkrum kirkjum í Skaftafellssýslu og kynnu að hafa borist hingað til lands með Austur-Indíafarinu, sem strandaði á Skeiðarársandi 1663 [Athugasemd Fornleifs: árstalið er rangt, skipið fórst 1667]. Afhent af sóknarnefnd Eyvindarhólakirkju.

Stærð: Stærð loksins var mæld af Andra Guðmundssyni starfsmanni Byggðasafnsins í Skógum þann 7.12.2015. Safngripurinn R-1870 er 72,2  cm að lengd, 2,1 cm að breidd og 51,2 cm að hæð.

Skógar E

Þess ber að geta að um miðbik 19. aldar mun einnig hafa verið til spjald, sem notað var sem sálmaspjald í kirkjunni að Dyrhólum í Mýrdal. Séra Gísli Brynjólfsson greinir frá því í grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1971 er Helgi biskup Thordersen vísiteraði kirkjuna að Dyrhólum árið 1848:

„Biskup telur, eins og venjulega, alla muni kirkjunnar. Um þá er ekkert sérstakt að segja. Fremur virðast þeir hafa verið fátæklegir. Biskup getur um „fornt og lakkerað slétt spjald, sem til forna var yfir altari en er nú brúkað til að kríta á númer og er ei heldur til annars hæft."  Þessi gripur hefur eflaust áskotnazt Dyrhólakirkju úr strönduðu skipi. Slíkt spjald er enn til í altarishurðinni í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi.”

2) Spjald af hurð frá Höfðabrekku

Fig. 4

Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands

Spjald í hurð úr skáp sem varðveitt er á Þjóðminjasafni Íslands (Þjms. 11412/1932-122) og var áður í kirkju að Höfðabrekku í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.

Hurðarblaðinu er lýst á þennan hátt af Þjóðminjasafni á Sarpi:

Altarishurð, 58,5 cm að hæð og 39 cm að breidd, umgerðin úr rauðmáluðum furulistum, sem negldir eru með tveimur trénöglum í hverju horni. Listarnir eru 6,9 - 7,5 cm breiðir.  Járnlamir eru hægra megin á hurðinni, en læsingar útbúnaður enginn.  Fyllingin, sem er 44 x 24,5 cm að stærð, er úr furu, sem sjá má á bakhliðinni, en framan á er lakkað spjald með fínu austurlenzku, listskrautverki.  Grunnurinn er svartur, en uppdrátturinn er blómsturker, sem stendur á ferköntuðum reit ( borði?). Kerið er brúnflikrótt og dálítið upphleypt, 12,7 cm að hæð og 9.8 cm yfir um bolinn, útlínurnar gylltar og þannig eru einnig blóm þau öll, er upp ganga af kerinu.  Sum eru lögð með silfurlit, önnur gulls lit, ein/blaðka er brúnskýjótt eins og kerið, og efst í blómvendinum er stórt blóm með rauðum krónublöðum.  Allt er skrautverk þetta gert af hinum mesta hagleik og öryggi í handbragði. Verkið er líklega japanskt eða ef til vill austurindverskt, en ekki kínverskt.  Hugsanlegt er að gripur þessi sé úr dóti því er á land rak, er Austurindiafar braut fyrir Skeiðarársandi árið 1669 [Athugsemd Fornleifs: Þetta er rangt ártal og á að vitaskuld að vera 1667], sbr. Ísl. annála, það ár.  Úr Höfðabrekkukirkju.(Framan við bogageymslu).

Takið eftir notkuninni á orðinu dót í skráningu Þjóðminjasafns og sjá síðan skýringu sérfræðinga á því orði. Maður trúir því nú vart að grip sem þessum sé lýst sem dóti.

3) Spjald í hurð á altarisskáp í Kálfafellskirkju

Kálfafellsspjald lilleLjósmynd: Kristján Sveinsson

Hurðin er enn notuð í altarisskáp í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi. Lakkmyndin á spjaldinu, sem er nú mjög illa farin og slitin, snýr nú inn í altarisskáp sem er frá 18. öld og sem  er undir altaristöflunni í kirkjunni, en taflan er greinilega frá 18 öld, þótt einhver hafi reynt að spyrða hana við 17. öldina. Spjaldið er svipað að stærð og hurðarblaðið frá Höfðabrekku, og með sams konar mynd og er á spjaldinu í Þjóðminjasafni og því sem hangir í Skógum (sjá neðar); það er blómsturvasa sem á er einfalt skreyti: Hjarta sem upp úr logar efst og sem tvær örvar stingast gegnum í kross að ofan.

Myndin og vinnan við vasann á spjaldinu en er greinileg unnið af sama listamanni og spjaldið frá Höfðabrekku. Lásinn/skráin sem upphaflega hefur ugglaust verið á kistu er japanskur. Hespa af japönskum kistulás hefur verið settur á utanverða altarisskápshurðin þegar lakkmyndin var látin snúa inn í skápinn innanverðan. Hvort það hefur gerst þegar kirkjan var máluð af Grétu Björnsson og eiginmanni hennar skal ósagt látið, en það þykir mér sennilegt. Spjaldsins er getið í vísitasíu árið 1714 og sneri þá fram.

Því miður hafði láðst að taka málband með í leiðangurinn til að skoða hurðina í janúar 2016 og verða mál að bíða betri tíma. Lakkmyndin á spjaldinu í Kálfabrekkukirkju er þó að sömu stærð og lakkmyndin frá Höfðabrekku og eru myndirnar spegilmyndir hverrar annarrar.

L1020585 c

Hespa af læsingu af japanskri kistu. Hespan hefur verið tekin af japönsku lásverki. Hægt er að sjá notkunina á henni á myndunum hér fyrir neðan. Hluti hennar, þ.e. spjaldið, var endurnotað sem skráarlauf þegar lakkspjaldið var sett í hurðarramman á altarisskápnum. Sænskættaða listakonan Gréta Björnsson (sem upphaflega hét Greta Agnes Margareta Erdmann) og eiginmaður hennar Jón Björnsson málarameistari máluðu skápshurðina eftir forskrift Önnu Jónsdóttur frá Moldgnúpi, sem og kirkjuna að innan í eins konar sænskum "horror vacuii-stíl" með tískulitum 8. áratugar 20. aldar. Hugsanlegt er að þau hafi sett gulllakk á hespuna og shellakk yfir það, þannig að bronshespan hafi varanlega, gyllta áferð. Hjónin Jón og Gréta skreyttu ófáar íslenskar kirkjur að innan. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

Hespur á Namban b

Hér sést hvernig hespur eins og sú sem er á altarishurðinni að Kálfafelli, voru festar á lok kistla og skrína og var hlutinn af lásafyrirkomulaginu. Myndir þessar eru af netinu og hespurnar og lásarnir á Namban-lakkverki með perlumóðurskreyti frá lokum 16. aldar og byrjun þeirrar 17, listmunum sem Portúgalar sóttu mjög í. Namban var það heiti sem Japanar gáfu Portúgölum og þýðir Namban einfaldlega Suðrænir barbarar. Barbararnir höfðu þó sæmilega smekk og voru sólgnir í listiðnað Japana - og gátu borgað fyrir sig með með gulli sem þeir höfðu ruplað í Suður-Ameríku. Þessir lásar héldust þó áfram í notkun langt eftir 17. öldinni á kistum jafnt sem á kistlum og smærri skrínum. Myndir fundnar á veraldarvefnum.

II.  Rannsóknarferð á Gullskipsslóðir þann 23.janúar 2016

Laugardaginn 23. janúar 2016 svifu þrír þjóðlegir menn á besta aldri langt austur í sveitir í sænskum eðalvagni eins þeirra. Slíkur fararskjóti er vitanlega við hæfi þegar menn fara að vitja gulls og gersema úr Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam, Skjaldamerki Amsterdamborgar. Samferðarmenn mínir eru oft miklar fræðilegar hjálparhellur fyrir ritstjóra Fornleifs.

