Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all 396 articles
Browse latest View live

Móbergslöndin Ísland og Ítalía

$
0
0

img_1315b.jpg

Þótt móberg sé algengasta bergtegund Íslands, og að sögn Haraldar Sigurðssonar jarðeðlisfræðings - hvorki meira né minna en steinn steinanna á grjóthólmanum Íslandi - hefur því aldrei verið gert jafnt hátt undir höfði á Íslandi eins og á t.d. Ítalíu. Sumir Ítalir elska móbergið sitt ekkert síður en marmarann, og á ég ekki erfitt með að skilja það.

Móberg eða tuff (á ítölsku tufo / tofus á latínu) geta verið mismunandi bergmyndanir. Íslenska móbergið er myndað rétt undir vatni eða ís og er svokölluð Palagónít bergmyndum. Það sem fólk kallar túf (túff) erlendis er hins vegar sjaldnast palagónít líkt og íslenska móbergið. Ég ætla þó ekki að sökkva mér djúpt í gerðarfræði mismunandi móbergs, en bið fólk sjálft um að lesa um hinar mismunandi gerðir móbergs í heiminum sem eru gerð ágæt skil hér.

Móbergið á Ítalíu hefur alltaf heillað mig, síðan að ég sá það fyrst í Róm og við Sorrentó-flóa á 8. áratug síðustu aldar, og þótti um margt minna á sumt íslenskt berg. Það hefur á ákveðnum svæðum mikið notað til bygginga, enda sterkara en það íslenska og umbreytt 300 - 600.000 ára berg. Á Ítalíu eru til að minnsta kosti átta "tegundir/gerðir" móbergs sem notað er í byggingar (sjá hér). Það kemur frá mismunandi svæðum og hefur móbergið oft mismunandi lit, allt frá gráum og grænbrúnum yfir í ljósari vikurliti og mórauða liti. Það gráa inniheldur smærri korn af öðru efni, en það brúna getur verið mjög gróft. Túffið hefur verið notað sem byggingarefni síðan á dögum Etrúra (sem sumir kalla Etrúska) á 7. öld f.Kr., og er enn notað til viðhalds eldri bygginga.

img_1439b.jpgHorft yfir móbergsbæinn Cori úr rúmlega 480 m. hæð. Cori er eldir en Róm.

Í fjallaþorpinu Cori di Latina í Lazio í Lepini-fjöllum suðaustur af Róm, hefur mikið verið byggt úr þessu mjúka og létta efni, sem hægt er að forma auðveldlega og jafnvel saga þá til. Það finnst í miklum mæli á svæðinu kringum bæinn.

Cori varð til sem bær fyrr en Róm og síðar bjó Rómaraðallinn hér í fjöllunum á sumrin, til að komast burtu frá mývargi og öðru pestarfé sem hrjáði hann niður á sléttunum. Þeir byggðu sumarhús sín úr kalksteini og móbergi en fluttu einnig hingað hinn fínasta marmara sem þeir reistu með hof og virðulegri byggingar. Í Róm er hins vegar einnig hægt að sjá fjölda rústa húsa sem byggð hafa verið úr móbergi, sem er alls staðar að finna í sumum hæðum borgarinnar. Góð dæmi um byggingar í Róm til forna, þar sem notast var við móberg, er hluti af Colosseum og Portúnusarhofi.

portunus.jpg

Portúnusarhof í Róm

veggur_servians_naerri_terministo.jpg

Veggur Serviusar Tulliusar sem byggður var umhverfis Rómarborg á 4. öld f.Kr. Múrinn var hlaðinn úr tilhöggnum móbergsbjörgum. Hér er brot af honum nærri aðalbrautastöðinni, Termini í Róm.

Palatino-hæð í Róm er að miklum hluta mynduð úr móbergi og mörg hús í Róm voru hlaðin úr móbergi. Oft hafa menn þó pússað yfir þessa steina í veggjum, en dyraumgjörðir meðan að skreytingar hafa verið látnar halda sér. En í hofum og húsum í Pompeii, Herculaneum og t.d. í Cori standa veggir það menn hafa hlaðið litla ferninga af móbergi í tígulmynstur svo unun er á að horfa, t.d í Polux og Castor hofinu í Cori. Í seinni tíma byggingum t.d. frá endurreisnartímanum var hið mjúka móberg einnig notað og stendur sig enn vel. Húsið sem ég bý í í Cori hefur kjarna frá miðöldum en að hefur verið byggt mikið við húsið. Ýmis efniviður hefur verið notaður, en greinilegt er að móberg og kalksteinn eru algengasta efnið. Gatan Via della Repubblica efst í Cori, er lögð með basaltsteinferningum og í miðju götunnar er 20 sm. renna úr kalksteinshnullungum.

mi_aldahus_i_cori.jpg

Miðaldabyggingar hlaðnar úr móbergi í Cori í Lazio.

img_0927b_1290336.jpg

Þetta röndótta hús er hlaðið úr Lazio-móbergi og kalksteini hér frá svæðinu umhverfis Cori - og er nú til sölu.

img_0784b_1290362.jpg

Gömul gluggaumgjörð innan í enn eldri dyraumjörð. Efnið er Lazio móberg.

img_0833b.jpgÁ Stóru Borg undir Eyjafjöllum, sem vitaskuld er ekki neitt síðri menningarbæli en Róm, var móberg notað í hleðslur. Oftast nær óunnið, en í einni byggingunni man ég eftir 6 eða 8 steinum tilhöggnum og strýtumynduðum, sem voru eins konar hornsteinar í byggingunni innanverðri. Ég tók margar myndir af þessum steinum, sem Mjöll Snæsdóttir hefur fengið til úrvinnslu, og get ég því ekki sýnt ykkur þær. Vitaskuld var húsið teiknað og mælt eftir öllum kúnstarinnar reglum, en ég hef enn ekki séð þessa listavel tilhöggnu steina birta í bók eða ritlingi og veit ekki hvort þeim var bjargað á safnið í Skógum.

Vart er þó hægt að byggja hof eða turna úr íslensku móbergi eins og menn gera á Ítalíu, t.d. eins og turninn (hér yfir) ofar á Via della Repubblica í bænum Cori. Turninn var var reistur í fornum stíl við kirkju sem byggð var eftir síðara heimsstríð, í stað kirkju postulanna Péturs og Páls ofar í bænum. Kirkjuskip þeirrar kirkju hrundi ofan á 40 kirkjugesti árið 1944 er bandamenn skutu á bæinn í þeirri trú að yfirmenn þýska hersins feldu sig eða héldu fund í kirkjunni. Allir kirkjugestir létust nema einn drengur, sem missti annan fótlegginn. En kirkjuturninn og Herkúleshofið við suðurmúr kirkjunnar stóðst sprengjuna og er turninn einnig að einhverjum hluta til byggður úr móbergi í bland við kalkstein, marmara og basalti.

En ef móbergið íslenska fær að hvíla sig og umbreytast í 300.000-600.000 ár til viðbótar er kannski hægt að tala um endurreisnarhús úr þessu þjóðarbergi okkar, sem mér finnst nú fallegra en margt sem íslenska þjóðin er annars kennd við. Spurningin er bara, hvort Íslendingar hafi þolinmæði að bíða svo lengi eða hvort æðri máttarvöld haldi Íslendinga út í allan þann tíma. Varla.

img_1376b.jpg

Kjallaragluggi með umgjörð úr móbergi á lítilli höll frá 17. öld í neðri hluta Cori. Efsta myndin sýnir hleðslu í hofi Pollux og Castors í Cori. img_1151b_1290338.jpg Dyrabúnaður á húsi í efri hluta Cori, sem að hluta til er frá miðöldum. Það er í mikilli niðurníðslu en ég gæti vel hugsað mér að festa kaup á því hefði ég til þess fjármagn (veit þó ekkert um verðið eða hvort það er til sölu en ekki hefur verið búið í því í um 40 ár) eða þolinmæði gegn skriffinnum Ítalíu. Einhverjir fór í gang með viðgerðir á einhverju stigi, en gáfust upp. Yfir dyrunum er lágmynd af Maríu og Kristi.

img_1146b.jpg

Sums staðar hafa menn nýtt sér allt mögulegt byggingarefni. Allt var endurnýtt.

img_1226b.jpg

Fínustu hallir endurreisnartímans voru einnig byggðar úr því efni sem fyrir hendi var og skreyttar með gömlum súlum sem stundum var rænt úr rómverskum rústum í nágrenninu. Palazzo Riozzi-Fasanella í Cori er frá 16. öld.

img_1259b.jpg

Hleðsla úr móbergi frá miðöldum ofan á risavöxnum björgum úr kalksteini/marmara sem eru frá því á annari öld fyrir okkar tímatal.

romversk_hle_sla_cori.jpg

Rómverskur veggur í Cori hlaðinn úr móbergi í Opus reticulatum.


Lagt á borðið: Fajansi en ekki postulín

$
0
0

885720.jpg

Næstu mánuðina mun ég vinna að rannsóknum á rituðum heimildum varðandi umsvif Hollendinga við og á Íslandi á 17. og 18. öld. Það er nú starfi minn í verkefninu Allen die willen naar Island gaan undir yfirstjórn dr. Ragnars Edvardssonar og er verkefnið rausnarlega styrkt af RANNÍS (Lesið vinsamlegast hér um titil verkefnisins).

Oftast voru Hollendingar við landið í leyfisleysi og trássi við einokun Danakonungs á Íslandsverslun og siglinum. En hægt er að líta á málið frá öðru sjónarhorni. Hollendingar fylltu að vissu marki upp í það tómarúm í verslun og siglingum til landsins sem Danir mynduðu, því konungsverslun stóð ekki undir nafni. Danskir kóngar voru of uppteknir að byggja nýjar hallir og herja á Svía, svo þeir gleymdu Íslendingum að mestu, nema þegar klögubréf og barningur bárust frá agentum konungs (stórbændum) á Íslandi. Íslendingar voru á tímabili njög afskiptir og nauðsynjavarningur barst ekki nógu vel til landsins og landsmenn sátu uppi með fisk sem ekki seldist gengum Íslandsverslun Dana. Verslun, hvalveiðar og fiskveiðar Hollendinga voru því einungis til gagns og góðs fyrir Íslendinga.

Fyrri hluta sumars kafaði írskur fornleifafræðingur sem býr á Íslandi, sem vinnur doktorsverkefni undir einum af þátttakanda verkefnisins Allen die willen naar Island gaan, niður á flak hollenska skipsins de Melkmeyt í Flateyjarhöfn. Hollenskur fornleifafræðingur, Nina Jaspers, sem ég hef haft samstarf við og skrifað um leirker úr flaki de Melckmeyts (sjá hérhér og hér í tímaritinu Skalk 6: 2013), mun á næsta ári með aðstoð minni vinna að rannsóknum á lausafundum úr flaki de Melckmeyt. Ég hef áður flokkað þá gróflega (sjá hér). Hugsanlega mun flak skipsins einnig verða rannsakað frekar í verkefninu Allen die willen naar Island gaan.

Mér til mikillar furðu sýndu frétt Morgunblaðsins fyrr í sumar af köfun írska doktorsnemans Kevins Martin við HÍ ákveðna vanþekkingu á því sem hann gaf sér fyrir hendur, m.a. segist hann hafa fundið "handmálað postulín" í flakinu og birti mynd af því máli sínu til stuðnings.

hus_a_diski_flatey_v_v.jpg

Fajansadiskur sem fannst árið 1993 í flaki de Melckmeyt í Flateyjarhöfn. (Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson). Efst er diskur sem fannst nú í sumar (ljósm. Kevin Martin).

Postulín hefur ekki fundist í flaki Melkmeyt heldur mest megnis fajansi, og er þar mikill munur á sem fornleifafræðingar verða að þekkja - en það gera greinilega ekki allir. Brot það sem Kevin Martin synti með upp á yfirborðið í Flateyjarhöfn, og sem hann kinnroðalaust kallaði postulín, er brot af fajansadisk hollenskum.

Hefur annar, álíka diskur, en þó ekki alveg eins, með nákvæmlega sömu handmáluðu myndinni fundist áður í flakinu. Sennilegt er að báðir diskarnir séu frá sama leirkeraverkstæði á Hollandi.

Þetta hefði írski doktorsneminn átt að vita og hefði getað lesið um hér á blogginu. Á Fornleifi er hægt að fræðast, og er háskólastúdentum það einnig velkomið, svo þeir þurfi ekki að leika þann ljóta leik sem margir kennarar í fornleifafræði í HÍ leika: að sniðganga niðurstöður annarra.

Þessi fyrrnefndi ruglingur minnir mig á þann dag er stórt brot af fajansafati barst úr flaki de Melkmeyt suður á Þjóðminjasafn Íslands. Þetta var sumarið 1992 og fastgrónir starfsmenn safnsins voru ranglega og af rómaðri vanþekkingu búnir að fullvissa settan Þjóðminjavörð Guðmund Magnússon um að diskurinn væri frá 18. öld. Ég átti erindi á safnið vegna rannsókna minna og sýndi Guðmundir mér diskinn. Sagði ég kokhraustur og fullviss, að hann væri frá 17. öld og gæti því vel verið úr flaki de Melckmeyts, en skipið sökk árið 1659. Þetta þótti Guðmundi vitaskuld stórfurðulegt, að sérfræðingar safnsins gætu verið svo ósammála. Hann gaf mér 20 mínútur að rökstyðja mál mitt áður en fjölmiðlamenn kæmu í safnhúsið. Ég skaust upp á bókasafnið og náði í þrjár bækur máli mínu til stuðnings og bjargaði heiðri Þjóðminjasafnsins þann dag.

Það hefði ekki verið efnilegt ef þjóðminjavörður hefði flaskað á heilli öld, en það hefði þó ekki verið eins alvarlegt og að kalla fajansa postulín eins og gert er í Háskóla Íslands.

brot_flatey_vilhjalmur_rn_vilhjalmsson.jpg

Fajansabrot frá Hollandi og Frakklandi sem fundist hafa í flaki de Melckmeyt í Flatey. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Felix hefur alls ekki gleymt Íslandi

$
0
0

felix_der_islander.jpg

.. en hefur Ísland gleymt honum?

Síðla dags í gær ók ég suður á hina fallegu eyju Møn ásamt konu minni. Það var reyndar í fyrsta sinn sem við heimsóttum þá fögru eyju og kom hún okkur báðum á óvart. Erindið var að hitta gamlan og góðan vin, Felix Rottberger, fyrsta gyðinginn sem fæddist á Íslandi.

Foreldrar Felix komu til Íslands árið 1935 en var vísað úr landi árið 1938. Margir hafa ritað um afdrif fjölskyldunnar á Íslandi, þó mest hafi verið fært í skáldlegan búning, fyrst og fremst af Einari heitnum Heimissyni. Ég sagði hins vegar alla söguna þeirra, sem var betur skjalfest í Danmörku en á Íslandi. Einnig greindi ég frá afdrifum fjölskyldunnar í Danmörku eftir að þeim hafði verið vísað frá Íslandi. Um það má allt lesa í bók minni Medaljens Bagside (2005) sem hægt er að fá að láni á nokkrum góðum íslenskum bókasöfnum.