Verðrið var með ólíkindum gott, enginn snjór á láglendi, sólskin upp úr hádegi og hlýtt. Fyrst var komið í Skóga, á Byggðasafnið í Skógum, þar sem á móti okkur tók einn helsti fornfræðingur þjóðarinnar, Þórður Tómasson sem og  starfsmaður safnsins í Skógum Andri Guðmundsson.  Við ljósmynduðum spjaldið/kistulokið með lakkverkinu sem þar er að finna og sem ég hef ósjaldan haft í huga síðan ég kom fyrst í Skógasafn er ég gróf þar sem ungur námsmaður öðrum efnilegum ungmennum undir stjórn Mjallar Snæsdóttur á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.

skogarcollage

Hér má sjá efst yfirlýstan Einar Jónsson frá Skógum, Þórð Tómasson og Kristján Sveinsson, og í neðri röð Andra Guðmundsson með spjaldið góða úr Het Wapen van Amsterdam, síðan ritstjóra Fornleifs að bograr yfir lakkverkinu sem hann hafði ekki strokið síðan 1993 og að lokum unglambið Þórð Tómasson í Skógum. 23. Janúar 2016. Ljósmyndir Kristján Sveinsson og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Við ræddum mikið og lengi við meistara Þórð sem þótti vitaskuld áhugavert að við hefðum gert okkur leið um miðjan vetur á safnið hans, sem hann hefur byggt upp með svo miklum myndabrag. 

Kristján við stýriðKomið var fram yfir hádegi er við héldum áfram uppfullir af fróðleik.  Áð var í Framnesi í Mýrdal í einstaklega fallegu sumarhúsi sem Einar Jónsson lögfræðingur og sagnfræðingur hefur byggt með öðrum, Einar var staðkunnugur leiðsögumaður okkar þremenninganna vísu í sænska Veltisvagninum. Þegar við höfðum borðað hádegisverð sem við höfðum tekið með okkur úr stórborginni og rætt við móðurbróður Einars, hinn kankvísa Siggeir Ásgeirsson í Framnesi, kom Kristján Sveinsson, sagnfræðingurinn prúði og bílstjóri okkar í ferðinni, okkur að Kálfafelli í Fljótshverfi. Þar hafði kirkjan verið skilin eftir opin fyrir okkur, þökk sé síra Ingólfi Hartvigssyni á Kirkjubæjarklaustri, sem því miður gat ekki heilsað upp á aðkomumenn vegna anna. Við gengum í kirkju og tókum margar myndir af altarisskápnum og héldum svo að Núpsstað þar sem við heimsóttum kirkjuna þar til að fá andlega blessun áður en við leituðum aftur á vit stórborgarinnar.

kalfafellskirkja

Kálfafellskirkja. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

En maður lifir ekki á andlegu brauði einu saman. Á bakaleiðinni áðum við á nýju hóteli í Vík, þar sem ritstjórn Fornleifs bar mat á samferðamenn sína. Það var hin besta máltíð fyrir utan undarlegustu sósu sem ritstjóri Fornleifur hefur bragðað - Opal-sósu !? Hún var borin fram með ljúffengri lambakrónu. Ópalsósa er alvarlegt slys og sullumall í íslenskri matargerðarlist sem ætti að banna. Miklu nær væri fyrir hótel á slóðum Gullskipsins að bjóða upp á lambakjöt framreitt á indónesískan hátt og kalla réttinn t.d. Het Wapen van Amsterdam. Tillaga þessi er hér með til sölu.

Þegar til Reykjavíkur var komið, eyddum við kvöldstund með kaffi, te og meðlæti heima hjá Kristjáni Sveinssyni, sem dags daglega er starfsmaður hins háa Alþingis. Úti í rómagnaðri og magnesíumgulri Reykjavíkurnóttinni var farið að snjóa, en þríeykið ræddi afar ánægt um árangur ferðarinnar sem var mikill, þó ekki væru notaðir radarar, fisflugvélar, dýptarmælar, Ómar Ragnarsson eða annar álíka hátæknibúnaður – aðeins ljóskastari frá 1983 og myndavélar, ein þeirr óttarlegur garmur.

III.  Myndmálið á spjöldunum

Kálfafell samanburdur largeMyndmál lakkverksspjaldanna þriggja er það sama: Blómavasi, sem upphaflega virðist hafa átt að vera brúnleitur, jafnvel með skjaldbökuskeljaráferð. Hugsanlega var listamaðurinn að reyna að sýna japanskan bronsvasa. Vasinn stendur á litlum þrífæti sem sem hvílir á ferningi/plötu á borði. Blómin í vasanum eru greinilega sum austurlensk, en vel þekkjanleg (sjá neðar).

Spjöldin úr Höfðabrekkukirkju og Kálfafellskirkju eru nær eins að útliti og gerð og blómavasarnir á þeim nær nákvæm spegilmynd hvers annars. Spjaldið frá Höfðabrekku er nokkuð slitið þannig að litir og gylling hafa afmáðst. Hins vegar er spjaldið í altarisskápnum að Kálfabrekku mjög illa farið þar sem lakkið hefur sums staðar losnað frá undirlaginu og tréspjaldinu undir. Spjöldin gætur vel verið úr sama grip, skáp eða kistu. Þau eru örugglega ættuð frá sama verkstæðinu og eru að mínu mati gerð af sama handverksmanninum.

Spjaldið í Skógum er greinilega frá sama verkstæði og spjöldin frá Kálfafelli og Höfðabrekku, en gerð með annarri tækni og á helmingi þykkara spjald. Myndmálið er það sama og gert eftir nær sama skapalóni, en er aðeins gyllt en nær ekkert litað nema vasinn sjálfur. Gyllingin hefur máðst nokkuð af og ekki er ólíklegt að það hafi gerst þegar á strandstað. Hinn stóri sandpappír Íslands er ekki fínkornóttur við viðkvæma hluti eins og þennan.

Á blómavösunum (sem í verkinu Kirkjur Íslands eru svo þjóðlega kallaðir "jurtaker") ofarlega er skreyti: hjarta sem logar úr að ofan og sem tveimur örvum hefur verið skotið í gegnum í kross að ofan.

Skogar detail repaired

Afar erfitt reyndist að taka mynd af spjaldinu í Skógum vegna endurskins frá lakkinu og án einhvers apparats til að sía ljósið. Á þessari mynd af spjaldinu í Skógum, sem sýnir dýptina í myndverkinu nokkuð vel, hefur endurskin frá lampa verið fjarlægt með photosjoppu hægra megin við vasann. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

hjartað

Vasi með logandi hjarta og örvum á spjaldinu í Kálfafellskirkju. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

 

IV.  Uppruni og aldursgreining lakkspjaldanna sem talin eru vera úr Het Wapen van Amsterdam

Engin vafi leikur á því að lakkspjöldin þrjú eru japanskt verk og gerð af japönskum listamönnum á 17. öld. Þau eru annað hvort framleidd á eyjunni Kyushu í Japan eða í Macau í suður-Kína, þangað sem japanskir lakkverkslistamenn, kaþólskir, höfðu flúið vegna trúar sinnar frá Japan og héldu þar áfram að framleiða fyrir portúgalskan markað sem upphaflega hafði hafið innflutning á lakkverki til Evrópu á 16. öld.

Afar sennilegt má því telja að spjöldin séu reki úr Het Wapen van Amsterdam. Strönduð verslunarskip önnur frá VOC, Vereenigde Oostindische Campagnie, frá Hollandi þekkjum við ekki við Ísland frá þessum tím. Það álit manna að spjöldin séu komin úr skipinu virðist því engum vafa undirorpið.

Hugsanlega verður hægt að skera úr um, hvort spjöldin séu frá Japan eða Macau í Kína með efnagreiningum á lakki og undirlaginu undir lakkinu, og stendur til að sækja um leyfi til slíkra rannsókna sem gerðar verða af portúgölskum sérfræðingi í forvörslu sem vinnur að doktorsverkefni um lakkverkshúsgögn sem voru flutt frá Austur-Asíu til Portúgals.

V.  Aldursgreining

Aldursgreiningin á lakkspjöldunum sem nær örugglega rak í land á Íslandi árið 1667, er einnig hægt að byggja á samanburðarmyndefni á kínversku og japönsku útflutningspostulíni frá sama tíma.