Liðin voru níu ár í gær síðan ég sá Felix og konu hans Heidi síðast, er þau gistu hjá okkur árið 2006 (sjá hér). Í gær (1.9. 2016) hélt hann fyrirlestur á safnaðarheimili í Magleby á Møn, þar sem hann gistir í sumarleyfinu hjá góðum vinum. Fjölmenni var og var fyrirlestur Felix afar áhugaverður og skemmtilegur því karlinn er fyndinn og góður sögumaður.

visad_ur_landi.jpg

Hann greindi stoltur frá því að hann hefði fæðst á Íslandi árið 1936, en sömuleiðis frá þeirri dapurlegu staðreynd að honum og fjölskyldu hans var vísað úr landi. Sjáið hér hvað skrifað var í Morgunblaðinu þann 28. apríl 1938 - Og þið sem hamist mest út af flóttamönnum nútímans: Gerið það nú fyrir mig og skammist ykkar örlítið, þó svo að ég geri mér fulla grein fyrir því að það er bæði óheiðarlegt og ómögulegt að líkja þessum tveimur tímum og flóttamannahópum eins og gyðingum  og múslímum saman, að minnsta kosti meðan að meirihluti múslíma heimsins hatast út í gyðinga.

felix_og_faninn.jpgFelix, sem brátt verður 80 ára, greindi einnig frá heimsókn sinni til Íslands árið 1993. Hann hefur mikla reynslu af því í Þýskalandi að miðla af lífsreynslu sinni og sögu fjölskyldu sinnar.

Er hann heldur fyrirlestra hefur hann ávallt með sér skjalatösku fulla af minningum, blöðum og bókum, þar sem um hann hefur verið skrifað. Hann hefur einnig þrjá fána með sér í töskunni. Þann danska, þann íslenska og þann ísraelska. Danmörk, Ísland og Ísrael eru ríki sem eru honum afar hugleikin, þó svo að hann líti á sig sem Þjóðverja. Enda hefur fjölskylda hans búið í Þýskalandi síðan að foreldra hans fluttu þangað árið 1955 eftir langa þrautargöngu í Danmörku, þar sem oft var lítil sæla að vera flóttamaður af gyðingaættum ef maður hafði komið til landsins fyrir stríð. Fordómarnir og smámunasemin lifði þar áfram og vilja margir Danir sem minnst um þá tíma heyra.

See you in Iceland, Felix smile

img_3223b.jpg

Ljósmynd af ljósriti af áritaðri ljósmynd af Örnu Ýr Jónsdóttur: Arna Ýr hefur fengið sérstaka undanþágu til að birtast hér á þessu forngripa og steingervingabloggi Fornleifs. Ljósmyndarinn, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, og fegurðardrottningin eiga það þó sameiginlegt að þau hafa stokkið á stöng; Hún sem frjálsíþróttarkona, en Vilhjálmur á Stöng í Þjórsárdal.

Felix var tíðrætt um Ísland í fyrirlestrinum í gær, líkast til vegna þess að ég hafði slegist með í för. Fagnaði hann árangri núverandi landsliðs síns (því íslenska) og sagði síðan frá nýlegum kynnum sínum af íslenskri fegurðardís, sem hann rakst á í sumar í skemmtigarðinum Europa Park, nærri Freiburg í Þýskalandi þar sem hann býr í húsi umsjónamanns grafreits gyðinga í bænum.

Felix hafði hitt Örnu Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland sem einnig hreppti titilinn Miss EM 2016 þarna í garðinum. Felix var þarna staddur með barnabörnum sínum og gerði sér lítið fyrir og gaf sig á tal við Örnu Ýr, þessa bráðhuggulega konu frá Íslandi, sem hann sjarmaði örugglega alveg upp úr háhæluðum skónum - og sagði síðan með glettni í auga eins og honum einum er lagið, að hann væri Íslendingur alveg eins og hún og spurði hana, hvort hún sæi það ekki. Arna hváði, og þá sýndi hann henni vegabréf sitt þar sem stendur að hann hafi fæðst í Reykjavík. Þegar hann upplýsti hana að hann yrði áttræður hér í september lét hún þau orð falla að hún myndi reyna það sem í hennar valdi stæði til að láta bjóða honum til Íslands! Hún áritaði fyrir hann mynd af sér í fullum skrúða.

Hvort fegurðardrottningunni frá Íslandi hefur fengið einhverju framgengt í því, sem ég vona að hún hafi, verð ég nú að upplýsa, en vona um leið að allir haldi því leyndu svo afmælisbarnið frétti ekkert um sinn, að þegar hann bauð mér í júlí sl. í afmæli sitt ákvað ég þegar að fara í veisluna. En um leið hóf ég sókn til þess að þessum Heiðursíslendingi yrði boðið til landsins meira en 78 árum eftir að honum var vísað úr landi vegna uppruna síns, trúar og nafns, sem ekki hentaði sumum Íslendingum.

Guðni Th. Jóhannesson lætur ekki á sér standa

Ekki stóð á Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem þegar hefur sagt sig viljugan til að bjóða Felix til veislu á Bessastöðum ef stjórnvöld geta borgað fyrir formleg boð til Felix og nokkurra dag heimsókn hans og konu hans í Reykjavík. Felix á sér t.d. þá ósk heitasta að geta heimsótt gröf ömmu sinnar sem dó á Íslandi og móðurbróður síns, Hans Mann Jakobssonar, sem hann heimsótti árið 1993.

Bíð ég nú eftir svörum Lilju Daggar Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og ríkisstjórnarinnar.

Vona ég svo sannarlega að stjórnvöld sjái sér fært að bjóða þessum sjarmerandi og síunga Íslendingi í heimsókn. Hann höfðar bæði til the beauty and the beast, þ.e.a.s. fegurðardísarinnar frá Íslandi og karlpungsins, bróður Fornleifs, sem er að sögn með ljótari mönnum, þegar hann skrifar þessar línur.

felix_og_heidi_rottberger.jpg

Felix og eiginkona hans Heidi, sem þýsk og upprunalega frá Berlín. Hún starfaði lengst af sem hjúkrunarkona. Hún sneri til gyðingdóms. Hér heldur hún á forsíðumynd af DV frá 1993 þegar þau hjónin og yngstu börn þeirra, Thorsten og Anja, heimsóttu Ísland. Felix gantast að gömlum vana. Ljósm. eins og aðrar við þetta blogg: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Íslendingar hefðu mjög gott af því að kynnast Felix Rottberger aftur. Viss er ég um, að slíkt boð frá Íslandi væri besta gjöfin sem hægt væri að gefa Íslendingnum Felix Rottberger á 80 ára afmæli hans, og felur jafnframt í sér tækifæri til uppgjörs við dapurlega atburði í Íslandssögunni.

Sýnum að við höfum ekki gleymt honum og heldur ekki þeirri smámunasemi og fordómum sem urðu til brottvísunar hans og fjölskyldu hans árið 1938. Bjóðum honum nú sem þjóðhöfðingja og tökum á móti honum sem þeim Íslendingi sem hann er, þrátt fyrir þann fjandskap sem mætti fjölskyldu hans á 4. tug síðustu aldar.

Tímarnir breytast og mennirnir með

Víkingalottó Minjastofnunar

$
0
0

sver_rna_bjorns_vikings.jpgRÚV greindi frá því fyrr í morgun, að gæsaskyttur hafi fundið sverð í Skaftárhreppi. Sverðið var samkvæmt fréttum afhent Minjastofnun Íslands kl. 10 í dag.

Á Minjastofnun var forstöðumaðurinn þegar búinn að halda því fram, áður en hún fékk sverðið í hendur, að það væri frá 9. öld. Vel af sér vikið! (sjá hér)

Þótt myndin á FB finnandans, Árna Björns Valdimarssonar, sé ekki góð, verður ekki séð annað af gerð hjaltsins að sverðið sé alls ekki frá 9. öld. Það er miklu frekar frá 10. öld og gæti jafnvel verið af gerðunum Q eð Y, i tegundafræði norska fornfræðingsins Jan Petersens og síðari sérfræðinga, og því frá byrjun 11. aldar eða jafnvel fyrri hluta miðalda. Það sem mér þykir helst benda til síðari hluta sögualdar eða miðalda er að blaðið hefur ekki mikla breidd. Þetta sést þar sem maðurinn á myndinni leggur það á fingur sér. En hann gæti vitaskuld verið afar "fingralangur", svo puttarnir á honum eru ekki besti mælikvarðinn sem völ er á.

Hvað sem líður aldrinum á brandinum, hefur Árni Björn vafalaust hlotið vinninginn í víkingalottói sumarsins. Þetta er með merkilegustu fornleifafundum ársins 2016. En vertíðinni er þó ekki lokið.

P.s. Forstöðumaðurinn sá að sér í fréttum á útvarpi (sjá myndskeið hér) og er hún nú búin að sjá að þetta er sverð af gerð Jan Petersens sem kallast Q. Slík sverð voru notuð fram á 11. öld.

P.p.s. Í fréttum Morgunblaðsins var myndskeið í dag, þar sem halda mætti að sverðið hefði fundist í eða við kumlateiginn í Hrífunesi. En þar hafa rofnað fram undan gjóskulögum nokkur kuml, árið 1958, 1982 og 2011 ef ég man rétt.  Vil nánari eftirgrennslan mína hjá staðkunnugum og mér fróðari mönnum kom þó i ljós að fundarstaðurinn er nokkra kílómetra frá Hrífunesi. Gæti verið að hér sé komið sverð Una danska, fyrsta ESB-sinnans, en hann vildi koma landinu undir Noregskonung? Kvennamál hans voru einnig frekar gruggug og var hann víst að reyna að flýja frá stúlku sem hann hafði barnað, þegar tengdafaðir hans kálaði honum. Það var þarna nærri er sverði fannst af gæsaskyttunum. Sverðið er þó líklegra að eigna syni hans, ef maður er á annað borð farinn að stunda iðju fyrri kynslóða fornfræðinga. Sonur Una var Hróar Tungugoði. Enn líklegra er hins vegar að sverðið hafi tilheyrt barnabarni Una, en sá hét Hámundur halti og var mikill vígamaður samkvæmt Landnámu ... sama hvað gerðarfræði Jan Petersens upplýsir. Norðmenn og Svíar (eins og Uni var víst) kunnu aldrei að skrifa fyrr en um 1500 og geta því ekki upplýst, hver átti vopnin. Það af leiðandi finnum við ugglaust ekki nafn Una á hjaltinu.

viking-smiley_1291699.gif

Krati og gyðingahatari

$
0
0

dagrenning_jonasar_gu_mundssonar_nasistakrata.jpg

Einn argasti gyðingahatari Íslands eftir Síðari Heimsstyrjöld var kratinn, Alþingismaðurinn og embættismaðurinn Jónas Guðmundsson.

Jónas gaf út rit sem voru morandi í gyðingahatri í bland við pýramídafræði Adams Rutherfords og annan okkúltisma.

Á heimasíðu Alþingis er ekki minnst einu orði á þessar einkennilegu kenndir Jónasar. Það er einnig tilfellið með alþingismanninn Davíð Ólafsson í Sjálfstæðisflokknum, sem var nasisti á yngri árum og stundaði nám í Þýskalandi nasismans.

Skrif Jónasar Guðmundssonar og útgáfa hafa vonandi ekki á sínum talist til góðrar latínu á Íslandi? Margir keyptu þó tímarit Jónasar, Dagrenning, sem út kom í 12 ár, og bókasöfn höfðu fjölda eintaka af ritum hans til láns.

Furðulegt má virðast í dag að samflokksfélagar hans hafi ekki reynt að bola honum út úr flokknum með meiri hörku en raunin var. Harðasta gagnrýnin kom frá Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni blaðamanni á Alþýðublaðinu (sem skrifaði stundum undir nafninu Hannes á Horninu), en bestu gagnrýnina fékk Jónas Guðmundsson t.d. frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Garðari Þorsteinssyni. Er bók Jónasar, Saga og dulspeki kom út árið 1942, skrifað Garðar í Eimreiðinni:

Ég get ímyndað mér, að þær skýringar, sem hér koma fram í forsögu hins germanska og engilsaxneska kynstofns, væru ekki öllum jafn geðfelldar, og yfirleitt finnst mér það ógeðfelld kenning að ætla einn kynflokk útvalinn af æðri máttarvöldum - guðs útvalda þjóð - en annan leika það hlutverk eitt að vera tyftari hinna útvöldu. Mer finnst  að í slíku gæti nokkuð mikils skyldleika við þær kenninga sem mest hafa verið dýrkaðar af þjóðernissinnum Þýskalands, en fordæmdar af flestum öðrum.

jonas_gu_mundsson_nasisti.jpg

 Jónas Guðmundsson, kratinn sem gaf út andgyðingleg rit eftir Heimstyrjöldina síðari.

Ekki má gleyma falsritinu Samsærisáætlunin mikla - Siðareglur Zionsöldunga, sem Jónas gaf út árið 1951. Þetta er falsrit sem nasistar lögðu mikla stund á en sumir höfnuðu því þó sem fölsun, t.d. Oswald Mosley breski fasistaleiðtoginn. En hvað kom til að krati og Alþingismaður var að gefa þetta rit út eftir stríð á Íslandi?

Formálinn á því riti, sem er eftir Jónas, er ævintýraleg steypa, svo mikið bull reyndar að maður efast um geðheilsu mannsins og spyr sjálfan sig hvernig á því stóð að Alþýðuflokksmenn fólu honum svo mörg trúnaðarstörf.

En á endanum fengu Kratar nóg af þessum kynlega kvisti. Jónas skrifaði sjálfur um það í Dagrenningu.

"Loks kom þar að einn þeirra, sem býst við að "erfa ríkið" í Alþýðuflokknum,kom til mín og sagði mér blátt áfram að ef ég hætti að trúa þessum "firrum" með Biblíuna og Pýramídann, yrði ekki hjá því komist að ég yrði að hætt öllu starfi í flokknum. Það mundi meira að segja erfitt að birta greinar eftir mig í Alþýðublaðinu, því það fengi á sig "óorð" af mér og þessum heimskulegum skoðunum,..."

Jónas Guðmundsson taldi sig greinilega fórnarlamb skoðana sinni og sagðist hafa sagt skilið við Alþýðuflokkinn árið 1942 vegna þess að Kratar hefðu ekki hafnað samvinnu við kommúnista. Óregla með áfengi var víst einnig til þess að hann hætti virkni í stjórnmálum, en um 1945 var hann hins vegar eins og þruma úr heiðskýru lofti orðinn einn fremsti bindindisfrömuður landsins.

Honum var heldur ekki bolað meira út úr Alþýðuflokknum en það að árið 1946  var hann skipaður skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu og lengdi því embætti til byrjunar árs 1953. Meðan hann er skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu gefur hann einmitt út ritið Samsærisáætlunin mikla - Siðareglur Zionsöldunga.