Blómavasar áþekkir þeim sem skreyta vasana á lakkverksgripunum á Íslandi, var greinilega mjög hugleikin Portúgölum og síðar Hollendingum á 17. öldinni og er hann upphaflega skreyti sem kom fyrir á kínversku postulíni en síðar t.d. á fajansa frá Delft og öðrum borgum í Hollandi. Blómavasi á þremur litlum fótum með tígullaga stalli undir kemur oft fyrir á kínverskum og japönsku postulínsdiskum og skálum frá síðasta hluta 16. aldar og meira eða minna alla 17. öldina og er algengastir á leirtaui frá síðari hluta aldarinnar. Her skulu sýnd nokkur dæmi. Einn diskanna er evrópsk eftirlíking og gaman væri að sjá hvort einhver sér í fljótu bragði hver diskanna er þýskur.

Arita 1

 

Arita 2

VI.  Túlkun myndmálsins

Hollenskur listfræðingur, Christiaan Jörg að nafni, sem er vafalítið fremsti sérfræðingur heims í innfluttu lakkverki frá Japan og Kína til Portúgals og Niðurlanda, hefur aðstoðað mig við rannsóknir mínar á lakkverkinu sem rak á fjörur Íslands. Hann lagði upphaflega til að vegna skreytisins, hins logandi hjarta með örvum, að spjöldin væru gerð á Macau, þar sem hann taldi að hjartað væri hjarta Ágústínusar eða brennandi hjarta Krists eða Maríu meyjar, cor ardens, þ.e.a.s. kaþólskt tákn.

Við nánari athugun hefur þetta þó ekki reynst rétt tilgáta hjá Jörg. Logandi hjarta með örvum sem skotið hefur verið að ofan er miklu frekar algengt tákn hjónabands í Hollandi sem og á Ítalíu og í Portúgal á 17. öld. Fjöldi dæma um þetta tákn, eitt og sér ellegar í tengslum við annað tákn, vinarhandabandið eða hjónahandabandið, hefur fundist á mismunandi gripum í Hollandi sem eru frá sama tíma og óheillafleyið Het Wapen van Amsterdam.

Ef lakkverkið, sem varðveist hefur á Íslandi, hefur verið framleitt í Japan, er ekki víst að Japanir, sem voru mjög andsnúnir harðhentu kaþólsku trúboði og þreyttir á öfgafullri framkomu Portúgala á 16. og í byrjun 17. aldar hafi tengt þetta tákn trú.

Mun líklegra verður að teljast, að einhver sem vel var í álnum í Hollandi hefur pantað gripi frá Batavíu (Jakarta á Jövu) með þessu tákni á, til að færa hjónakornum í Hollandi að gjöf.

Hollenski fornleifafræðingurinn og leirkerjasérfræðingurinn Sebastiaan Ostkamp, sem er hafsjór að fróðleik um miðalda- og endurreisnarfræði, og að mínu mati einn fremsti sérfræðingur á því sviði, hefur sýnt fram á það í mjög áhugaverðri grein um táknmál hjónabands í hollenskri list, grein sem er afar áhugaverð fyrir evrópska listasögu og skilning á myndmáli hjónabandsins á 17. og 18. öld.

1-P1260860 b223574_449246045149325_1632337050_n

Handaband og brennandi hjarta. Tvö brot af diskum. Til vinstri er brot af ítölskum fajansadiski sem er jarðfundinn í Graft í Norður-Hollandi. Til hægri brot úr hollenskum fajansadisk sem er í eigu einkasafnara. Myndirnar er teknar af Sebastiaan Ostkamp hjá Terra Incognita í Amsterdam, sem vinsamlegast hefur sent mér þær.

Pyngja Rijksmuseum

Pyngja útsaumuð með gull og silfurþræði. Upphafsbókstafirnir M og S eru sitt hvoru megin við hjartað, en á hinni hliðinni eru bókstafirnir D og A og standa þeir fyrir Dirck Alewijn (1571-1637) sem giftist Mariu Schurman (1575-1621). Pyngjan er talin vera frá því um 1617-1620, en líklega eldri þar sem þau MS og DA gengu í hjónaband árið 1599. Þau voru ekki kaþólikkar. Rijksmuseum, Amsterdam (BK-NM-8327).

 

Fries Museum 1699 b

Það er ekki Maríumynd sem sést á þessu meni, né aftan á samkvæmt lýsingu safnsins sem varðveitir það. Hjartað (safnnúmer Z08959) er túlkað sem trúlofunargjöf frá 1600-1699 og er að finna í Fries Museum í Leuwaarden á Fríslandi (sjá frekar hér).

Annað tákn sem sést á gjöfum sem gefnar voru við brúðkaup í Hollandi, voru gripir með einmitt myndir af blómavösum; t.d. myndir af blómavösum á leirtaui, fajansa og postulíni. Svo allt ber að sama brunni.

Hið logandi hjarta, stundum ásamt handabandi hjóna eru tákn sem sett voru á alls kyns gjafir handa nývígðum hjónum. Lakkgripirnir sem rak á fjörur Íslands voru því vafalaust hlutar úr kistum, skápum eða álíka húsgögnum sem einhver Hollendingur sem var vel í álnum hafði pantað til til að gefa sem gjöf við brúhlaup.

imageproxy.aspx

Portúgalskur diskur frá því um 1660-1700, fundinn í jörðu í Hollandi árið 1982. Hann var gerður í Lissabon og fundinn við rannsóknir við göturnar Visserdijk-Van Bleiswijkstraat í Enkhuizen þar sem rannsóknir fóru fram 1994 og 2010. Huis van Hilde (8727-04). Hér fyrir neðan er ítalskur majolicadiskur fra lokum 16. aldar eða byrjun 20. aldar.

Majolica italian

VII.  Blómin í vasanum

"Segðu það með blómum", einkunnarorð Interflora-keðjunnar, þekkja allir rómantíkerar sem komnir eru á aldur. Japanir eru mikið fyrir blóm, og frá örófi alda hafa ákveðin blóm verið notuð sem tákn fyrir góða eiginleika og fagrar kenndir. Það er ekki laust við að flest blómanna í vösunum á lakkverkinu sem rak í land á Íslandi árið 1667 hafi verið valin til segja það sama og hjartað og örvarnar á vasanum: Þ.e. Til hamingju með brúðkaupið. Uppstilling blómanna er eins konar Ikebana blómaskreyting, sem er mikil list í Japan.

Ritstjóri Fornleifs er sannast sagna hvorki mikill grasafræðingur né blómaræktunarmaður. En karlinn telur sig þó með hjálp sér vísari fólks þekkja blómin á lakkspjöldunum. Flest blómin tákna ýmislegt sem tengist hjónabandi og árnaðaróskum við þann áfanga í lífi margra.

Blómin í vasanumÍris, Iris Sanguinea (Japönsk Iris)

Jap. Ayame.

Blómið táknar göfgi eða ættgöfgi, glæsileika sem og von og visku. Rauðleit eða írrauð íris var upphaflega aðeins til í Ameríkunum. Blómin á spjöldunum eiga að öllum líkindum að tákna purpurarauðar Írisar. Purpurarauður litur táknaði Meðal Japana visku og von en  tengist einnig göfgi eða ættgöfgi og glæsileika, von og visku.

Freyjulykill, Primula Sieboldii (Enska:Primrose).

Jap. Sakurasou

Sakurasou táknar ástarþrá eða langlífa ást.

Kirskuberjablóm, Prunus serrulata (Japanskt kirsuberjatré).

Jap. Sakura

Sakura táknar hjartafegurð.

BóndarósPaeonia (ættin Paeoniaceae)

Jap. Botan

Á lakkspjöldunum þremur má sjá bóndarósir sem eru við það að springa út.

Bændarósin táknar m.a. velmegun, auð og góða auðnu. 

Bóndarósin var flutt frá Kína til Japan á 8. öld og ræktuð þar í klaustur- og hallargörðum fram til 1603 þegar farið er að rækta blómið víðar. Síðar á 19. og 20. öld voru peóníutré/-runnar fluttir út frá Yokohama í Japan til Evrópu og Ameríku.

Hugsanlega má einnig sjá eina staka fræblöðku af hlyn sem hefur verið stungið í blómaskreytingarnar í vösunum.

Japanskur hlynur, (Acer Palmatum).

Jap. Momiji.