Hvað gerist í kollinum á sumum vinstrimönnum og hvað gerist stundum í kollinum á sumum Íslendingum? Bara að maður vissi það. Ofstopi og fordómar sumra þeirra í garð Ísraelsríkis og gyðinga í dag tel ég persónulega vera framhald af sams konar villuráfi og öfgum og Jónas Guðmundsson var haldinn. Íslenskur þjóðernisrembingur blandaður við sósíalisma er hættulegur kokkteill.

Í raun taldi hann eins og margur íslenskur stjórnmálamaðurinn að Íslendingar væru Guðs útvalda þjóð: Í Dagrenning 32 (1951) skrifaði hann t.d.:

Hlutverkið sem Íslandi og íslenzku þjóðinni er alveg sérstaklega ætlað, er það, að þjóðin átti sig á því fyrst allra þjóða, að hún sé "hluti af hinum mikla Ísraelslýð Guðs", og kannist við það opinberlega að svo sé.

Minnir þetta ekki óneitanlega á hjalið um hlutverk Íslands og Íslendinga á meðal þjóðanna - sem enn heyrist?

 

Hlaut heiður og trúnað þrátt fyrir brenglunina

Hvaða störf fól samfélagið svo manni eins og Jónasi Guðmundssyni. Það var ekki svo lítið. Meðan stórmenntaðir gyðingar fengu ekki störf á Íslandi eða var bolað úr þeim var þessi furðufugl hafinn til skýjanna. Í minningarræðu Hannibals Valdimarssonar árið 1973 segir m.a. svo um Jónas Guðmundsson (1898-1973) (sjá frekar hér):

...Haustið 1921 varð hann kennari við barnaskólann á Norðfirði og gegndi því starfi fram á árið 1933. Jafnframt var hann kennari við unglingaskólann á Norðfirði 1923–1933. Hann var síðan framkvæmdastjóri Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar 1932–1937 og Togarafélags Neskaupstaðar 1935–1938. Á árinu 1937 fluttist hann til Reykjavíkur og var framkvæmdastjóri Alþfl. 1938–1939. Eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna var hann 1939–1953 og skrifstofustjóri í félmrn. 1946–1953. Hann var framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga 1945–1967 og forstjóri Bjargráðasjóðs Íslands 1952–1967.

Auk aðalstarfa þeirra, sem hér hafa verið rakin, voru Jónasi Guðmundssyni falin fjöldamörg trúnaðarstörf á ýmsum sviðum, og verður nokkurra þeirra getið hér. Hann var oddviti hreppsnefndar Neshrepps í Norðfirði 1925–1928 og sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1929–1937. Landsk. alþm. var hann á árunum 1934–1937, sat á 4 þingum alls. Hann átti sæti í Landsbankanefnd frá 1934–1938 og í bankaráði Landsbankans 1938–1946. Á árunum 1934–1935 átti hann sæti í mþn. um alþýðutryggingar og framfærslumál, og síðan var hann í mörgum stjórnskipuðum nefndum til að rannsaka og undirbúa löggjöf um margvísleg efni á sviði félagsmála. Hann var í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda 1939–1943. Formaður Sambands ísl. sveitarfélaga var hann 1945–1967, í stjórn Bjargráðasj. Íslands 1946–1967 og í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 1966-1970. Fulltrúi ríkisstj. Íslands á þingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar var hann 1947–1952. Hann var stofnandi áfengisvarnarfélagsins Bláa bandsins 1955 og formaður þess fram á árið 1973. Jafnframt var hann formaður stjórnar Vistheimilisins í Víðinesi 1963–1973.

 

Þakkir: Magnús A. Sigurðsson sagnfræðingur og Minjavörður Vesturlands (við Minjastofnun Íslands) ritaði merkilega BA ritgerð við Háskóla Íslands árið 1993. Margar upplýsingar hér eru komnar úr þeirri ritgerð, sem ég hefði gefið mjög góða einkunn hefði ég haft Magnús sem stúdent.

Kaupmaðurinn á horninu - hlaut 10 ár

$
0
0

hjartarbu_1967_1292091.jpg

Margir eldri Reykjavíkingar sem lifað hafa af óheilsusamlega tóbaksneyslu muna kannski eftir Hjartarbúð í Lækjargötu 2. Þar var selt mikið af alls kyns tóbaki, pípum og kveikjurum, en einnig sælgæti, konfekt og jafnvel pylsur og reyndar einnig einhverjir ávextir til að vega upp á móti allri óhollustunni.

Um 1965 flutti þessi verslun inn á Suðurlandsbraut 10 (myndin efst er tekin þar árið 1967 af Ól. K. Magnússyni ljósmyndara morgunblaðsins), og þar var löngum verslun og "söluturn" með þessu nafni, þó svo að eigandinn á seinni árum, eða síðan 1996, hafi á engan hátt tengst þeim Hirti sem upphaflega rak verslunina í Lækjargötu.  

Á 8. áratug síðustu aldar, er ég var í Landsprófsdeild í Ármúlaskóla, komum við þar oft við nokkrir bekkjafélagar að lokinni leikfimi sem við sóttum í Laugadalshöllina hjá kennara sem síðar varð stórútflytjandi á saltfiski. Í Hjartarbúð fengum við strákarnir okkur iðulega pylsu og kók, og jafnvel Prins Póló í eftirrétt. Þá var hálfbróðir Hjartar þar á bak við búðarborðið. Annar hálfbróðir hans, og elstur hálfsystkyna Hjartar, var sonur hálfsystur afa míns. Hjörtur Fjeldsted Árnason sameiginlegur faðir þessa frænda míns, Hjartar Hafsteins Hjartarsonar (f. 1908), og Hjartar Fjeldsted Hjartarsonar kaupmanns (f. 1919) hafði á öðrum áratugi síðustu aldar verið annálaður charmeur (les kvennamaður) í Reykjavík og eignast fjölda barna með mismunandi konum. Sannur Íslendingur það.

En nú er hún Hjartarbúð stekkur, því líkast til er nú, þegar þetta er ritað, búið að rífa húsið á Suðurlandsbraut 10. Þar á ugglaust að byggja nýja og enn stærri höll eða hótel með sprænugrænar rúður sem Esjan getur speglað sig í.  

Það er hins vegar Hjörtur í Hjartarbúð sem er hetja þessarar greinar. Hún fjallar reyndar um aðra tíma í lífi hans en verslunarstörf hans í Reykjavík, og þaðan af síður tóbak eða ávexti.

Þó svo að Hjörtur Fjeldsted Hjartarson (1919-1969) yrði ekki gamall átti hann sér nokkuð litríkan feril sem ekki var útlistaður í minningagreinum eins og oft gerist um litríka menn.

Fékk tíu ár fyrir að hafa þjónustað Þjóðverja

hjortur_fjeldsted_hjartarson.jpgHjörtur í Hjartarbúð var einn sá Íslendinga sem fékk hve lengstan fangelsisdóm fyrir að hafa unnið fyrir Þjóðverja í síðara stríði.

Hér skal þó strax tekið fram, og undirstrikað með þykkum blýanti, að Hjörtur Fjelsted fékk óvenjustrangan dóm fyrir dómstólum í Danmörku - miðað við þær yfirsjónir sem dönsk yfirvöld höfðu vissu um að hann hafa framið. Var dómnum reyndar síðar breytt í fjögurra ára dóm, líkt og oft gerðist með samreiðamenn Þjóðverja í Danmörku á stríðárunum.

Líklegast hefur Hjörtur ekki verið mikill nasisti. Hann var greinilega tækifærissinni og dulítill ævintýramaður eins og gerist með unga menn. En þarð var fyrst og fremst atvinnuleysi sem neyddi hann eins og marga aðra unga og fátæka menn í Danmörku til að fá sér miður ákjósanlegar verkamannavinnur hjá Þjóðverjum og í Þýskalandi á stríðsárunum.

Mér hefur svo sem látið mér detta í hug að þjóðerni hans hafi átt ákveðin hlut að máli þegar Danir dæmdu hann eins þungt og þeir gerðu.  Algjörlega ósannaður grunur um að hann hafi verið "verri" nasisti en sannaðist á hann, t.d. félagi í Waffen-SS, hafði einnig eitthvað að segja við uppkvaðningu hins þunga dóms. Það hafði sömuleiðis áhrif að hann viðurkenndi að hann hefði verið í svokallaðri E.T. sveit (Efterretningstjenesten undir Schalburgkorpset) Þannig var álitið að hann hefði haft tengsl við hina alræmdu HIPO lögreglu í Kaupmannahöfn. Hjörtur sótti einnig um upptöku í Waffen-SS  í maí árið 1944. Finnst nafn hans á einum lista yfir slíka upptöku, en ekki verður séð að hann hafi nokkru sinni þjónað í SS og þaðan að síður verið kallaður á "sessíón, til að æfa fyrir vígstöðvarnar. Hefur honum greinilega í staðinn verið úthlutað vaktmannsstarf hjá Sommerkorpset (sjá neðar) í stað þess að þjónusta á vígstöðvunum.

Svo segir um dvöl hans í Danmörku á stríðárunum í minningargrein í Morgunblaðinu árið 1969:

Enda þótt seinni heimsstyrjöldin væri skollin á lét Hjörtur það ekki aftra sér frá að fara út til Danmerkur og kom hann til Kaupmannahafnar í marz 1940 rétt áður en Þjóðverjar hernámu Danmörk. Hernám Danmerkur varð þess valdandi að Hjörtur og margir aðrir Íslendingar urðu innlyksa þar og annars staðar á meginlandi Evrópu. Hjörtur var alla tíð duglegur og úrræðagóður. Hann stundaði ýmis störf í Danmörku og Þýzkalandi þar til stríðinu lauk en þá kom hann heim aftur og þrátt fyrir hin erfiðu stríðsár var kjarkurinn óbilandi og hann hófst strax handa um að fá starf við sitt hæfi hér heima á gamla Fróni.

Þó hér sé sagt hreinskilnislega frá, sem ekki er þó hægt að segja að sést hafi oft í minningargreinum um aðra Íslendinga í þjónustu 3. ríkisins, er vitaskuld sneitt framhjá ýmsu, sem greinarritari hefur kannski ekkert vitað um.

Í lögregluskýrslum sem teknar voru af Hirti eftir að hann var tekinn höndum í Danmörku árið 1945, kemur í ljós ítarlegri saga:

Eftir komuna til Danmerkur í mars 1940 og eftir að hann varð innlyksa í Danmörku, starfaði hann fyrst sem aðstoðarmaður hjá slátrara í Holte, eða fram til febrúar 1941 að hann tók föggur sínar og skráði sig í vinnuþjónustu í Þýskalandi. Þá dvaldi hann hálft ár í Hamborg. Þar vann hann fyrir fyrirtæki sem hét Höker & Höne. Vinnan fólst í jarðvegsframkvæmdum við Elben og síðan við hreinsun eftir loftárásir inni í Hamborg.

levysohn.jpgSneri hann síðan aftur til Kaupmannahafnar, þar sem hann starfaði sem einkaþjónn fyrir aldraðan generalmajor, Grut að nafni, og síðar hjá gömlum gyðingi, heildsalanum "Levisohn í Klampenborg". Hér er ugglaust átt við William Levysohn (d. 1943; Sjá mynd hér til hægri). Hjá Levysohn starfaði hann fram til febrúar 1942. Um stund var hann atvinnulaus en í júní 1942 fékk hann starf sem þjónn og uppvaskari á hinum fína veitingastað Els í miðborg Kaupmannahafnar. En 2. september 1942 hélt hann aftur til Þýskalands til að stunda verkamannavinnu. Hann starfaði í þetta sinn við þvotta á sporvögnum í Berlín. Þar var hann í hálft ár eða fram í mars 1943.

Í annarri skýrslu lögreglunnar upplýsti Hjörtur að hann hefði í Berlín starfað með öðrum Íslendingi, Hjalta Björnssyni og að þeir hefðu yfirgefið vinnustað sinn í leyfisleysi og haldið til Flensborgar og verið handteknir þegar þeir reyndu að komast yfir landamærin. Hjalti þessi tók seinna þátt í njósnaleiðangri til Íslands í apríl 1944 og var handtekinn ásamt öðrum og dæmdur fyrir njósnir á Íslandi. Danska lögreglan grunaði ýmislegt, m.a. vegna þekkingar á málum Hjalta og samskipta hans við danskan lögreglumann og föðurlandssvikara, Andreas Hager Pelving, sem starfaði um tíma við að safna saman Íslendingum til njósnaleiðangra. Pelving var þó miklu betur þekktur fyrir hrottaskap og þátttöku sína í aðför að gyðingum í Danmörku og síðar kommúnistum.

side_15_edgar_abrahamson.gifKominn aftur til Kaupmannahafna gegndi Hjörtur ýmsum störfum sem þjónn, meðal annar hjá öðrum öldnum gyðingi, heildsalanum "Abrahamsen í Rungsted" (hann hét Reyndar Edgar Abrahamson; Sjá myndi hér til vinstri) og síðar hjá öðru gamalmenni,  ekkju Nielsens framkvæmdastjóra á Strandvejen 130 í Hellerup. Síðar vann hann við lagerafgreiðslu hjá Burmeister og Wain fram til desember 1943. 2. febrúar 1944 hélt hann á ný til Þýskalands og vann þar verkamannastörf í Leipzig fram til maí 1944, þar sem hann var málari í verksmiðjuhúsnæði Agfa.  

Án þess að ljúka vinnusamningi sínum í Þýskalandi sneri hann ekki aftur þangað að loknu orlofi í Kaupmannahöfn en meldaði sig þess í stað inn í það sem í daglegu tali var kallað Sommerkorpset (Wachkorps der Luftwaffe in Dänemark) og starfaði nú um tíma sem vaktmaður á flugvöllum á Jótlandi og í verksmiðju í Kaupmannahöfn. Verksmiðjur sem unnu fyrir Þjóðverja voru vaktaðar til að koma í veg fyrir árásir andspyrnumanna.

 

Fjölskyldan fylgdist með honum og treysti honum ekki

Hjörtur gekk í hjónaband í nóvember 1944 og hét dönsk kona hans Ella Annina N(afni leynt, fædd 1917). Hún var ættuð frá Borgundarhólmi. Þau áttu saman barn sem var orðið þriggja mánaða gamalt er Hjörtur var hnepptur í fangelsi 1945. Ekki er gefið upp kyn barnsins í skýrslum danskra yfirvalda.  

Eftir að Hjörtur var hnepptur í fangelsi árið 1945 var fjölskylda Ellu Anninu í Kaupmannhöfn kölluð á stöðina til að gefa skýrslu um Hjört og sumir voru viljugri til þess en aðrir. Ella Annina var snúinn með barn sitt til Borgundarhólms og gaf því ekki skýrslu.