Momiji táknar hendur barna og er þar átt við blöðin á hlyninum. Er tákn frjósemi og barnaauðs. Hlynurinn táknar einnig tímann í japanskri list.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2017

Þakkir.

Höfundur þakkar sérlega Kristjáni Sveinssyni og Einari Jónssyni fyrir fylgdina á Gullskipsslóðir í janúar 2016. Þakkir færi ég einnig Christiaan Jörg, Sebastiaan Ostkamp, Mariu Joao Petisca og Jan van Campen fyrir veittar upplýsingar við ritun greinarinnar.

Greinin er tileinkuð föður mínum, sem ættaður var úr Amsturdammi og var sömuleiðis mikill áhugamaður um Austurlandaverslun og blómarækt. Hann hefði orðið 91 árs í gær hefði hann ekki fallið frá um aldur fram.

Nokkrar heimildir.

Duijn, Dieuwertje M., 2010: Het vondstmateriaal van de opgraving op het terrein van de Banketfabriek in Enkhuizen. Materiaalpracticum master archeologie en prehistorie, Universiteit Amsterdam

Impley, Oliver & C.J.A. Jörg 2005: Japanese Export Lacquer 1580-1850. Hotei Publishing. The Netherlands.

Jörg, C.J.A. 1983: Oosters porselein Delfts aardewerk. Wiselwerkingen. Uitgeverij Kemper Groningen.

Ostkamp, Sebastiaan 2004: Tortelduiven en vlammende harten; Huwelikssymbolen op zilver en aarewerk uit Alkmaar tussen 1575 en 1675. Vormen uit vuur 186/187, 2004/1-2 ;[Sérnúmer: De verbogen stad. 700 jaar Alkmaar onder de grond], 112-168.

Tómasson, Þórður 2011. Svipast um á söguslóðum. Skrudda 2011.

Stephan G. Stephansson á Íslandi 1917

$
0
0

stephan_og_or_ur

Þann 16. júni sl. minntist RÚV þess að eitt hundrað ár voru liðin frá því að Stephan G. Stephansson, Fjallaskáldið, heimsótti Ísland í eina skiptið eftir að hann yfirgaf landið með foreldrum sínum og systkinum. Hann hélt t.d. ræðu í Reykjavík þann 17. júní, daginn eftir að hann kom til Reykjavíkur.

Það kom fram í fréttum Útvarps, byggt að merkum fræðilegum rannsóknum, að honum hafi verið boðið til landsins af Ungmennasambandi Íslands, Guðmundi Finnbogasyni og Ágústi H. Bjarnarsyni. Það er víst ekki allur sannleikurinn. Boðið hefur líklega aðeins náð til ferðakostnaðar og ferða Stephans um Ísland. Stephan G. var á Íslandi fram í október 2017. Í Reykjavík bjó skáldið hins vegar á venjulegu alþýðuheimili, heimili langafa míns Þórðar Sigurðssonar sjómanns. Hann bjó þá á Nönnugötu 1 b í Reykjavík (síðar á Bergstaðarstræti 50 a).

Þórður og Stephan voru systrasynir, og engu líkara var en að þeir væru bræður. Þórður var fæddur 1863, en Stephan 1853. Svo svipaðir voru þeir frændur í útliti að með ólíkindum þótti. Þórður var þó ekkert skáld og afar fámæltur maður og hlédrægur. Ég hef skrifað um Þórð langafa minn hér áður (sjá hér) fyrir það sem hann var vel að sér í, þótt mælskan væri kannski ekki hans sérgrein.

Ef einhver þekkir til ljósmyndar af móður Þórðar, Sigríði Hannesdóttur, sem fæddist á Reykjarhóli hjá Víðimýri árið 1824, þætti mér vænt um að fá af myndinni skán.


Að sækja vatnið yfir lækinn - íslenska aðferðin

$
0
0

bjarni i stod _ forsida eda bls 10

Á seinni árum hefur óþarflega fjölmenn "stétt" fornleifafræðinga á Íslandi, meira eða  heldur minna menntaðra, skemmt fólki með uppistandi í sjónvarpsfréttum og dagblöðum í stað fræðastarfs. Margfrægar eru "eskimóakonurnar" og "fílamaðurinn" á Skriðuklaustri . Slíkt stundargaman hefur þó nægt til prófessorstitla í Háskóla Íslands og jafnvel fálkaorðu. Það eru ekki bara alls kyns firrur eð afsláttur í Costco sem hrjáir eða lokkar Íslendinga. Margt annað mætti nefna, en þá kæmi Fornleifur sér ekki að efninu.

Bjarni á Stöðinni

Nú hefur dr. Bjarni F. Einarsson í nokkur sumur grafið í rústir í Stöðvarfirði og telur sig með mjög lítil gögn í höndunum vera að grafa upp svokallaða "útstöð" frá því fyrir landnám (þetta hefðbundna).

Útstöð mun samkvæmt fróðustu mönnum vera tímabundin eða árshlutabundin búseta norrænna manna fyrir hið "opinbera" landnám ca. 874 - eða frá því fyrir landnámsgjóskulagið. Í þessum útstöðvum bjuggu menn sem sóttust í margrómuð gæði dulafullrar eyju í vestri, sem þeir nýttu og fluttu aftur til Noregs. Samkvæmt Bjarna F. Einarssyni var þetta hluti af hagfræði 8. og 9. aldar: Annað hvort lögðust menn í Víking - áttu í útistöðum við siðmenntað fólk og herjuðu, rændu eða rupluðu -  ellegar fóru þeir eil eyjunnar sem síðar fékk nafnið Ísland, voru þar í útstöðvum, sem voru eins konar Costco þess tíma, ef skilja má Bjarna rétt. Nóg var víst til af öllu og það var ódýrt. Eins og menn vita hafa Norðmenn ávallt verið það sem mannfræðin hefur kallað Big Shoppers. Gluttónía Íslendinga í dag er ugglaust ættuð úr Noregi og bundin í litninga Nútímaíslendinga sem flykkjast eins og þrælar Ingólfs í Costco.

Nú er það einu sinni svo að nægur var fiskurinn og auðlindirnar í Noregi , og einnig fyrir okkar hefðbundna landnám. Enginn þekktur né skipulagður útflutningur á fiski frá Noregi var þá hafinn. Hann kom með kristninni á miðöldum. Það er einfaldlega rugl að ætla að menn úr Noregi hafi siglt til Íslands á áttundu öld eða fyrri hluta þeirrar níundu til að verka fisk og aðrar nytjar til að flytja þær til Noregs. Þetta ber vott um nýþjóðernishyggju. Heldur Bjarni að víkingaskipin hafi verið frystiskip? Bjarni virðist vera með mjög þykk og dökk nútímamenningarsólgeraugu í Austfjarðarþokunni og jafnvel að ilja sér við ESB-óra þegar hann talar um "útstöð frá Evrópu."

Geislakolsaldursgreiningarniður frá Stöðvarfirði hafa ekki verið birtar á réttan hátt og mig grunar að Bjarni oftúlki  þær (ef þær eru á annað borð fleiri en ein) sem er vitaskuld fræðilega ekki nógu gott til að slá fram tilgátu eins og Bjarni hefur sett fram um útstöð sína (Sjá frétt á visir.is hér og athugasemdir mína við fréttina).

Áður en ég lendi í útistöðum við menn vegna þessarar gagnrýni minnar, sem ég á ugglaust í vændum áður en að Guðni Th. nælir fálka beint í brjóskassan á Bjarna, er vert að minna á, að enginn þeirra forngripa sem Bjarni hefur sýnt almenningi í fjölda upptroðsla í fréttum um útstöðina í Stöðvarfirði, sýnir landnám fyrir hið hefðbundna, good old circa 874 landnám.

Indverska perlan úr kreólíti ? ?

00D026349363535A31CCD4A23DEBF80BC287807365C08601D8A9F1BAAC9D1715_713x0

Bjarni hefur sýnt landsmönnum nokkra fallegar perlur, sem fundist hafa í rústunum í Stöðvarfirði. Allar eru þær líkar algengum tegundum af perlum sem oft finnast í rústum húsa frá söguöld/víkingatíma á Íslandi eða yngri rústum.