Greinilegt var að fjölskyldan grunaði hann um græsku og hélt t.d. mágur hans að hann starfaði fyrir þýsku öryggislögregluna eða HIPO (hinar alræmdu dönsku hjálparlögreglu sem í voru eintómir bófar, hrottar og illmenni). Fjölskylda konu hans sá hann þó aldrei í neinum einkennisbúningi og mágur Hjartar og móðurbróður konu Hjartar kíktu í töskur hans en fundu ekkert sem undirbyggt gæti þann grun. Að sögn ættingja mun kona hans hafa verið mjög döpur þegar Shell húsið, þar sem Gestapo hafðist við, þegar húsið varð fyrir sprengjuárásum orustuflugvéla Breta. Hún hélt að sögn, að hann vinni þar fyrir Þjóðverjana. Það gerði hann alls ekki.

Dönsk yfirvöld einblíndu sömuleiðis á tengsl Hjarta við íslenskan njósnara (Hjalta Björnsson) og veru hans í Sommerkorpset sem leyst var upp í febrúar 1945. Margir félagar í Sommerkorpset fóru þá í störf fyrir  E.T. (Efterregningstjenesten) , Hipo-korpset og aðrar vafasamari deildir danskra samverkamanna þjóðverja í Danmörku á stríðárunum. Það sannaðist á Hjört af launaskrám E.T. að hann hafi starfað fyrir E.T. sem var hluti af Schalburgkorpset. Konur tvær sem bent höfðu andspyrnumönnum á Hjört á götu úti rétt eftir stríðslok, og urðu til þess að hann var hnepptur í fangelsi, upplýstu hins vegar að þær vissu að hann hefði verið í einkennisbúningi Sommerkorspet. Starfi Hjartar hjá E.T. var að fara út á götur og stræti, óeinkenniklæddur, og njósna um samtöl Dana á götum úti og ljóstra upp um fólk ef hann yrði þess vís að illa væri verið talað um setuliðið eða Hitler. Hann sagðist þó aldrei hafa framselt nokkurn mann í hendur þeirra sem sáu um barsmíðarnar á fólki sem sagði skoðun sína í torgum úti. Ekkert slíkt kom fram við yfirheyrslur á öðrum starfsmönnum E.T. og HIPO. Tvær íslenskar konur af fínum ættum, búsettar í Kaupmannahöfn, stóðu sig hins vegar miklu betur í slíkum slúður- og uppljóstrunarstöðum og hlutu einnig fyrir það verðskulaða dóma.

Þrátt fyrir að ekki væru færðar neinar sönnur að annað hvort hrottaskap eða alvarlega glæpi Hjartar Fjeldsted Hjartarson í þágu Þjóðverja, hlaut hann 10 ára fangelsisdóm, sem verður eins og fyrr segir að teljast í efri kantinum miðað við fábreytilega "afrekaskrána".

Fyrir utan að þjóðerni hans gæti hafa aukið árum á fangelsisdóminn, voru margir Danir og einnig dómarar á þeirri skoðun að starfsmenn E.T. væru allir fyrrverandi og aflóga Waffen-SS liðar. Nýjustu rannsóknir danskra sagnfræðinga sýna hins vegar augljóslega að svo var alls ekki. Aðeins rúm 10% þeirra komu úr þeim Waffen-SS sveitum sem Danir tilheyrðu (Skv. Andreas Monrad Petersen (2000): Schalburgkorpset: historien om korpset og dets medlemmer 1943-45. Odense Universitetsforlag, s. 179).

Grátbroslegt er t.d. að sjá að Waffen-SS maðurinn sem ég hef unnið að heimildavinnu um fyrir Simon Wiesenthal Center i Jerúsalem, sem óskar eftir því að hann verði dæmdur fyrir glæpi sem hann tók þátt í fangabúðu í Hvíta Rússlandi árið 1941-42, fékk minni dóm en Hjörtur Fjeldsted. Dönsk yfirvöld höfðu afar takmarkaðan áhuga á hugsanlegum morðum mannsins í Bobruisk í Hvíta Rússlandi. Réttarkerfi Dana var mjög furðulegt eftir síðari heimsstyrjöld.

Mig grunar, og leyfi mér að halda fram eftir að hafa lesið hundruði dóma í Københavns Byret frá þessum árum, að Hjörtur Fjeldsted hafi verið dæmdur allt of þungum dómi. Sekt hans var ekki eins alvarleg og fjölda annarra sem dæmdir voru svipuðum dómum, og það fyrir miklu verri afbrot. Nasistasleikjan Gunnar Gunnarsson framdi verri afbrot með blindir aðdáun sinni á nasismanum. Afbrot forsetasonarins Sveins Björns Sveinssonar, sem dæmdi mann til dauða og ofsótti konu kynferðislega (sjá hér) var mikill. Meðleikur Guðmunds Kambans í morði (sjá hér) og gyðingahatur flokksbundins krata á Íslandi (hér) voru að mínu mati miklu verri glæpir en gjörðir ungs manns sem fékk sér vinnu í Berlín og Hamborg til eiga til hnífs og skeiðar - og það voru svo sem til nasistar með vafasamari fortíð sem versluðu annars staðar í Lækjargötunni - en það er svo önnur saga.

Það var því að mínum dómi enginn morðingi eða harðvítugur nasisti sem seldi tóbak í Hjartarbúð. Íslensku morðingjarnir sátu hins vegar í góðum embættum, á ráðherrastól eða í ráðuneytunum. Það voru fyrirmenn sem t.d. vísuðu gyðingum á dyr og í dauðann með því að hafna fólki landvist. Í nútímanum sitja kollegar þeirra á sömu slóðum og tíma ekki að bjóða einum þeirra sem vísað var úr landi. Það var Felix Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Yfirvöld tíma ekki og vilja ekki bjóða honum til Íslands í tilefni af 80 ára afmæli hans. Felix var vísað úr landi með foreldrum sínum og systkinum árið 1938. Íslenskir mektarmenn sendu fjölskylduna í dauðann.

Það var ekki, og er ekki, sama hver maðurinn er.

"Upplifunin var hræðileg"

$
0
0

bjarni_79_a_sto_inni_1292440.jpg

Það er ekki að hverjum degi að fjölmiðlarnir færa manni brandarana á silfurfæribandi. Annan hvern dag, er víst nærri lagi.

Við frétt á visir.is er mynd þar sem má lesa að

"farþegi í vélinni sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli hafi sagt upplifunina hræðilega"

og þetta stendur vel að merkja undir mynd af vígalegum manni sem heldur því fram að landnámið hafi hafist fyrr en fréttir herma. Ég klikkaði á vígalega manninn, því ég var eitt augnablik farinn að halda að dr. Bjarni F. Einarsson væri flugdólgur sem hefði valdið nauðlendingu á heilli vél af Landnámsheittrúarfólki

Fyrir einhverja getur það vitaskuld verið hræðilegt upplifelsi að landnámið sé flutt til í tíma og ótíma, en ég tek það nú rólegar en nauðlendingu, þó Bjarni segist búinn að finna rústir frá því fyrir "hefðbundið" landnám. Ég hjó eftir því að hann nefndi ekki rústir í Vestmanneyjum landnám sem kollega okkar Margrét Hermanns Auðardóttir hélt til streitu að væru frá því fyrir landnám. Ættu þær rústir ekki að flokkast undir þær "stöðvar" sem Bjarni finnur svo margar af? Fyrir 25 árum síðan var Bjarni nú ekki alveg á því.

Hræðileg upplifun er það samt að sjá fornleifafræðing tína til aðeins eina (1) kolefnisaldursgreiningu máli sínu til stuðnings. Það er einfaldlega ekki nóg, þegar menn eru að granda heilagri kú eins og Landnámskvígunni frá 872, frá því um vorið.

Gripir þeir sem Bjarni hefur fundið á Stöðvarfirði sýna heldur ekkert ákveðið um aldur skálans hánorræna sem hann nefnir Sama í tengslum við. Ekki vill ég þó útiloka að fólk úr Norður-Noregi hafi sest að snemma á Íslandi og hef álíka lengi og jafnvel fyrr en Bjarni staðið fast á því (sjá hér, hérhér og hér, hér). Það staðfestist m.a. rannsóknum á mannabeinum frá Landnámsöld. Líklegt tel ég einnig vegna stjórnmálaástands í Noregi, að fólk úr norðurhéröðum landsins hafi frekar leitað á ný mið en þeir sem sunnar bjuggu. Þar var mikill fólksfjöldi og lítið landnæði.

En til að þetta sé heilsteypt, og ekki hriplekt hjá Bjarna, væri óskandi að hann fengi gerðar fleiri kolefnisaldursgreiningar og fyndi gripi sem óefað eru frá síðari hluta 8. aldar eða byrjun þeirrar 9. Mér er þó sama þótt hann finni ekki Sama.

Við leyfum við okkur að vona, en þangað til eru alhæfingar um landnám á fyrri hluta 9. aldar hræðileg upplifun og hálfgerð nauðlending í versta Erich von Däniken stíl.

Ritter Rottberger

$
0
0

felix_og_heidi_rottberger_1292834.jpg

Í gærkveldi sat ég eftirminnilega afmælisveislu Felix Rottbergers í Freiburg am Breisgau í Suður-Þýskalandi, er hann hélt upp á 80 ára afmæli sitt. Reyndar var afmælisdagurinn þann 16. sl. en veislan var haldin í gær í samkomuhúsi í austurhluta Freiburg ekki allfjarri heimili Felix, en hann býr í húsi í eigu gyðingasafnaðarins í Freiburg sem stendur við grafreit gyðinga, þar sem hann starfaði löngum sem umsjónar og gæslumaður.

Sjá nýlega færslu um Felix hér

Því miður gat ég ekki fært honum gjöf frá Íslandi, nema gott boð frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni sem er reiðubúinn að opna dyr sínar og bjóða til veislu til heiðurs Felix á Bessastöðum. Það er gott til þess að vita að flóttamenn séu einnig velkomnir þar á bæ. Það ættu Íslendingar að muna sem hatast út í flóttamenn nútímans og muna að þeir heyrast æði oft fara með sömu hatursyrðin um flóttamenn okkar tíma og þau fúkyrði sem féllu um gyðinga á Íslandi á 4. áratug 20. aldar.

Því miður gat íslenska ríkisstjórnin ekki boðið Felix nema að stinga upp á því að það yrði gert í tengslum við Háskóla Íslands, sem er vitaskuld í fjársvelti og hefur engin tök á að bjóða mönnum nema að fyrirvari sé góður. Utanríkisráðuneytið stakk upp á ráðstefnu. Um hvað, mætti maður spyrja? Kannski um hverjir voru meiri nasistar Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkur á 4. áratug síðust aldar. Það er óþörf spurning. Svarið er einfalt og þarfnast ekki ráðstefnu. Gyðingahatarar voru til í báðum flokkum og jafnvel einnig í Alþýðuflokknum. Kannski vilja menn nota tækifærið til að ræða Palestínu yfir hausmótunum á gyðingi sem var vísað úr landi á Íslandi fyrir 78 árum síðan? Hvað varð um íslenska gestrisni.

Rottberger sjálfur hefur mestan áhuga á að heimsækja grafir ömmu sinnar, Helene Mann, og móðurbróður síns, Hans Mann.

img_3805.jpg

Felix ásamt tveimur barnabarna sinna í veislunni í gær.

img_3743b.jpgÁður en gengið var í veislusal í Freiburg í gær kom hún "Ilse", og söng vísur og eina mjög blauta, enda Ilse á höttunum eftir hvaða karli sem er og tilkynnti það á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Vakti þetta óneitanlega mikla kátínu gesta. Einstaklega gott uppistand hjá Fräulein Ilse. Hún hefði örugglega ekkert á móti því að fá boð til Íslands, þar sem hún gæti náð sér í sveitamann (Framsóknargaur) og tugtað hann aðeins til og átt með honum börn og buru þegar hún væri ekki að þvo rykið og mál steinana meðfram vegunum hvíta.

Vona ég að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína, eða einhver önnur stofnun, t.d. íslenska þjóðkirkjan sem að mestu þagði þunnu hljóði í stað þess að hjálpa gyðingum, og bjóði Felix Rottberger og konu hans til Íslands, til að sýna að hann sé velkominn til þess litla lands sem sem svo lítilmótlega vísaði honum og fjölskyldu hans úr landi fyrir 78 árum síðan.

Það er ekkert að óttast hann er ekki terroristi frekar en 99,99999 prósent allra flóttamanna. Þeir sem hatast út í útlendinga í nauð eru hinir sönnu hryðjuverkamenn.

Felix Rottberger er nú riddari

218px-ger_bundesverdienstkreuz_2_bvk_svg.png

Í tilefni af afmæli Felix Rottberger var honum veitt riddaratign í Þýskalandi. Ekki væri dónalegt ef Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gæti séð til þess að einn lítill fálki flygi á brjóstið á Felix þegar hann loks kemur til landsins - þar sem hann fæddist -  en þar sem mátti ekki eiga heima.

Þýskaland, þýska ríkið, hefur nú veitt honum Verdienstkreuz am Bande og því fylgir riddaratign - og mun hann taka við nafnbótinni við athöfn í Berlín á næstunni. Hér má lesa rökin fyrir þessum heiðri og þar er Íslands vitaskuld getið - án þess þó að níðingsverk stjórnvalda sé nefnt. Íslensk yfirvöld létu þau dönsku vita, að ef Danir vildu ekki skjóta skjólshúsi yfir fjölskylduna, þá borgaði Ísland fyrir brottvísun þeirra frá Danmörku til Þýskalands. Já, þá voru menn svo sannarlega tilbúnir að borga.

Ég óska Felix innilega til hamingju með riddaratignina, og ef Ísland getur ekki boðið riddurum fæddum á Íslandi til landsins, er ég hræddur um að Ísland sé á andlegu flæðiskeri statt. Hugsið um það á þessum sunnudegi.

Felix Rottberger, Freiburg im Breisgau
Verdienstkreuz am Bande

Der ehemalige Mitarbeiter der jüdischen Gemeinde in Freiburg hat sich als Zeitzeuge bei der Erinnerungsarbeit große Verdienste erworben. 1935 flohen seine Eltern vor dem NS-Regime zuerst nach Island, wo er geboren wurde, 1938 mit ihm weiter nach Dänemark. Dort musste er sich getrennt von seinen Eltern verstecken und lebte in ständiger Angst, entdeckt zu werden. Um die Auswirkungen von Rassismus und Nationalismus zu verdeutlichen, geht Felix Rottberger seit langem in Schulen und Begegnungsstätten, diskutiert mit jungen Menschen über die Zeit des Nationalsozialismus und schildert eindringlich das Verfolgungsschicksal seiner Familie. Zudem bietet er für Schulklassen und Gruppen immer wieder Führungen in der Synagoge und auf dem jüdischen Friedhof in Freiburg an, bei denen er auch anschaulich jüdische Sitten und Gebräuche vermittelt. Mit seinem großen persönlichen Einsatz hat Felix Rottberger in Freiburg eine besondere "Kultur des Miteinander" geprägt.

img_3806_1292835.jpgHeidi Rottberger, eiginkona Felix Rottberger, tilkynnir gestum, með tárin í augunum, að eiginmaður hennar hafi hlotið Verdienstkreuz Þýskalands og hann þakkaði henni og sagðist aldrei hafa getað orðið það án hennar, enda er Heidi hans hans stóra hjálparhella og hefur borið 5 börn þeirra hjónanna. Myndina efst tók ég í byrjun mánaðarins, er Felix var á ferð í Danmörku og hélt fyrirlestur á eyjunni Møn. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson


Jews are still not welcome in Iceland

$
0
0

felix_der_islander_1293224.jpg

Last weekend I attended Mr. Felix Rottberger's birthday party. My good friend Felix, who is the first Jew born in Iceland, celebrated his 80th birthday. The birthday party was not held in Iceland but in Germany. His parents fled from Berlin to Iceland in 1935, later to be expelled by Icelandic officials in 1938.