Að sögn Bjarna er ein perlan hugsanlega komin alla leið til Stöðvarfjarðar frá Indlandi. Við því getur maður vitaskuld aðeins sagt Goodness, gracious me! eða kallað perluna Indversku prinsessuna. icon

Þetta er ekki Bjarni F. Einarsson og uppgraftarlið hans. Myndin er úr indverskum uppgreftri þegar nýverið fannst þar íslenskt grágrýti. 

Bjarni sagði alþjóð frá því í fyrra að perlan væri úr steini sem kallaður er kreólít. Þetta steinaheiti hef ég aldrei heyrt um og þrátt fyrir mikla leit hefur mér ekki tekist að finna þessa steintegund. Ég leitaði að creolite og kreolite. Á 20. öld voru framleidd mjög endingaóð trégólf í Bandaríkjunum sem sett voru saman úr þykkum viðarkubbum. Þau voru kölluð Kreolite gólf og eru víst endingabesta "parket" heimsins.  Einnig þykist ég vera viss um að Bjarni sé ekki að meina þetta creolite.  Kannski er þetta bara credolite, steinategund fyrir auðtrúa Íslendinga, enda segir engin neitt við þessu rugli fyrr en Fornleifur gerir það nú.

Bjarni gæti vitaskuld verið að rugla saman við cryolite, en perlan sem dr. Bjarni segir vera frá Indlandi er ekki úr krýólíti, sem finnst meðal annars á Grænlandi. Datt mér þá í hug að Bjarni væri að meina karneól, sem komið hefur frá Íran og Indlandi, en það er rautt/appelsínugult. Því væri mikill akkur í því fyrir fræðin ef Bjarni F. Einarsson segði okkur nú frá því hvað kreólít er. Kannski er þetta Cryptonite, þetta græna sem dregur allan mátt úr Súpermann? Please Bjarni, fræddu okkur frekar.

stod bls 10 munir bjarni

Nokkrar perlur hafa fundist í "útstöðinni frá Evrópu", sem Bjarni hefur einnig kallað staðinn, en engin perlnanna gefur hina minnstu ástæðu til að tímasetja rústirnar til 8. aldar eða byrjunar þeirra 9.

Dirham al Isalandyah14462934_606614369524650_5823437366848080192_nÉg sá svo hér um daginn á RÚV, að Bjarni hafði sömuleiðis fundið brot af arabískum dihram, sem mér sýnist í fljótu bragði á broti af þeim texta (stafagerðinni) sem á myntbrotinu er, að sé frá 10. öld.

Walla Billah, Dubbhabibi. Peningurinn sá tapaðist að minnsta kosti ekki í útstöðvarævintýrinu, fyrir landnám í útstöð frá Evrópu! Á FB Fornleifastofunnar hef ég síðan fundið þessa aldursgreiningu: „Miðað við það sem hægt er að lesa á honum þá var hann sleginn fyrir annað hvort Ismail ibn Ahmad, 279- 295 / 892- 907 eða Nasr ibn Ahmad, 301-331 / 914-943. Hann var sleginn af myntsláttunni ( al-Shash ).“

Þegar menn eru farnir að ræða brotasilfur erlent, geri ég mér vissuleg grein fyrir því að öll "brögð" gilda þegar íslenskir fornleifafræðingar þurfa að ná sér í digra sjóðu til að geta grafið upp það ELSTA, það FYRSTA og það EVRÓPSKASTA. Bjarni vill ekki vera að þarna fyrir austan á smánarstyrkjum í allt að 15 ár, enda væri hann ef svo langur tími liði væntanlega kominn á níræðisaldurinn og orðinn of skjálfhentur til að stýra d(r)ónanum sínum eins glæsilega og hann gerir nú (sjá ljósmyndina efst). En er ekki hægt að sleppa allri vitleysunni, þótt fjár sé vant?

Fyrir utan þessa gagnrýni mína, endurtek ég það sem ég hef oft sagt. Bjarni er góður fornleifafræðingur, sem grefur fallega og vel og því er leitt að sjá hann falla í sömu sölumennskugryfju fáfræði og mörg starfssystkina hans hafa dottið í með innihaldslausum yfirlýsingum og kerlingabókum.

Dr. Villi, Reykjavík 2017.

Dellufornleifafræði í tímaritinu Sögu

$
0
0

konan_a_klukkunni (2)

Fyrir tæplega tveimur árum var hér á Fornleifi gagnrýnd afar viðvaningsleg túlkun á merkum grip fornum, sem enn er notaður í Helgafellskirkju. Það er kirkjuklukka frá 16. öld (á klukkunni er steypt árið 1547), en gagnrýni mín var sett fram í tengslum við klausturverkefni undir stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur prófessors við HÍ. Sjá meira í grein minni frá 2015 sem ber heitið Klausturrannsóknin undir smásjá Fornleifs.

Ég sendi í ágúst 2015 Steinunni grein mína og álit á hlekk í tölvupósti, en setti einnig hlekkinn á smettiskruddu klausturverkefnisins sem kallast afar furðulegu nafni á ensku Monasticism in Iceland.

Ég fékk því miður engin viðbrögð frá Steinunni, hvorki svör á blogginu ellegar á Facebook. Greinilega trúir Steinunn ruglinu í sjálfri sér líkt og svo oft áður, því hún endurtók villurnar í greinarstúfi sem nýverið gaf út ásamt Völu Gunnarsdóttur í tímaritinu Sögu (LV:2017). Þar er hvergi minnst á gangrýni mína á túlkun hennar (sem reyndar var upphaflega kölluð uppgötvun nemanda hennar Völu Gunnarsdóttur) á klukkunni í Helgafellskirkju, sem höfundarnir skilgreina sem bjöllu.

Kirkjuklukkan nú sögð spænsk og sýna heilaga Barböru

Steinunn heldur að lítil mynd sem á klukkunni er, sem hún hefur ákveðið að sé spænsk og það án nokkurra haldbærra raka, sýni tengsl við Katrínu af Aragóníu en að dýrlingurinn á myndinni sé heilög Barbara.

... en fyrst var það Katrín (Catalina) af Aragon

Steinunn Kristjánsdóttir hélt hins vegar eftirfarandi fram árið 2015 á FB klaustursverkefnisins, sem einnig var til vonar og vara sett á FB Þjóðminjasafnsins: 

Aftur á móti virðist sem að konan á myndinni eigi að vera Catherine af Aragon sem var drottning á Englandi árin 1509-1533. Hún var gift Henry VIII, en blómið á myndinni er merki Tudor ættarinnar - Tudor rósin. Það sem líkist ávexti er granateplið frá Granada og er það skjaldarmerki ættar Catherine. Catherine var mjög vinsæl drottning meðal almennings á Englandi og var heittrúaður kaþólikki. Hún sýndi trú sína vel þegar hún neitaði að skilja við Henry VIII þegar hann hafði hug á að giftast Anne Boyelin. Að lokum afneitaði Henry völdum páfans á Englandi og fékk hjónabandinu við Catherine lýst sem ógildu.

Katrín af Aragóníu hefur aldrei hlotið helgi. Konan á myndinni á bjöllunni gat því á engan hátt verið Katrín þó Steinunn héldi því fyrst fram. Það var ekki fyrr en 2011 að leikari og uppistandari í Georgíu í Bandaríkjunum hafði samband við erkibiskup bandarískan og stakk upp á því að Katrín af Aragóníu yrði tekin í dýrlinga tölu. Maðurinn, sem var atvinnulaus leikari, var greinilega að vekja athygli á sjálfum sér frekar en Katrínu (sjá hér). Katrín af Aragóníu hefur aldrei borið geislabaug á neinum myndum af henni. Það hefðu Steinunn og Vala geta gengið úr skugga um án þess að vera hið minnsta menntaðar í miðaldafornleifafræði.

Í greininni í Sögu LV -1 2017 hefur sagan hins vegar umbreyst og þróast örlítið í meðförum óvenjufrjós ímyndunarafls Steinunnar, því nú heldur Steinunn því fram að dýrlingurinn á myndinni sé engin önnur en heilög Barbara. En Steinunn gleymir því, þó hún hafi sjálf fundið hollenska Barbörumynd úr pípuleir í brotum á Skriðuklaustri, að heilög Barbara var iðulega sýnd með pálmagrein í hægri hendi. Það fer nú lítið fyrir henni á myndinni á bjöllunni frá Helgafelli. Hvað varð af pálmagreininni Steinunn?

Granateplið í tengslum við Katrínu af Aragon.

Juan_de_Flandes_002

Höfundar greinarinnar um kirkjuklukkuna í Helgafellskirkju, Steinunn og Vala, héldu því upphaflega fram að granateplið sem sést á kirkjuklukkunni að Helgafelli sé hluti af ættarskildi ættar Katrínar. Enn er vaðið í villu. Þær gleyma einnig að nefna að Katrín var fyrst lofuð og gefin Artúri, bróður Hinriks VIII. Foreldrar Katrínar voru Ferdinand II af Aragoníu (Aragónía liggur á norðaustur-Spáni víðs fjarri Granada) og Ísabella (Elísabet 1) af Castillíu.

Eftir að herir þeirra hjóna höfðu endanlega ráðið niðurlögum á veldi Nasrid konunganna múslímsku (Imarat Gharnatah í Al-Andaluz sem stofnað var 1230 e.Kr.), tóku hjónin sér af og til búsetu í höllinni Alhambra.

Nafn borgarinnar og héraðsins umhverfis var ekki Granada á tímum Nasrid ættarinnar - heldur Gárnata (Karnatha) sem þýðir hæð útlendinganna á arabísku og vísar til þess að gyðingar, sem fyrir múslímunum voru ávallt útlendingar og óæðri músílmönum, bjuggu í miklum mæli á þeirri hæð sem borgríkið fær nafn sitt af. Borgin var reyndar einnig nefnd Gárnata al-Yahud á arabísku. Gyðingar í Granada, sem síðar flýðu í miklum mæli undan Ferdínandi og Ísabellu, m.a. til Portúgals og síðar til Hollands, voru rétt mátulega þolaðir af múslímum, því þekking þeirra, lærdómur og hagleikur kom sér vel fyrir hina múslímsku herfursta, sem keyptu sér það sem hugurinn girntist.

Granada var því aðeins hljóðmyndun af nafninu Gárnada. Ferdínand hinn kaþólski og Isabella spúsa hans, foreldrar Katrínu litlu og ófríðu, voru í furðu æðiskenndu gyðingahatri sínu eftir að múslímar höfðu verið hraktir á brott úr Gárnata. Þau hjónin gerði allt til að koma þeim í burtu og m.a. þess vegna varð Gárnata al-Yahud að Granada, fyrst og fremst með vísun til Maríu Meyjar og ávaxtar hennar Jesús, og táknaði granteplið la granada á trénu el granado, á myndmáli miðalda og endurreisnartímabilsins að María sé þunguð. Granateplið var einnig tákn eða allegoría fyrir kirkjuna sem safnar sama þeim sem trúa (með vísun til berjanna/fræjanna í fræbelgnum), og á síðmiðöldum er granateplið stundum sýnt í hendi Jesúbarnsins og táknar hið nýja líf sem fórnað er fyrir mannkynið. Hins vegar var granateplið aðeins lítil hluti af skjaldamerki ættar Katrínar árið 1492.

aragonhorenbout1

Katrín hljóp í spik sem hústrú Hinriks og fæddi honum engan karlkyns erfingja

Þess ber að geta að þegar Hinrik VIII var að reyna að losa sig við Katrínu, því hún gat ekki fætt honum annað en lífvana drengi og stúlkur en aðeins eina lifandi stúlku (Maríu). Karlstaulinn var einnig farinn að daðra við aðrar konur. Hann taldi að hjónabandið með Katrínu væri undir álögum og að bróðir hans Artúr hefði í raun átt samfarir við Katarínu og að hún hafi alls ekki verið hrein mey þegar Hinrik tók við henni og kvæntist.

Hinrik VIII leitaði m.a. ráða hjá sefardískum (spænskum) rabbínum búsettum í Modena á Ítalíu til að losast undan hjúskaparheitunum. Hann taldi gyðinga geta lagt til frumkristin rök fyrir því að hann fengi veittan skilnað. Í guðfræði Sefaradim-gyðinga var fjölkvæni leyft og skilnaður gerður auðveldari en hjá þýskum gyðingum. En hann gat ekki kallað til England gyðinga því þeir höfðu verið bannaðir á þar síðan 1290. Þess vegna lét hann kalla til Englands guðfræðing einn, kristnaðan gyðing Marco Raphael að nafni, til að færa sér þægileg rök úr lögmálið gyðinga. Hinrik útvegaði sér m.a. Talmúd til til að leita raka og vísdóms til að losa sig við Katrínu. Hann vissi greinilega hvað fór í taugarnar á Katrínu af Aragon og foreldrum hennar (sjá t.d. hér), sem voru meðal svæsnustu gyðingahatara, kaþólskra sem sögur fara af.

Ekki fór mikið fyrir granateplinu í skjaldamerki konungsættar spænsku. Faðir Ferdínands II var farin að kalla Granada hluta af ríkinu árið 1475. En sigur þar var víst mest í munninum á kóngsa. Granateplið var þó ekki tekið upp sem merki Granada-ríkisins fyrr en eftir fullnaðarsigur sonarins yfir Nasrid konungunum. Þá var ávexti Maríu Meyjar, komið fyrir í skjaldamerki konungsættarinnar í mýflugumynd og reyndar fyrst á gullmynt, svo kölluðum exelentum /exelente de Granada), sem hafin var slátta á árið 1497. Hins vegar er það alrangt að granateplið hafi verið skjaldamerki ættar Katrínar líkt og Steinunn hélt upphaflega fram árið 2015.

2028605l

Granatepli á tveimur greinum var merki Granada eftir 1492 og sést fyrst neðst á hinum konunglega skildi á myntum frá 1497. Á Skjaldamerki Katrínar á Englandi, meðan að hún var drottning, fór sömuleiðis lítið fyrir granateplinu, sem upphaflega var kaþólskt tákn fyrir Jesús, barn Maríu meyjar.

2000px-Coat_of_Arms_of_Catherine_of_Aragon.svg

 

Myndin á Helgafellsklukkunni sýnir í raun Maríu mey

Ég taldi til margt í grein minni árið 2015 sem útilokar það algjörlega að konan á bjöllumyndinni sé Katrín af Aragon líkt og Steinunn hélt upphaflega fram. Það helsta er að konan á myndinni sem ég tel vera Maríu mey er með geislabaug. Hún er því helg kona. Rök mín fyrir því geta menn lesið í grein minni frá 2015, sem Steinunn afneitar. Ég tel einni ólíklegt að bjallan sýni heilaga Barböru.

En nú er Katrín, sem yfirmaður klaustursverkefnisins hélt upphaflega fram að væri á myndinni á klukkunni, orðin að Barböru í heimatilbúinni dýrlínatölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Eitt af táknun (attribútum) Barböru er vissulega turn. Ef það er turn sem sést hægra megin við dýrlinginn en ekki gosbrunnurinn sem oft er sýndur á helgimyndum af hinum umlukta garði hortus conclusus, þá gleymir Steinunn því sem ég ritaði henni til hjálpar fyrir tveimur árum síðan: Táknrænn turn Davíðs konungs í Jerúsalem (Hebr. Mevo Dovid Melech) stendur einnig i hortus condlusuus í miðaldamyndum af þessum forláta garði. Það er ekki bara Barbara sem sýnd er með turn. Stundum er turninn í garði Maríu sýndur sem gosbrunnur.

Áletrunin á bjöllunni H C sem Steinunn les sem H G stendur fyrir Hortus Conclusus (sjá grein mína frá 2015). En Steinunn telur það vera upphafsstafi klukkusteypumannsins - sem þá hefur kannski verið einhver Hector Gonzalez, því Steinunn hefur nú gert bjölluna spænska án nokkurra raka nema þeirra að ónafngreindur aðili á Englandi hafi haldið það.