Only a few people in Iceland fought openly for the rights of the family to stay there. Among them was a Danish diplomat, the first secretary in the Danish embassy in Reykjavik, C.A.C. Brun, who managed to delay the expulsion of the family to Germany and prevent that the family was shipped back to Germany in 1938. The Icelandic Government prepared a letter in Danish and German to the Danish authorities, in which the government announced that if Denmark didn't want the Jews expelled from Iceland in Denmark, Iceland would pay for their further deportation to Germany.

img_3149b.jpgThe exile in Denmark was not a very hospitable one either. Finally in 1955 after years of post-war harassment by Danish authorities Felix' parents Hans and Olga Rottberger moved to Germany with all their children and settled in Konstanz in the South of Germany. Later Felix moved to the city of Freiburg near the border to France and Switzerland, where he worked for decades as the caretaker of the old Jewish Cemetery in Freiburg.

When I received my invite to Felix Rottberger's birthday Party in August, I immediately began trying to get Iceland to invite Felix and his wife Heidi to Iceland to visit the country that expelled him at the age of two.

Felix, who is man of no great means, has as a devout Jew a longing to visit the grave-sites of his grandmother Helene Mann and her son and brother of Felix' mother, Hans Mann. My intention was for Felix to see the good things happening in the country which could not accept him 78 years ago and among other things to meet with the Jews living in Iceland.

The newly elected president of Iceland, historian Guðni Th. Jóhannesson, was immediately prepared to invite the Rottbergers to a reception and a grand dinner at his residence south of Reykjavík when they come to Iceland. However, an Icelandic president is not a man with the same power in the Icelandic society as the president of the USA or France have in their countries respectivly. The office of the Icelandic President is a tiny institution with a very limited budget. Thus the president advised me to contact the Icelandic government, i.e. the Foreign Ministry. I immediately wrote to the foreign minister, Mrs. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, who asked her permanent secretary to respond. The ministry on behalf of the government in office condition such an invite by handing the responsibility for it to the University of Iceland, where in the view of the ministry there should be held a conference in connection with an invite to Felix Rottberger.

When the media in Iceland are at the same time reporting about a record bad financial situation for Icelandic Universities, such an conference and invitation to Felix Rottberger wasn't anything which could be arranged in the nearest future. And a conference on what is the Foreign office thinking about, one must ask? Whom to blame for expelling Jews from Iceland in the later 1930ies? We know all the details. The research has clarified the crimes. The political parties responsible, and in office at that time, where the very same parties which are in office today.

Maybe someone is eager to discuss who was most anti-Semitic, the Independence Party (Sjálfstæðisflokkur) or the centre-right liberal Progressive Party (Framsóknarflokkur). Actually members of both parties were in the 1930s well inspired and fascinated by the Nazi ideology, and in the post-War period even members of a small Icelandic Nazi party were incorporated in the Independence Party. Some of the former Nazis where promoted to important and high positions in Icelandic post-WWII Society.

img_3816.jpg

Felix, with the black hat and his Israel-tie, surrounded by his siblings, relatives, children and grandchildren in Freiburg on 24 September 2016. All photos  by Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

The coming elections for the Icelandic parliament (Alþingi), at the end of October, were triggered after the fall of Prime-Minister Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, after he and his wife were exposed in the Panama Papers revelation as major Icelandic owners of off-shore assets well hidden from the tax office of the Icelandic welfare state.

The former PM, who is hoping for a swift come-back after the Panama Paper scandal, has blamed his fall on an international conspiracy lead by the Jewish business magnate George Soros. The blaming-it-on-George Soros - phenomenon is widely seen in Nazi and right extreme circles. Now Soros is also to blame for the moral perversion of a former Icelandic Prime Minister. The present foreign minister, who could not see the moral importance in inviting a Jew who was expelled from Iceland 78 years ago supports the candidate for the PM-office in the coming election, who blames his own cock-ups on Soros.

Could it be that Foreign Minister Mrs. Alfreðsdóttir also believes that George Soros was behind the alleged conspiracy against the former Prime Minister? At least she now openly supports a person who is in the habit of blaming his mistakes on a Jewish businessman and a Holocaust-survivor.

 There will be another government after the present one, which I sincerely hope will invite Mr. Rottberger to Iceland. Let's hope that a new government doesn't condition an invite for Mr. Rottberger with a seminar on the situation in Gaza.

Icelanders must learn to take collective responsibility for past mistakes and not blame all things bad which happen in Iceland on foreigners and the surrounding world. The blaming game, and in particular blaming the foreigners, and in extreme cases blaming the Jews for home-made mishaps, seems to be the main weakness of the Icelander, whenever there is the slightest trouble or crisis on the home front.

Icelander expelled Jews in the 1930s and have since than had a very strict and reclusive immigration policy were the "uniqueness" of the population has been seen as one of the arguments for admitting as few new settlers as possible. In 1939 one heard the same arguments for expelling the Rottberger-family as one hears for not admitting Syrian war-refugees today.

Since Icelanders, all 330.000 of them, are so unique and so eagerly want to play a role among the nations (which is also a phrase not so seldom heard), why not publicly apologize for the bad treatment of Jewish refugees in the 1930s and let an old man feel that he is welcome in Iceland after all the years of official silence since his family was cast out of Iceland in 1938?

The warm-hearted nature and wits of Mr. Rottberger is something Iceland would have benefited from if he had been allowed to become an Icelandic citizen. There is still time to become acquainted with him. Iceland can in fact still learn a lot from the world which surrounds it. People elsewhere are not so different from Icelanders.

img_4052.jpg

Photo Vilhjálmur Örn Vilhjalmsson

On 4 October 2016 Felix Rottberger will be decorated by the German president Joachim Gauch with the Verdienstorden der Bundesrepublik Deutschland in Berlin. Felix receives this honour for his lifetime efforts to educate about the Holocaust and the fate of the Jews in Germany. That mitzvah has become one of the most important ones in Felix Rottberger's life. Now Felix can call himself a "Ritter" (Knight) - A Knight of the Holocaust education and remembrance: Such knights are important in times where so many people try to forget or distort the memory.

From the web of the German President

Felix Rottberger, Freiburg im Breisgau
Verdienstkreuz am Bande

Der ehemalige Mitarbeiter der jüdischen Gemeinde in Freiburg hat sich als Zeitzeuge bei der Erinnerungsarbeit große Verdienste erworben. 1935 flohen seine Eltern vor dem NS-Regime zuerst nach Island, wo er geboren wurde, 1938 mit ihm weiter nach Dänemark. Dort musste er sich getrennt von seinen Eltern verstecken und lebte in ständiger Angst, entdeckt zu werden. Um die Auswirkungen von Rassismus und Nationalismus zu verdeutlichen, geht Felix Rottberger seit langem in Schulen und Begegnungsstätten, diskutiert mit jungen Menschen über die Zeit des Nationalsozialismus und schildert eindringlich das Verfolgungsschicksal seiner Familie. Zudem bietet er für Schulklassen und Gruppen immer wieder Führungen in der Synagoge und auf dem jüdischen Friedhof in Freiburg an, bei denen er auch anschaulich jüdische Sitten und Gebräuche vermittelt. Mit seinem großen persönlichen Einsatz hat Felix Rottberger in Freiburg eine besondere "Kultur des Miteinander" geprägt.

Pípusaga úr Strákey

$
0
0

sk-c-260c.jpg

Hér kemur góð blanda úr tóbakspung Fornleifs, blanda af sterku tóbaki sem ýmsir hafa hjálpað til með að rækta.

Verkefnið Allen die willen naar IJsland gaan, eða Allir vildu þeir til Íslands fara, er komið á fulla ferð. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á tengsl og verslun Íslendinga við Hollendinga á 17. og 18. öld. Ég er einn þátttakenda í verkefninu, en aðrir þátttakendur koma bæði frá Íslandi og Hollandi. Verkefnið er styrkt af RANNÍS.

Meðal þess sem gerst hefur í lok sumars er að dr. Ragnar Edvardsson, sem fer fyrir verkefninu, fór við annan mann út í Strákey á Ströndum (Strákey er ásamt Kóngsey úti fyrir Eyjafjalli milli Bjarnarfjarðar og Kaldbaksvíkur) til að gera forrannsókn á meintri hvalveiðistöð. Eftir nokkrar skóflustungur og örlítið skaf og krukk var ljóst að Ragnar hafði reiknað það rétt út líkt og oft áður, enda er Ragnar aðalsérfræðingur landsins í hvalveiðistöðvum á Íslandi á 17. öld. Leifar eftir Hollendinga fundust í eyjunni.

kort.jpg

Meðal þeirra forngripa sem komu upp á yfirborðið í Strákey í september voru tvö krítapípubrot (A og B hér fyrri neðan), sem Ragnar sendi mér myndir af. Brotin er ég nú búinn að láta hollenska sérfræðinga greina og niðurstöðurnar eru einstaklega skemmtilegar og áhugaverðar. Þær koma sömuleiðis heim og saman við ritheimildir um hvalveiðarnar við Ísland á því tímabili sem pípurnar eru frá.

A) Pípuhaus

img_7441_pipe_strakey_2106.jpg

Þetta er lítill haus og tunnulaga, sem er lögun sem bendir til fyrri hluta 17 aldar. Á hælnum er merki : A sem standandi róðukross gengur í gegnum. Hægra meginn við A-krossinn virðist einnig vera bókstafurinn A, en minni en sá sem ber krossinn. Bókstafurinn I á einnig að vera til vinstri við A-Krossinn, en sést illa.

Samkvæmt einum fremsta sérfræðingi Hollendinga í pípum, Don Duco við Pípusafnið í Amsterdam, sem ég hafði samband við, er pípuhausinn af gerð og lögun sem bendir til þess að pípan sé frá því 1630-40 og að hausinn gæti verið af pípu sem gerður var í Amsterdam eða Gouda. Nánari athugun og eftir að ég hafði samband við Jan van Ostveen fornleifafræðing og sérfræðing í krítarpípum gaf betri árangur.

Van Ostveen gat upplýst að stimpillinn á hæl pípunnar væri búmark pípugerðarmanns sem bar nafnið IA. Bókstafurinn I hefur ekki stimplast vel á hæl pípunnar í Strákey. IA gætu hugsanlega verið annað hvort Jacob Adams eða Jan Atfoort, sem framleiddu pípur í Amsterdam ca. 1630-40. Jan van Ostveen tekur fram að ekki sé fullvisst hvort þessara tveggja manna hafi framleitt pípuna.detail_1293279.jpg

Flestir tóbakspípugerðarmenn í Amsterdam, sem á annað borð merktu sér pípur sínar í byrjun 17 aldar, voru aðfluttir og erlendir að uppruna og flestir fluttir þangað frá Lundúnum og nánustu sveitum ensku höfuðborgarinnar. Jan Atvoort hét upprunalega John Atford (eða Hatford) og var ættaður frá "Sitnecoortne" (sem er mjög líklega þorpið Sutton Courtenay suður af Oxford). Í Amsturdammi bjó hann við Heiligeweg í hjarta borgarinnar, þar sem hann framleiddi pípur á tímabilinu 1625-1640. Jacob Adams kemur einnig til greina sem maðurinn sem bjó til pípuna sem fannst í Strákey fyrr í september. Hvor þeirra var framleiðandinn verður ekki skorið úr um að svo stöddu.

tek-huismerk-ia_fs_b.jpg

Teikning af sams konar pípu og fannst í Strákey árið 2016. Teikning Amsterdam Pipe Museum.

amsterdam_huismerkb.jpgLjósmynd Jan van Ostveen

B) Brot af pípuleggpipuleggur_strakey_2016.jpg

Brot af krítarpípuleggur, sem fannst í september 2016 í Strákey á Ströndum. Ljósm. Ragnar Edvardsson

Er ég hafði samband við Jan van Ostveen fornleifafræðing, sem er m.a. sérfræðingur í krítapípum, gat hann hann frætt mig um að pípuleggurinn sem fannst nýlega í Strákey væri frekar frá Gouda svæðinu og væri frá tímabilinu 1630-40. Hann upplýsir að skreytið sé óalgengt á pípum framleiddum í Amsterdam, en hins vegar að sama skapi algengt kringum Rotterdam og Gouda. Að sömu niðurstöðu komst Don Duco er upplýsti stutt og laggott: "The pipe stem is Gouda make, c. 1630-1635".

strakatangi_2007.jpgEinnig bar ég undir Jan van Ostveen brot af pípulegg sem fannst á Strákatanga árið 2007 (sjá mynd). Á Strákatanga á Ströndum(sem liggur á tanga við Hveravík sem áður hét Reykjarvík við norðanverðan Steingrímsfjörð) var einnig hvalveiðistöð sem Ragnar Edvardsson hefur rannsakað. Ég hafði fundið brot með sams konar skreyti og á pípuleggnum frá Strákatanga. Ég fann hliðstæðuna í skýrslu frá rannsókn í bænum Gorinchem sem ekki er allfjarri Rotterdam. Skýrsluna hafði Jan van Ostveen ritað. Mikið rétt, pípur með sama skreytinu og á leggnum sem fannst á Strákatanga árið 2007 hafa samkvæmt Jan von Ostveen fundist í bæjunum Rotterdam, Gorinchem, Breda, Den Bosch og Roermond og er hægt að aldursgreina þær til 1630-1645. Jan van Ostveen telur að pípur þessar séu framleiddar í Rotterdam og hafi haus pípunnar verið án skreytis. Hann hefur skrifað um þessar pípur (Sjá Oostveen, J. van (2015), s.77).

Ritheimildir

Nú vill svo til að á þeim árum sem ofangreindar pípur í Strákey og Strákatanga voru búnar til voru Hollendingar við hvalveiðar á Íslandi. Ekki þó í leyfisleysi og í trássi við reglur einokunarverslunarinnar. Verð á hvalalýsi hækkaði um 1630 eftir mikla lægð sem dregið hafði úr hvalveiðum við Ísland um tíma. En nú hafði Islands Kompagnie verslunarfélagið (stofnað 1619, sjá t.d. hér) sem hafði töglin og hagldirnar í versluninni á Íslandi, orðið þess vísari hve arðbærar hvalveiðar væru. Félagið vildi fara út í hvalveiðar og koma í veg fyrir hvalveiðar annarra. Því var haft samband við krúnuna og konungur veitti félaginu einkarétt á hvalveiðum við Ísland með konungsbréfi dagsettu 16. desember 1631. En félagsmenn höfðu hins vegar litla sem enga reynslu af hvalveiðum og vantaði skip til slíkra veiða. Þess vegna var haft samband við mann í Kaupmannahöfn, Jan Ettersen að nafni, sem hafði reynslu af slíku. Öll skip sem stunduðu hvalveiðar fyrir Islands Kompagnie við Ísland á 4. áratug 17. aldar voru því hollensk sem og áhafnir þeirra. Skip Íslenska kompanísins voru tekin á leigu í Rotterdam og Delfshaven, sem lá nærri Rotterdam og er í dag hluti af Rotterdam.