Að bjallan sé spænsk eins og Steinunn lætur sér detta í hug í grein sinni í Sögu er út í hött. Íslendingar voru á engan hátt í verslunarsamböndum við Spánverja á 16. öld. Hlutir frá Spáni berast fyrst óbeint til Íslands á 17. öld. Ensk gæti bjallan verið, en engar hliðstæður eru til á Bretlandseyjum. Líklegast er að bjallan sé úr Niðurlöndum eða frá Þýskalandi, en ekki er hægt að útiloka Bretlandseyjar. Í byrjun 16 aldar og um miðja öldinar voru majúsklar (stórir bókstafir á öllum bókstöfum orða í áletrunum epigrafíu) aftur komnir í tísku. Bjallan var einmitt steypt árið 1547. Lag bjöllunnar minnir nokkuð á bjöllur frá því fyrir og um 1200. Slíkt lag kom aftur í tísku um tíma í Þýskalandi. Í Þýskalandi hafði Lúther einnig gert bænina sem hefst á orðunum DA PACEM DOMINE IN DIEBVS NOSTRIS (sem er að finna á bjöllunni á Helgafelli) að sínum orðum og samdi m.a. sálm sem hann kallaði Verleih uns Frieden gnädiglich, sem byggir á þessari gömlu kaþólsku morgunbæn.

Tveir möguleikar eru hugsanlega fyrir því að prófessor við HÍ virði að vettugi athugasemdir frá kollega sem er sérmenntaður í kirkjufornleifafræði og miðaldafræðum, sem Steinunn er alls ekki.

Þeir eru að:

1) Steinunn hafi afhent Sögu greinarstúf sinn áður en að ég gagnrýndi skoðun hennar og sendi henni.

2) Hún virðir ekki þekkingu annarra og er enn á þeirri skoðun að hún hafi rétt fyrir sér um túlkun sína á kirkjuklukkunni á Helgafelli.

Það skiptir einu hvaða skýringu maður velur. Ritstjórn Sögu er til háborinnar skammar. Ritstjórarnir ættu að hafa fræðilegt bolmagn til að sjá að greinin inniheldur fjölmargar villur, vangaveltur og staðhæfingar í stað fræðilegra raka, og hefur greinin því takmarkað fræðilegt gildi. Ritstjórar eiga vitaskuld að kynna sér hvort aðrir hafi ritað um sama efni.

Tímaritið Saga virðist í einhverri fræðilegri lægð og getuleysinu er greinilega fagnað með því að setja greinarstúf með alvarlegum rangfærslum fremst í tímaritið og nota myndefnið fyrir greinina sem kápumynd. Myndin á kápunni er álíka óskýr og tilgátur Steinunnar. Ljósmyndirnar með greininni eru einnig í hræðilega bágum gæðum. Spyrja mætti, hvort að í tísku sé á Íslandi að hylla fáfræði og vitleysu, þar sem ógrunduð persónuleg skoðun háskólaprófessors með skáld í maganum sé meira virði en fræðileg rök undirbyggð með dæmum?

Höfundar greinarinnar í sögu í blogg á vefsíðu The Museum of London, þar sem Vala Gunnarsdóttir hefur sett inn fyrirspurn. Engin svör hafa borist Völu nema frá mér á þeirri síðu (Sjá hér)

Greinilegt er að mýtufornleifafræði á upp á pallborðið á Íslandi (sjá t.d. grein mína hér á undan um túlkun fornleifa í Stöðvarfirði). Það er líkast til tímanna tákn á Íslandi. Móðir fílamannsins og fóstra eskimóakvennanna og annars rugls (sjá t.d. hér, hér, hér um alla tíð, hér, hér, hér og hér) hefur einnig hlotnast fálki með slaufu. Það er víst víðar verðbólga en í spilltum fjármálum Íslands eða ferðamannaplokkinu.

Leitið, og þér munuð finna...

Ef Steinunn Kristjánsdóttir hefði í raun og veru sökkt sér niður í fræðin í stað þess að vera á eintómu fjölmiðlatrippi með þvælukenndar tilgátur, hefði henni, fyrir ritun hneisulegrar greinar sinnar í Sögu, verið kunnugt um prýðisgóða fræðigrein eftir Hope Johnston:

CATHERINE OF ARAGON'S POMEGRANATE, REVISITED. Transactions of the Cambridge Bibliographical Society, Vol. 13, No. 2 (2005), pp. 153-173 (sjá  http://www.jstor.org/stable/41154945).

Þá hefði prófessorinn getgjarni vitað að rós og granatepli voru myndmál margs annars á 16. öld en hjónabands Arthúrs og Katrínar - eða síðar Hinriks og sömu Katrínar. Þessa grein ættu ritstjórar líka að hafa fundið og með henni getað bent Steinunni á villur hennar. Það fer greinilega lítið fyrir fræðilegri getu á Sögu. Kannski kannast ritstjórarnir ekki við Google?

2017-07-07 (1)

Við látum hér í lokin meistara Bob biðja fyrir okkur og hringja klukkum sínum fyrir fremsta grillufangara íslenskrar fornleifafræði. Henni er vitaskuld leyfilegt að svara fyrir sig. En hingað til hefur ekki verið neinn vilji hjá Steinunni að gera það nema þá á bak við tjöldin. Þögnin og yfirklór hefur hentað henni betur þegar yfirlýsingarnar í fjölmiðlunum reyndust vera dómadags rugl. En nú hefur hún hins vegar fengið tímabundið sérleyfi á ruglið í sér með grein í hinu virta tímariti Sögu. Það er allt annað og mun alvarlegra mál en að vera með delludreif í gúrkutíðinni á fjölmiðlum.

Bobbi á bjöllunni í Japan árið 1997. Þetta er einfaldlega ekki hægt að gagnrýna.

 

Sjá fyrri grein um efnið hér

Dysnes, Dalvík og Dys

$
0
0

DMR-160516 2

Mjög ánægjulegt var í sl. mánuði að fylgjast í fréttum með rannsókn á kumlateignum við Dysnes í Eyjafirði. Það er enn án nokkurs vafa fundur sumarsins og skákar hann útstöðinni sem byggð hefur verið fyrir landnám í höfði dr. Bjarna F. Einarssonar.  Á Dysnesi voru rannsökuð bátskuml, því þar vilja hugaróramenn sem dreymir vota drauma um heimshitnun reisa alþjóðlega höfn þar sem Eyfirðingar geta gerst auðmjúkir þjónar þeirra sem sigla um ísfrí norðurhöf framtíðarinnar.

DMR-164262 2

Þótt fréttir væru fullar af kjaftæði, t.d þess hljóðandi að Dysnes væri eins og allir aðrir minjastaðir við ströndina, að fara á kaf eða brotna í sjó fram af öldugangi, er ljóst að þessi staður var alls ekki í neinni hættu af náttúrunnar völdum.

Eina hættan sem steðjaði að honum, áður en fornleifafræðingar fundu kumlateiginn, var græðgi manna sem sjá gull og græna skóga í hafnarstæði sem mun endanlega gera út af við allt líf í Eyjafirði.

Fréttinni af kumlunum sem voru í hættu var svarað fjálglega af pólitískum amlóða úr vinstrigrænum sem hrópaði í fjölmiðlum að fornleifafræðinga (les: sjálfseignar- og einkafyrirtækið Fornleifastofnun Íslands) vantaði 300.000.000 króna til að skrá allar strandminjar á Íslandi. Menn komast greinilega í einhverja vímu á sumrin. Ungstalínistinn úr VG, sem hefur látið sig heillast af fornleifabissness, vill láta ríkið gefa prívatfyrirtæki úti í bæ skitnar 300.000.000 til að hægt verði að reisa fullt af höfnum við heimskautabaug án þess að rekast á fornleifar. Já, þegar RÚV flytur aðeins fréttir af Pútín, Trump og örfáum gargandi vitlausum múslímum í gúrkutíðinni, kæta fornleifafræðingar fréttastofurblækur með hverri sensasjóninni á fætur annarri.

Kumblin á Dysnesi eru reyndar hinar áhugaverðustu fornleifar og verður spennandi að bíða þess hvað fæst úr frekari rannsókn á bátskumlunum, sem í æsingi leiksins urðu að skipakumblum hjá blaðamannasauðunum syðra. Kumlin minna mjög á kuml frá 9. og 10. öld í Norður Noregi, og á skosku eyjunum sem og í Sebbersund við Limafjörð í Danmörku.