Jan Ettersen var tengdasonur Christoffers Iversens sem var rentuskrifari (fjármálaráðherra). Iversen var vellauðugur og stundaði við hlið embættisgjörða sinna í fjálmálunum mikla verslun við Holland. Gegnum sambönd Iversens komst Ettersen í samvinnu við kaupmanninn Harmen Bos og bróðurson hans Pelgrum Bos í Amsterdam. Þeir voru báðir ættaðir frá bænum Delfshaven við Rotterdam og áttu þar skip með öðrum kaupmönnum. Þeir Bossarnir í Amsterdam sköffuðu skipin og áhafnir. Forstjóri hvalveiða Islandske kompagnie var Jacob Sebastiansz Coel, sem búsettur var í Kaupmannahöfn en átti einnig ættir að rekja til Delfshaven nærri Rotterdam.

Meðal þeirra skilyrða sem konungur setti fyrir leyfisveitingunni til handa Islands Kompagnie i Kaupmannahöfn árið 1631 var, að mannað yrði skip, eins konar birgðaskip og flutningaskip, sem einnig var hugsað sem landhelgisskip, sem með vopnum ef nauðsyn var, kæmu í veg fyrir hvalveiðar annarra, Dana eða Hollendinga, sem í leyfisleysi veiddu hval við Ísland.

Skipið de Jager (Veiðimaðurinn) að minnsta kosti 150 lesta skip frá fra Delftshaven var sent með hvalveiðiskipunum til að þjóna þeim skilyrðum sem kóngur setti. Um borð voru:

14 gotlingar (fallstykki), 2 stenstykker (fallbyssur fyrir steinkúlur), 6 "donder bussen" (dúndurbyssur) og 12 muskettur (rifflar) með tilheyrandi skotfærum.

Áður en de Jager var sent til Íslands til að vernda "hollenskar" hvalveiðar Islands Kompagnie á Ströndum, hafði það og skipstjóri þessi til margra ára, Dirch Cornelisz (Cornelíusarson) t'Kint siglt á Frakkland og suðlægari lönd til að ná í vín fyrir Hollandsmarkað.

Hvort það var t'Kint sem tottaði pípurnar í Strákey og á Strákatanga skal ósagt látið, en þar sem pípurnar voru frá heimaslóðum hans og faktoranna sem útveguðu skipið, og meðan að engir aðrir máttu veið hval við Ísland á þeim árum sem pípurnar eru tímasettar til, er varla nokkur vafi á því að pípurnar eru komnar í Strákey og á Strákatanga úr þeim flota hvalveiðiskipa sem skipið de Jager fylgdi til Íslandsmiða á 4. áratug 17. aldar.

Hér sjáum við ljóslega hve ritheimildirnar og fornleifafræðin geta leikið léttilega saman, þó menn séu ekki að skálda á kjánalega hátt eins og oft hefur hent í íslenskri fornleifafræði á síðari árum. Fornleifafræðingar sem hafna ritheimildum vaða einfaldlega í villu og vita ekki hvers þeir fara á mis. Hinir sem búa svo til góðar sögur, t.d. um eskimóa og fílamen á Skriðuklaustri eða stærsta klaustur í Evrópu á Suðurlandi fyrir sjónvarpið og aðra miðla eru einnig í einhverju fræðilegu hallæri.

Ekki þurfti nema tvö pípubrot sem fundust við frumrannsókn og vandlega rannsókn á brotunum til að sýna okkur og staðfesta hve merkileg tengsl Íslands við Holland voru fyrr á öldum.

Að mati Fornleifs eru pípubrotin úr Strákey með merkari fundum fornleifavertíðarinnar árið 2016, þó þau hafi ekki enn komist í sjónvarpið. En ekki er að spyrja af því. Áhuginn á Vestfjörðum er í takt við vitsmuni þeirra sem starfa á RÚV.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson/Í verkefninu Allen die willen naar IJsland gaan (2016)

Heimildir:

Dalgård, Sune 1962. Dansk-Norsk Hvalfangst 1615-1660: En studie over Danmark-Norges Stilling i europæisk merkantil Expnasion. C.E.C. Gads Forlag.

de Bruyn Kops, Henriette 2007. A spirited Exchange:The Wine and Brandy Trade beteen France and the Dutch Republic in its Atlantic Framework, 1600-1650. Brill, Leiden-Boston., s. 161.

Duco, Don 1981. De kleipijp in de 17e eeuwse Nederlanden. BAR V 1981.

Friederich F.H.W. 1975. Pijpelogie. A.W.N.-mnonografie no.2, 1975.

Oostveen, J. van, 2015. Tabak, tabakspijpenmakers en hun producten in Rotterdam (1600-1675). BOOR notitie 19, Rotterdam, (sjá síðu 77, mynd 100).

Paulsen Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson, 2008. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report. NV nr. 5-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.

Rafnsson, Magnús og Ragnar Edvardsson 2011. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field Report. NV nr. 5-11. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.

Simon Thomas, Marie 1935. Onze IJslandsvaarders in de 17de en 18de Eeuw: Bijdrage tot de Geschiedenis van de Nederlandsche Handel en Visscherij. N.V. Uitgevers-Maatschappij ENUM, Amsterdam.

Upplýsingar vinsamlegast veittar í tölvupóstum af Don Duco 15.9.2016 og Jan van Ostveen 29. og 30. 9. 2016.

Heilagur Vitus í Freiburg

$
0
0

st_vitus.jpgFyrir viku síðan dvaldi ég í Þýskalandi, nánar tiltekið í Freiburg, þar sem ég var gestur í afmælisveislu Felix vinar míns Rottbergers (sjá færslu hér fyrir neðan).

Freiburg er forn háskólaborg og trúarmiðstöð kaþólskra. Einhverjir Íslendingar hafa lagt stund á nám í Freiburg og þykir þar ekki dónalegur háskóli. Borgin varð mjög illa út úr síðara heimsstríði. Mikið magn af sprengjum rigndi yfir hana í nóvember 1944 og 90 % gamla bæjarhlutans voru jöfnuð við jörðu. 

Nokkuð var þó öðruvísi farið með sprengjuregnið í Freiburg en í flestum öðrum borgum Þýskalands. Þýskt stórskotalið taldi vegna mistaka að borgin væri frönsk, enda skammt til landamæra Frakklands. Þjóðverjar töldu að í borginni væru herir bandamanna búnið að hreiðra um sig. Því fór sem fór. Þjóðverjar réðust á sjálfa sig. Aleppó er ekkert einsdæmi.

Á árunum eftir stríð var gamli bærinn byggður upp aftur eftir gömlum myndum, teikningum og jafnvel minni. Endurreisn gamla bæjarins hefur tekist upp og ofan, en margt er þó með ágætum. Í dag sver Freiburg sig því í ætt við "gamla Selfoss", leikmyndabæ sem fyrrverandi forsætisráðherrann vildi byggja úr timbri frá BYKO, þó svo að aldrei hefði sprungið nema borðsprengja og nokkrir botnlangar á  Selfossi.

Ekki fóru allir forngripir forgörðum í Freiburg og þar er ágætt borgar- og miðaldasafn, Augstiner Museum, sem er í gömlu Ágústínaklaustri.

Þar fann ég þetta skemmtilega líkneski frá 1500-1525, sem sýnir háheilagan mann sem tekinn hefur var með buxurnar niðrum sig og hefur síðan verið látið krauma í eigin feiti, ekki ósvipað og sá fyrrverandi sem vildi reisa Selfoss í áður óþekktri dýrð. Þau jarteikn gerast nefnilega á stundum að rassberir menn eru teknir í heilaga manna tölu, sér í lagi ef talið er að þeir séu sakleysið uppmálað.

Þarna er auðvitað á ferðinni heilagur Vitus sem uppi var um 300 e. Kr. í Litlu-Asíu, ef það er ekki lygi. Diocletianus keisari lét sjóða Vitus í olíu fyrir þær sakir einar að Vitus var kristinn. Keisarinn var líklegast félagi í Vantrú, því ekki hefur hann verið múslími. Sánkti Vitus telst í kaþólskum sið til eins hinna 14 hjálpardýrlinga sem gott þykir að heita á í veikindum og vandræðum. Vænlegast þótti að heita á hann ef maður var barn eða unglingur eða fyrir fólk sem haldið var flogaveiki og krampa. Hann dugði þó skammt fyrir fórnarlömb presta sem hafa fengið gott fólk á Íslandi til að greiða 200.000.000 króna í bætur fyrir ósannaðar sakir erlendra presta. Kannski vantar líkneski af Vítusi í Landakotskirkju.

Einhver veltir líklega fyrir sér af hverju af er hægri höndin á Vítusi. Ég veit bara eitt, það er ekki George Soros að kenna.

Blessuð sé minning hans.

"Í olíu, fyrr má nú fyrr vera. Mikið þurftu sumir menn að þola til að við gætum orðið svona ferlega siðmenntuð á okkar tímum."

Eros í Reykjavík

$
0
0
sigurdur_er_sjoma_ur.jpg

Þegar ég heyrði hér um árið um danska dátann, sem tróð sér inn í Kaupþingsbanka í Reykjavík í annarlegu ástandi, stal þar hundraðköllum, dó svo og reis upp frá dauðum eftir kossa og hnoð í lögreglubíl, kemur upp í huga mér bókin Eros in Reykjavík, sem er skáldsaga á hollensku.

Bók þessi var eftir hollenska gyðinginn og hommann Ali Cohen (1895-1970), sem aldrei kom til Íslands að því er ég best veit. Bókin kom út árið 1931 í Amsterdam hjá Querido forlaginu.

Söguþráðurinn er þessi í grófum dráttum:  

Þrjú skip eru stödd í höfninni í Reykjavík, norskt skip, danskt herskip og Eros, glæsilegt, hvítt farþegaskip sem er komið frá Skotlandi, en sem siglir undir fána fjarlægs lands. Áhöfnin og farþegarnir um borð hafði farið víða um lönd. Veisla er skipulögð á Eros að næturlagi og íslenskum stúlkum úr landi og áhöfnum hinna skipanna er boðið til hennar. Þetta er hörkupartí og menn komast að ýmsu um söguhetjurnar í því annarlegu ástandi sem sumir veislugesta komast í. Daginn eftir fara sumir ferðalanganna af Eros með íslensku blómarósunum í bíltúr til goshvers sem spýtir upp vatni einu sinni á dag. Má telja víst, að þar sé verið að segja frá Geysi. Danskur matrós, sem í hita veislunnar kvöldið áður, kemst að ýmsu um sjálfan sig, reynir að þvo af sér þær uppgötvanir með því að kasta sér til sunds í höfninni. Ekki vill betur til en að hann fær krampa og drukknar.  

Bókin er hómó-erótísk, eitt fyrsta verk af þeirri tegund á hollensku. Það þýðir á mannamáli, að dátinn sem drukknaði var ekki eins og Fylludátar voru flestir, en þeir döðruðu við íslenskar stúlkur og skildu eftir sig mörg efnileg börn með bætt erfðamengi á Íslandi. Dátinn sem drukknar í sögunni Eros in Reykjavik sigldi á önnur mið og banka en félagar hans. Kannski hefur dátinn sem vildi ná sér í hundraðkarla í Kaupþingi komist að hinu sanna um sjálfan sig í teiti kvöldið áður. Hver veit?

ali_cohen.jpg

Lodi Ali Cohen árið 1940. Málverk eftir Kees Verwey sem hangir í Frans Hals Museum i Harleem í Hollandi.

Lodewijk (Lodi) Ali Cohen, eins og höfundur hét fullu nafni, starfaði lengstum sem lögfræðingur. Hann lifði af stríðið og var þekktastur fyrir ljóð sín og fyrir að hafa snemma verið yfirlýstur hommi.

Eros in Reykjavik

Odin med sin solhat på Fyn

$
0
0

web2-odin-with-horns-and-birds-museum-east-fyn.jpg

Af og til tager Fornleifur skeen i den anden hånd og skriver dansk på gadeniveau. Et fantastisk fund som danske amatørarkæologer gjorde i august i år på Fyn har gjort denne danske epistel dødnødvendig.

web-odin-with-horns-and-birds-museum-east-fyn-500x333.jpg

Ved Mesinge på Hindsholm fandt man på en bar mark en yderst interessant Odin-figur. Lignende genstande har man tidligere fundet i Sverige (i Levide og Uppåkra), samt i Rusland (Staraja Ladoga).

oden-levida-full-figure-214x300_1293677.jpg

Odin fra Levide

odin_uppakra_skane.jpg

Odin fra Uppåkra

De fynske arkæologer mener, at det som figuren bærer på hovedet og visse mennesker ville tolke som horn på en hjelm, er stiliserede ravne, d.v.s Huginn og Muninn. Selvom der her ikke skal afvises at der er tale om stiliserede ravne, er der dog intet tydeligt ved udformningen af "hovedprydet" som minder om ravne - og som bekendt kunne man i vikingetiden sagtens stilisere ravne bedre end med de buer som man ved første øjekast tolker som ravne.

Her skal der ikke rokkes ved den antagelse at det drejer sig om en gengivelse af selveste Odin den øverste af Aserne. Ej heller vil der her forsøges at overbevise nogen om, at Odin havde horn monteret på en ussel hjelm.

Tror man derimod på skriftlige overleveringer fra Island, ved vi at Odin bar mere end 200 forskellige navne, hvoraf man skulle kende nogle da man gik i gymnasiet på Island i min ungdom.  

Den lærdom som blev banket ind i ens hoved på Island dengang får mig til at overveje, at man i stedet for at se to ravne på Odins hoved, når de normalt satte sig på hans skuldre og hviskede ham i ørerne, skulle forestille sig en hat. Jeg vil faktisk vove min arkæologpels ved at fremlægge den alternative hypotese, at Oden bærer en hat på den nyfundne figur fra Mesinge.

Ikke hvilken som helst hat, men guden Hermea' hat - en ægte græsk solhat for vandrere.

k11_7hermes.jpg

Jeg er ikke den første til at påpege et slægtskab mellem Hermes og Odin. En af de første til at gøre det var den hollandske germanistiker Jan de Vries (1890-1964). De Vries påpegede i sin Altgermanische Religionsgeschichte visse ligheder mellem Odin og Hermes samt Hermes og hinduismens gud Rudra.