DB83vLMXgAEZVVp

Ég skoðaði fallegar uppgraftarmyndir frá rannsókninni á Twitter-síðu Hildar Gestsdóttur sem ber sama nafn og varða ein forn sem vísaði mönnum leið yfir hálendið fyrir langalöngu. Beinakerling heitir síða nútímafornleifafræðingsins Hildar, og vísar víst til kunnáttu hennar í sjúkleika beina, en forðum bar varðan Beinakerling annað nafn sem var anus (í kvenkyns beygingu). Mig klæjaði í fingurna þegar ég sá myndirnar á anusi Hildar og gladdist yfir því hve miklu betur Hildur grefur en afi hennar hann Gísli frá Hala gerði. Ég minntist einnig Dalvíkurkumlanna sem fundust ekki langt fjarri fyrir 108 árum síðan og voru rannsökuð af danska liðsforingjanum og landkönnuðinum Daniel Bruun.

DCTNsTcXcAELYwr

Myndin efst á þessu bloggi sýnir burstadreng Daniels Bruuns, líklega strák frá Dalvík, sem hefur fengið heiðurinn að vinna við merkan fornleifagröft. Hann komst þó aldrei í blöðin. Nú var Bruun ekki fornleifafræðingur en kunni samt dável til verka og árangurinn af því þekkjum við frá frábærum verkum hans um Ísland og Grænland, þó hann sé kannski nú orðið þekktastur fyrir rannsóknir sínar í Suður-Túnis.

Svo skemmtilega vildi til að meðan Dysnes var rannsakað af kollegum mínum, komst ég sjálfur í lok júní í návígi við dysjar á nesi litlu um klukkustundarakstur frá Reykjavík. Ég var á ferð með góðum vini, konu minni og syni. Nesið að arna heitir einfaldlega Dys.

IMG_7806 (2)

Dys

Mér sýndist ég sjá að minnsta kosti fjögur kuml á staðnum og sex ef ég væri haldin ótemjandi ímyndunarafli "fóstru grænlensku kvennanna á Skriðu". Er ekki tilvalið að byggja höfn þarna við nesið? Jafnvel fríhöfn þar sem það besta sem Íslendingar eiga: súkkulaðirúsínur, Tommaborgarar og SS-pylsur verða seldar á uppsprengdu verði og opnaður verður almennilegur unisex hórukassi, Fjallkonan Fríð, svo þeir sem sigla um brædda póla geti létt á þungri pyngju sinni, áður en þeir eygja uppsveitir Vladivostok, Ósaka eða Shanghæ, eftir að þau bæli hafa farið undir ímyndunarvatn, og halda því áfram sem fyrst og fremst hefur drifið farmenn til dáða í aldanna rás.

Woody og ég á Amákri

$
0
0

Fornleifur og Woody Allen eru samanlagt langt yfir íslenskum fornleifaaldri. Friðaðir og friðlýstir og náttúruminjar að auki. Þess vegna tel ég mig hafa ærna ástæðu til að blogga um Woody. Hér verður þó ekkert ritað um Rosemary´s Baby eða annað sem gleður Íslendinga sem vilja drepa fólk sem þegar hefur verið dæmt eða hefur verið borið er ósönnuðum ásökunum. Leggist út í rennusteininn eða syndið í Skituvík Dr. Dags til að leita frétta af slíku. Þið munuð örugglega finna blóðugt bindi eða skitið blað við ykkar hæfi.

IMG_8160 b

Ég var svo heppinn hér um daginn að hljóta bestu afmælisgjöf sem ég hef fengið í langan tíma og það fyrirfram. Kona mín bauð mér fyrr í vikunni á tónleika með Woody Allen og Eddy Davis New Orleans Jazz Band. Hún hafði keypt sæti á besta stað í Amager Bio, þar sem Woody og félagar léku á Jazzhátíðinni í Kaupmannahöfn.

Woody and band

Tónleikarnir voru frábærir, ég var í sæluvímu í að minnsta kosti tvo daga eftir tónleikana, og eins og ég skrifaði á FB mína: What an evening! Finally, I discovered that Woody is taller than I thought. He might not play like Benny Goodman, and even at times he plays like Elmer Fudd on the goose flute. But what a night. The guys in the band gave Jazz relief. They love what they are doing and everyone loves them. This was the best Birthday present (in advance) in ages. Kiss mmmah Irene.

Já maður verður svo sentímental þegar árin líða. Þið þekkið þetta. Hér deili ég með ykkur sneið af afmæliskökunni minni, fyrirfram (ég er alltaf að heiman á deginum) og nokkrar myndir sem ég tók á tónleikunum. 

Ég gat því miður ekki spurt Woody, hvort hann myndi taka upp næstu mynd sína á Íslandi … en ég tel það mjög sennilegt. Titillinn verður A Summer in Shitvik.

Ísland brýtur gegn Kúrdum í nauð

$
0
0

Sabre family

Ég hef sent þetta erindi til Sigríðar Á Andersen og afrit til ráðuneytis hennar og útlendingastofnunar. Ég hvet lesendur Fornleifs að skrifa eða hringja og biðja ráðherrann að snúa við ákvörðun um að reka úr landi kúrdíska fjölskyldu. Þið getið ritað til þessara aðila,

Útlendingastofnun 4440900 - email utl@utl.is .
Dómsmálaráðuneyti 5459000 postur@dmr.is.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, saa@althingi.is or

Sjá frekar hér:

Sigríður Á. Andersen

Dómsmálaráðherra

Erindi varðandi fyrirhugaða brottvísun Sabre fjölskyldunnar 17. júlí 2017

Virðulegi dómsmálaráðherra

Ég frétti af því að nú hefðu íslensk yfirvöld ákveðið að vísa úr landi fjórum Kúrdum, Fjölskyldunni Sabre, hjónum komnum yfir miðjan aldur og tveimur dætrum þeirra sem eru 17 og 20 ára.

Um leið og ég minni á að Kúrdar eru ofsótt þjóð, m.a. af Tyrklandi, fasistaríki undir harðri stjórn Receps Erdogans, sem Ísland er í mjög góðri samvinnu við í t.d. NATO, langar mig að láta í ljós þá skoðun mína í ljós að þessi brottvísun Sabre hjónanna og dætra þeirra er fyrir mig að sjá óeðlilega grimm og ómannúðleg aðgerð og minnir á brottvísanir gyðinga frá Íslandi í lok 4. áratugar 20. aldar. Um þær aðgerðir forvera þinna í Dómsmálaráðuneytinu hef ég m.a. skrifað um í bók minni Medaljens Bagside sem olli því árið 2005 að þáverandi forsætisráðherra Dana og síðar framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, baðst afsökunar á aðgerðum fyrri ríkistjórna í Danmörku gagnvart gyðingum og öðrum sem vísað var frá Danmörku af dönskum yfirvöldum á tímabilinu 1936-1943.

Ég vona að þú hafir það náðugt í kvöld með fjölskyldu þinni og verðir ekki ein af þessum ráðherrum sem einhver þarf að biðjast afsökunar fyrir eftir nokkra áratugi, þegar upp rennur fyrir arftökum þínum í embætti að þú og ráðuneyti þitt komuð ekki í veg fyrir reginskyssu í meðferð kúrdískra flóttamanna sem leituðu ásjár hjá Íslendingum. Kúrdar eru ofsóttir af mörgum öfgafullum ríkjum og hópum í Miðausturlöndum, sem ekki virða lágmarksmannréttindi. Það er því afar sorglegt að sjá að þú og ríkisstjórn þín verðið völd að brottvísun kúrdískra flóttamanna um leið og Ísland er í stjórnmálasambandi við suma af verstu ofsækjendum Kúrda. Það er ámælisvert og verður að koma til kasta alþjóðlegra stofnanna, ef íslensk yfirvöld sjá ekki neina galla í slíkum tvískinnungi.

Bestu kveðjur,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
 
----
 
assadasaassadcanbe
 
Á þetta að verða þekktasta aðgerð íslensks utanríkisráðherra? Þarna var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ til að geta gerst helsti stuðningsmaður hryðjuverkasamtaka. Til þess taldi hún hentugt að ræða við einn helsta ofsækjanda Kúrda.
Viewing all 396 articles
Browse latest View live