Her skal de Vries hypotese underbygges ved præsentationen af tre af Odins navne for at at understøtte slægtskabet med Hermes:

Höttr (Hat)

Síðhöttur (Bredhat/langhat)

Gangari, Ganglari eller Gangleri  (Vandrer, vandrermand)

Hermes bar gerne en stor hat for vandrere, med store skygger som beskyttede dem for solens stråler. Hans hat havde en ganske lille puld. Den slags hatte som Hermes bærer i antikkens kunst kendetegnes på græsk som πέτασος (Petasos). Hermes var sendebud og vandrede meget. Det havde han til fælles med Odin.

k12_14dionysos.jpg

Desuden var et andet af Hermes' attributter en vandrestav eller et spyd. Spyddet var også et attribut som var fastankret til flere af Odins mange navne. Nogle af de navne han bar, som har tilknytning til spyddet, er:

Geirlöðnir (Spyddets bud)

Geirölni (Spyd angriber)

Geirtýr (Spydgud)

Geirvaldr (Spydmester)

Biflindi  (Spydryster - som må vel oversætters som Shakespeare på engelsk)

Darraður (Spydmand)

euphronios_krater_side_a_met_l_2006_10.jpg

lekythos_of_hermes.jpg

image005.jpg

Jagtguden Hermes med alle sine spyd og en bue. Læg mærke til hatten.

Eftersom jeg savner dyb viden om guden Rudra, tør jeg ikke uddybe noget om Rudras lighed med Odin. Men blot dette:  Rudra bliver ganske vist kendetegnet som den mægtigste af alle guder som fint korresponderer med definitionen af Odin:  Æðstur Ása. Desuden var Rudras attribut ikke et spyd, men en drabelig trefork, og i stedet for at være spydgud var han først og fremmest en bueskytte i lighed med Hermes.

hermes_warrior_louvre_g515_b.jpg

Hermes holdt gerne et lille scepter som med tiden er dog blevet bedre kendt som Mercurs slangestav. Men kigger man på tidlige fremstillinger af Hermes med sin stav på græske lerkar, kan man klart se, at der oprindeligt ikke var tale om så tydelige slanger på staven som i den romersk gudekunst.

Der er derimod store ligheder mellem formen af den Hermes stiliserede scepter og de meget senere skandinaviske Odin-fremstillinger, f.eks. den som er fundet ved Mesinge. Der kunne naturligvis være tale om tilfældigheder. Men det som Odin bærer på hovedet ligner dog mere en hat end to hviskende ravne. Sammen med mytologiens navneregister for Odin som bar store hatte og spyd lige som hans kollega Hermes, så er jeg i hvert fald tilbøjelig til at tro, at Odin snarere har græske aner, end at han var gay (bøsse), sådan som visse forskere indenfor det fortræffelige fag arkæologiske gender-studier (bl.a. Brit Solli, Oslo) hare fantaseret over. Måske var han det også - i hvert fald en smule bi. Hvad genstanden fra Mesinge var, må man nu diskutere. Den var dog ikke en fragmentarisk øloplukker.

Þegar Íslendingar drukku tóbak

$
0
0

2xzjvo.jpg

Til viðbótar ritgerðum mínum um tóbaksnotkun og pípureykingar Íslendinga á 17. öld (sjá hér og hér) langar mig að bæta við nokkrum upplýsingum sem einhverjum þykja vonandi bitastæð tíðindi.

Seiluannáll segir svo frá við anno 1650:

Það bar til vestur í Selárdal, að maður þar nokkur vanrækti kirkjuna á helgum dögum, þá prédikað var, en lagðist í tóbaksdrykkju um embættistímann; var hann þar um áminntur af prestinum, en gegndi því ekki, og hélt fram sama hætti; en svo bar til einn sunnudag, að hann var enn að drekka tóbak, og gekk svo út og upp á kirkjuvegginn; var þá lítið eptir af prédikun, sofnaði svo strax og vaknaði aldrei þaðan af; lá svo dauður, þá út var gengið.

Ljót var sú saga, sem einnig var sögð í Vallholtsannál. Tóbaksdrykkja er einnig iðja sem þekktist á Englandi á 17 öld, og greinilega varð einhver bið á því hvenær menn fóru að nota sögnina að reykja eða to smoke fyrir þessa iðju. Hollendingar töluðu einnig um að drekka tóbak, tabak drinken, og furðuðu sig á því að Þjóðverjar notuðust enn við það orðtak árið 1859 (sjá hér), þegar Hollendingar voru fyrir löngu farnir að reykja (roken).

Sögur af skjótum dauða manna sem reyktur voru nokkuð algengar á 16. öldinni, en komu líklega til vegna þess að yfirvöld litu með áhyggjum á þessa frekar dýru nautnavöru sem gróf undan efnahag sumra landa. Hugsanlega hefur verið einhverja óværa í tóbaki mannsins í Selárdal, eða hann hálfdauður af einhverju öðru en tóbaki.

Jakob (James) I Englandskonungur gaf árið 1603 út tilkynningu um siðferðislegar hættur reykinga og hækkaði tolla af tóbaki sem Elísabet fyrst hafði lækkað mjög. Beta reykti víst eins og strompur. Áhugi á tóbaki í byrjun 17. aldarinnar tengdist að einhverju leyti þeirri trú að tóbakið kæmi í veg fyrir sýkingar og pestir. Jakob I fyrirskipaði árið 1619 konunglega einokun á ræktun og innflutningi á tóbaki og nokkrum árum síður bannaði Ferdínand III keisari alla "tóbaksdrykkju".

gerrit_dou_man_smoking_a_pipe_c_1650_rijksmuseum_amsterdam.jpg

Maður drekkur tóbak og öl. Málverk eftir Gerrit Dou, frá ca. 1650. Rijksmuseum Amsterdam. Pennateikningin efst hangir á sama safni og er frá því fyrir 1647 og eftir Adriæn van Ostade

En allt bann kom fyrir ekkert, og er Urban VIII páfi auglýsti þetta nautnaefni með því að lýsa því yfir árið 1624 að tóbaksdrykkja færði notendur nærri "kynferðislegri alsælu", jók það frekar reykingar frekar en hitt.  Múslímar voru einnig hræddir við tóbak. Murad IV súltan bannaði reykingar og hótaði mönnum aftöku (lífláti) ef þeir færu ekki að skipunum hans. Mikael Rússakeisari bannfæri árið 1640 reykingar sem dauðasynd, og reykingamenn í Rússlandi voru hýddir og varir þeirra skornar í tætlur. Ferðalangur sem kom til Moskvuborgar árið 1643 lýsir því í dagbók, hvernig reykingamenn og -konur megi eiga vona á því að nef þeirra séu skorin af ef þau eru tekin í þeirri hættulegu iðju að drekka tóbak.

Þess má geta að í 92. spurningarlista Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands var fyrir einhverjum árum síðan spurt á þennan hátt:

Kannast menn við orðtakið "að drekka tóbak" ? Hvað merkti það?

Vonandi skráir þessi virðulega deild hjá sér hvar hér upplýsist um tóbaksdrykkju. Annars getur hún troðið þeim upplýsingum í vörina eða sogið þær í nösina.

Aðrar tóbakshættur

Íslenskri annálar greina frá annarri hættu við reykingar sem menn þekktu þá. Greint er frá líkamsmeiðingum og drápum í tengslum við uppgjör varðandi innflutning á tóbaki. Minnir ein lýsing á sitthvað úr undirheimum eiturlyfjagengja á Íslandi í dag. 

Í Sjávarborgarannál er við árið 1639 greint frá húsbrunum sem rekja mátti til reykinga:

Um haustið brunnu 2 hús á hlaðinu á Járngerðarstöðum í Grindavík með öllu fémætu þar inni, item skemma á Ási í Holtum, hvorutveggja af tóbakseldi.

 

rope-tobacco.jpg

 

819860037e62f8e3e90866d7b7affabd_1293821.jpg

 

Elsta heimild um tóbaksútflutning til Íslands

Nýverið rakst Fornleifur á elstu heimild um tóbaksútflutning til Íslands sem þekkt er úr heimildum  og sem ekki hefur áður verið birt í íslenskum ritum.  

Árið 1636 kemur fram í sjölum frá borginni Yarmouth, sem kölluð var Járnmóða á íslensku og var Íslendingum af góðu kunn enda var þangað flutt mikið magn af vaðmáli og fiski, að kaupmaður í borginni af hollenskum ættum, de Mun að nafni, hafi hafi flutt inn 15 pund af tóbaki frá Rotterdam sem hann sendi áfram til Íslands og seldi fyrir fisk.

Eins og áður greinir (sjá hér) kom maður, Rúben að nafni, Jóni Ólafssyni Indíafara upp á að reykja á skipinu sem Jón sigldi á til Englands árið 1615 og hóf þar með hið ævintýralegt lífsferðalag sitt. Annar maður var um borð á skipinu og var sá frá Járnmóðu og vildi fá Jón með sér þangað. Maðurinn frá Yarmouth, sem var skipherramæti (þ.e. fyrsti stýrimaður) tefldi og glímdi oft við Jón, en skipherrann Isaach Brommet, sem var af hollenskum ættum, varaði Jón við félaganum frá Yarmouth.

roll-cake.jpg

Rulla

escudo_coin.jpg

Medalía (Escudos, coins)

Tóbak sem flutt var til Íslands á 17. öld voru að öllum líkindum tóbaksblöð snúin í reipi sem undin voru upp á 1-1,5 langar rúllur - ellegar minni rullur af tóbaki eins og greint er frá í annálum á 17. öldinni, sem voru tóbaksblöð sem pressuð voru í sívalninga og reyrð með bandi, á breidd við sveran karlmannsframhandlegg. Á okkar dögum er slíkar rullu kallaðar "roll cake". Menn skáru síðan það sem þeir þurftu að reykja þvert á rúlluna líkt og þeir skæru bita af vænni pylsu, og eru slíkur tóbaksskurður það sem síðar kallast "Navy cut" og skífurnar nefndar medalíur (coins á ensku eða escudo á spænsku).

joos_van_craesbeeck.jpg

Þið getið hér fengið sýnishorn af 17. aldar tóbaksreyk. Setið bendilinn á nefið á reykingamanninum og klikkið. Reykurinn verður sendur í tölvupósti.

Mansal

$
0
0

2153595_c.jpg

Íslenskar konur hafa heldur mikið farið kaupum og sölum á hinum síðustu og verstu tímum. Sér í lagi undirgefnar konur í þjóðbúningum í upphlut með silkisvuntu og skúfhúfu. Þannig var þeim pakkað inn áður en kvenréttindi voru viðurkennd að nafninu til. Erlendis lýsa menn ólmir eftir íslenskum konum af þessari klassísku gerð og sækjast eftir postulínshúð þeirra og brothættri sál og greiða mætavel fyrir.

1qorlj.jpg

Nýverið voru tvær slíkar boðnar upp í Danmörku og vildu augsýnilega margir eignast þær. Ég hefði hugsanlega keypt eina þeirra, sem meira var í varið, hefði ég heyrt tímanlega af uppboðinu. En hún hlaut hæsta boð einhvers dansks dóna, sem mun þukla hana og stöðum sem engan getur dreymt um nema einhverri forsetaefnisómynd í Bandaríkjunum.

Ég er sér í lagi að tala um konuna sem ber nafnnúmerið 12164 undir iljum sér, en við gætum bara kallað hana Guðríði. Hún var upphaflega framleidd í Konunglegu Postulínsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn á fyrsta fjórðungi 20. aldar.

Hún var hluti af röð þjóðbúningastytta sem danski listamaðurinn Carl Martin-Hansen (1877-1941) hannaði fyrir Kgl. Porcelæn á árunum 1906-1925 og sem báru heitið Danske Nationaldagter. Þetta voru styttur af fólki í þjóðbúningum dansks Konungsríkisins, dönskum, færeyskum, íslenskum og grænlenskum. Bjó Carl Martin-Hansen til myndir af fullorðnu fólki jafnt sem börnum, en ekki er þó vitað til þess að íslensk börn eða karlar hafi farið kaupum og sölum.  Stytturnar af fullorðna fólkinu voru jafnan 30-34 sm háar og vel gerðar. Einn hængur var þó á listaverkum þessum, sem fólki gafst færi á að prýða stássstofu(r) sína með. Andlitin voru svo að segja öll eins. Stytta af konu frá Amákri (Amager) var með sama andlitið og konan frá Íslandi og börnin voru öll með það sem Danir kalla ostefjæs, nema grænlensku börnin sem eru iðuleg hringlaga í fasi án þess að hægt sé að tengja það sérstaklega osti.

l3gnuqh.jpg

Fölsk kerling sem seld var á 10.700 krónur árið 2014.

Ef einhver á svona styttu á Íslandi,sem er ósvikin og ekta (því heyrt hef ég að þjóðbúningastyttur Martin-Hansens sé farið að falsa í Kína), þá hafa þær farið á allt að 10.700 krónur danskar. Það gerðist árið 2015 á Lauritz.com netuppboðsfyrirtækinu danska (sjá hér), þar sem oft hefur reynst mikill misbrestur á heiðarleika í sölumennskunni og kunnáttu starfsmanna á því sem þeir reyna að selja. Styttan sem seld var af þessu undarlega fyrirtæki á þessu uppsprengda verði hafði ekki einu sinni nauðsynlega stimpla og málaramerki konunglegu Postulínsverksmiðjunnar, máluninni á styttunni var sömuleiðis ábótavant miðað við styttu sem seld var fyrr á uppboði Bruun Rasmussen fyrir miklu lægra verð en sú var með alla nauðsynlega stimpla og merkingar.

Bið ég lesendur mína að taka eftir tímasetningunum á boðunum og hvenær menn bjóða á nákvæmlega sama tíma sólahrings, og hvernig mótframboð stangast á í tíma (sjá hér).

Spurningin sem gæti vaknað í hugum gagnrýninna manna er, hvort menn sem láta framleiða eftirlíkingar í Kína afhendi styttur til sölu hjá uppboðshúsum og láti mismunandi aðila, þ.e.a.s. vitorðsmenn sína, bjóða í hana til að hækka verðið og lokki þannig ginkeypta Íslendinga sem vilja hafa styttu af ömmu æsku sinnar uppi í hillu til að kaupa hana á hlægilega uppsprengdu verði. Í Danmörku er nefnilega mikið til af fólki sem gjarna selur ömmu sína. Á Íslandi eru aftur á móti til margir sem eiga skítnóg af peningum og vita jafnvel ekki aura sinna ráð.

l2umela.jpg

Lauritz.com stundar þá iðju að halda uppboð á netinu og er fyrirtækið misfrægt fyrir. Vefssíðan Kunstnyt.dk hefur vígt starfsemi sína því að koma upp um vanþekkingu og hugsanlega sviksemi uppboðsfyrirtækisins lauritz.com. Af nógu er greinilega að taka. Hér er t.d. dæmi starfsemi þeirra og aðstoðarmenn vefsíðunnar hafa t.d. fundið málara í París sem framleitt hefur fölsuð málverk fyrir uppboðsfyrirtækið. Lögreglan í Danmörku gerir svo að segja ekkert í svikamálum fyrirtækisins, enda vinna þar fábjánar fyrir það mesta. Danska Dagblaðið Berlingske Tidende skrifar gagnrýnar greinar um Lauritz en fólk heldur áfram að láta snuða sig og aðaleigandi fyrirtækisins keypti sér nýlega stóra vínhöll í Frakklandi áður en fyrirtækið sem einnig starfar á hinum Norðurlöndunum og á Spáni var skráð á verðbréfamarkaðnum í Kaupmannahöfn.

Varið ykkur landar sem kaupið sögu ykkar í postulíni. Konan í upphlutnum eftir Carl Martin-Hansen, er ekki öll þar sem hún er séð. Kaupið þið hana á 10.700 DKK, gætuð þið alveg eins verið að kaupa kerlingu sem er gul á húð undir farðanum og postulínsbrosinu og sem eldar chop suey í stað saltkjöts og bauna. Það þarf meðal annars að líta aðeins upp undir pilsfaldinn á henni til að sjá hvers kyns hún er. Skúfurinn kemur einnig upp um þá kínversku og balderingarnar á vestinu. Eðlilegt verð fyrir ekta styttu er 2-2500 DKK. og ekki krónu meir.

Tvær efstu myndirnar eru af ófalsaðri framsóknarmadömmu Konungslegu Postulínsverksmiðjunnar í Kaupmannahöfn, en hinar eru myndir af svikinni vöru.

l3_b.jpg

Kínverjar þekkja ekki balderingarnar á upphlut þegar þeir falsa íslenskar hefðarkonur og fá þeir greinilega lélegar ljósmyndir frá þeim sem panta verkið og sjá því ekki smáatriðin.

Hér má lesa færslu Fornleifs um aðra ömmu æskunnar sem óprúttið fólk lét búa til úr stolinni "hugmynd" og var það meira að segja verðlaunað fyrir. Þá kom makalaus athugasemd frá Gústafi Níelssyni fv. súludansstaðareiganda og Gretti íslenskra stjórnmála.

AMMA


Heljarskinn - asískt útlit eða stökkbreyting ?

$
0
0

heljarskinn.jpg

Stundum verður manni um og ó er maður sér útlendinga (og jafnvel Íslendinga) hamast í fornbókmenntum okkar líkt og væru þær heilagur sannleikur og einhvers konar sagnfræðirit á tag-selv-smurbrauðsborði norrænna fræða.

Þetta á vitaskuld ekki við um flesta útlenska sérfræðinga sem eru hið besta fólk sem kann þó margt listina að skjalla Íslendinga. En inn á milli leynist einn og einn grillumakari. Einmitt þeim tekst oft nokkuð vel upp í að koma að stað trú á hindurvitnum, þó svo eigi að heita að við séum komin svo langt fram á veginn, brott frá bókstafstrú 19. aldar og þjóðernisrembingi sjálfstæðisbaráttunnar. Ekki batnar ástandið þegar einstaka Íslendingur fer síðan að trúa rugli fólks sem vart getur talið læst á forna texta, íslenska eða norræna, eða búa sjálfir til ævintýri og sögur til næsta bæjar (urban myths).

Á safni einu í Noregi, nánar tiltekið að Avaldsnesi (sem fengið hefur nafn sitt frá Augvaldi sagnakonungi) á eyjunni Körmt (sem Norðmenn kalla Karmøy) nærri bænum Haugsundi í Noregi, er greint frá íslenska landnámsmanninum Geirmundi Heljarskinni .

Við gestum, sem þangað koma, blasir við myndin hér að ofan. Hún á að sýna Geirmund og tvíburabróður hans Hámund á unga aldri. Sömuleiðis sýnir hún rauðhærðan mann, Hjörr Hálfsson, konungsættar frá Rogalandi, sem samkvæmt öðru bullukollurugli, Islendingabok.is , er forfaðir minn. Hins vegar er í Íslendingabók upplýst að kona Hjörs Hálfssonar sé óþekkt. Þar hefur forsvarsmönnum ættfræðigrunnsins brugðist bogalistin. Formóðir mín er nefnilega greinilega nefnd til sögunnar í fornum ritum og hét hún Ljúfvina. Furða ég mig mjög á því, af hverju hana má ekki nefna í gagnagrunni Islendingabok.is, en grunar mig vitaskuld að fordómar og fáfræði séu líklegasta skýringin eins og fyrri daginn.

Rauðhærði forfaðir minn (skv ofanstæðri hugmyndateikningu), hann Hjörr, var víst það sem í dag er kallað "Pussy Grabber". Hann herjaði á saklausar konur konur Bjarmalands, sem liggur norðaustur af Skandínavíu. Þar tók hann einfaldlega verðandi konu sína, hana Ljúfvinu, herfangi, áður en hann gerðist landnámsmaður á Íslandi.

Ljúfvina var líklega eins og fólk var flest á Bjarmalandi - af samójeðsku bergi brotin og líklega mongólóíð í útliti. Gaman væri að fá skýringu á því af hverju hún er strikuð út í opinberri ættartölu minni. Ekkert hef ég á móti því að vera komin af prinsessunni Ljúfvinu frá Bjarmalandi.

Heldur ruddaleg "bónorðsför" forföður míns til Bjarmalands bar ávöxt og eignuðust þau Ljúfvina og Hjörr tvíburasynina Geirmund og Hámund sem fengu báðir viðurnefnið Heljarskinn vegna eins konar útlitsgalla sem þeir fæddust með.

Á fyrrnefndu safni á Augvaldsnesi er því haldið fram (með tilvísun í Ísleskan fræðimann) að Heljarskinn þýði svört/dökk húð, og er það sagt skýra útlit og nafn tvíburabræðranna og sér í lagi "asískt" útlit þeirra! Þetta kom m.a. fram á Stöð 2 í vetur sem leið og selja menn á Stöðinni það ekki dýrara en þeir keyptu og hafa að hluta til úr skáldsögu eftir íslenska doktorinn, Bergsvein Birgisson, sem búsettur er í Björgvin í Noregi. Hann tók sig til fyrir fáeinum árum og skrifaði skáldsögu, eins konar Geirmundar sögu Heljarskinns. En fyrir utan þann nútímaskáldskap, sem ekkert kemur málum við, og er að öllu leyti fantasía dr. Bergsveins sjálfs, er Geirmundur aðeins nefndur að einhverju ráði í Landnámabók og Geirmundar þætti Heljarskinns. Við lestur frumheimildanna um þennan forföður minn kemur eftirfarandi í ljós:

Fæddir Geirmundr ok Hámundr heljarskinn.

Geirmundr heljarskinn var sonr Hjörs konungs Hálfssonar, er Hálfsrekkar eru við kenndir, Hjörleifssonar konungs. Annarr sonr Hjörs konungs var Hámundr, er enn var kallaðr heljarskinn. Þeir váru tvíburar.
   En þessi er frásögn til þess, at þeir váru heljarskinn kallaðir, at þat var í þann tíma, er Hjörr konungr skyldi sækja konungastefnu, at dróttning var eigi heil, ok varð hon léttari, meðan konungr var ór landi, ok fæddi hon tvá sveina. Þeir váru báðir ákafliga miklir vöxtum ok báðir furðuliga ljótir ásýnis, en þó réð því stærstu um ófríðleika þeira á at sjá, at engi maðr þóttist sét hafa dökkra skinn en á þessum sveinum var. Dróttning felldi lítinn hug til sveinanna, ok sýndist henni þeir óástúðligir. Loðhöttr hét þræll sá, er þar var fyrir stjórn annarra þræla. Þessi þræll var kvángaðr, ok ól kona hans son jafnframt því sem dróttning varð léttari. Ok þessi sveinn var svá undarliga fagr, er þrælskonan átti, at dróttning þóttist ekki lýti sjá á sveininum, ok sýndist henni nú þessi sveinn ástúðligri en sínir sveinar. Síðan ræðir dróttning til kaups um sveinana við ambáttina. En ambáttinni sýndist svá sem dróttningu, at henni þótti sinn sonr tíguligri, en þorði þó eigi at synja at kaupa við dróttningu um sveinana. Ok tekr dróttning við ambáttarsyni ok lætr nafn gefa ok kallar sveininn Leif, ok segir dróttning þenna svein sinn son. En ambáttin tekr við þeim dróttningarsonum, ok fæðast þeir upp í hálmi sem önnur þrælabörn, þar til þeir váru þrévetrir. En Leifr leikr á lófum ok hefir virðing, sem ván var, at konungsbarn mundi hafa.
   En svá sem aldr færist á sveinana alla jafnt saman, þá guggnar Leifr, en þeir Hámundr ok Geirmundr gangast við því meir sem þeir eru ellri, ok bregzt því meir hverr til síns ætternis.

Hér má glögglega sjá og skilja að

  • Þeir bræður voru stærri en gengur og gerist með kornabörn
  • Þeir voru sömuleiðis einstaklega dökkir eða á anna hátt ófrýnilegir, svo mjög að móðir þeirra vildi helst ekkert af þeim vita, þó svo að að hún eins og menn ætla í dag hafi einnig verið dekkri á hörund en Norðmenn enda komin af konungum á Bjarmalandi.,

Ef nokkur trúanlegur kjarni er í þessari frásögn, sem má lesa til enda hér, þá má furðu sæta að kona af asísku bergi brotin hafi fætt börn sem voru meiri af vöxtum en gerðist á meðal norskra kvenna, og sér í lagi þar sem þeir voru tvíburar, sem oft eru heldur rýrari í vexti en einburar.

Ef Ljúfvina hefur sjálf verið dekkri á brún og brá, líkt og listamaðurinn hefur túlkað hana á myndinni í safninu á Augvaldsnesi, þá má furðu sæta að börnin hafi orðið dekkri en hún sjálf, ef gengið er út frá því að faðirinn hafi verið rauðhærður ribbaldi með ljósa húð sem skaðbrenndist þegar hann beraði handleggina.

Að mínu viti hefur það litla sem við vitum um Geirmund forföður minn og fjölskyldu hans verið skrumskælt í myllu fræðimanna sem eru illa læsir eða illa haldnir að pólitískri rétthugsun nútímans.

Eins og sjá má hér í þætti Stöðvar 2 er mýtan farin að snúast víða.

Þess vegna leyfi ég mér í vinsemd að benda fólki á að til er önnur skýring á heljarskinni tvíburanna Geirmundar og Hámundar.

 

Heljarskinn = cutis laxa

Ef þeir sem tóku sér það bessaleyfi að skrifa um hinn hörundsdökka og "asíska" Geirmund Heljarskinn, hefðu beitt rökhugsun hefðu þeir líklega leitað að öðrum skýringum á sögunni. Til er heilkenni (sem oftast nær eru stökkbreyting) í ýmsum birtingarmyndum sem bera samheitið Cutis laxa (laus húð). Oftast erfa menn þessa kvilla vegna stökkbreytinga á X-kynlitningum.

cutis-laxa-photo.gif

Börn með Cutis laxa

cutis_laxa.jpg

Helstu einkenni þeirra sem erfa þennan sjúkdóm, á því stigi að það aftrar þeim ekki á annan hátt en útlitsins vegna, er mikil umframhúð. Fólk með sjúkdóminn er oftar dekkra á hörund en skyldmenni þeirra sem ekki hafa heilkennin. Í verri tilfellum geta menn átt við kvilla í liðum og limum að stríða, sem jafnvel getur hindrað gang og hreyfigetu. Sjúkdómurinn getur einnig leitt til alvarlegra afbrigðileika í líffærum. Einnig er til sjúkdómur sem ber heitið Cutis verticis gyrata og sem lýsir sér í miklum húðfellingum á höfuðleðri manna.

0365-0596-abd-89-02-0326-gf01.jpg

Hérhérhér og hér geta menn sem áhuga hafa á cutis laxa, sem er samheiti heilkenna sem oftast erfast, lesið meira um heilkennin.

Geirmundur Heljarskinn og Hámundur bróðir hans voru drengir sem voru miklir af vöxtum, dekkri en foreldrarnir og höfðu mikla húð og hold umfram það sem eðlilegt gat talist. Útlit þeirra ögraði fegurðarmati foreldra þeirra. Kannski hefur Geirmundur forfaðir minn og margra annarra Íslendinga í æsku verið eins útlítandi og Michelin-maðurinn?

En eru Íslendingar tilbúnir að taka því að forfaðir þeirra með viðurnefnið Heljarskinn hafi verið með stökkbreytingu (mutation) sem veldur cutis laxa, utan þess að vera asískir?

Líklegast er auðveldara að lesa óþarflega í kringum það sem í raun og veru stendur um hann í fornum ritum og álykta, að hann hafi verið dökkur á húð og hár og því eins konar Asíumaður eins og móðir hans - ekki ósvipaður börnum taílenskra kvenna á Íslandi og í Noregi.

En hafði Ljúfvina einhverja ástæðu til að leggja fæð á drengina sína fyrir að líkjast sér og hafa sama litarhaft og hún? Varla. "Ljótleikinn" sem olli fráhvarfi hennar frá börnum sínum var líklega annars eðlis.

Það sem gerst hefur í nýrri sögu um Geirmund Heljarskinn og á veggmálverki á safni í Noregi eru selektívur skilningur og hlutlægar skýringar sem eru því miður vandamál víðar í fræðunum en á Íslandi. Það er svo enn verra, þegar menn fara að trúa ruglinu og jafnvel ruglinu í sjálfum sér (sjá hér).

V.Ö.V.

Skylt efni: Finnar á Íslandi

Súkkulaði-Sigga - Fyrsta fornplakat Fornleifs

$
0
0

tinni_og_kolbeinn.jpg

Heilaga hámeri! Tinni og Kolbeinn kafteinn hafa enn einu sinni leyst eitt erfiðasta vandamál íslensku þjóðarinnar. Ekki hafa þeir þó myndað ríkisstjórn í hinu stjórnlausa landi, þótt ráðagóðir séu. Þeir hafa hins vegar fundið bestu jólagjöfina í ár sem þeir telja að muni seljast betur en verstu Arnaldsreifarar Indriðasonar. Þeir félagar slá einnig tvær flugur í einu höggi, því þetta er líklegast besta tækifærisgjöfin árið 2017.

Tinni og Kolbeinn hafa hjálpað Fornleifi við að útbúa bestu jólagjöfina í ár: Súkkulaði-Siggu með sitt dularfulla bros sem óneitanlega minnir á lokkandi glott Mónu Lísu þar sem hangir löngum á Louvre-safninu í París.

chokoblog_fornleifur.jpg

MONA LISA Íslands í neðanverðu Bankastræti 1932; Þetta er fyrsta fornplakat Fornleifs, og vonandi ekki það síðasta. Chokolat Pupier, var nafn verksmiðju í eigu fjölskyldunnar Pupier í Saint Étienne (sjá hér og hér) sem lét útbúa þessar smámyndir sem fylgdu súkkulaðinu sem þeir framleiddu.

escoffiersept.jpgPupier-verksmiðan i Saint-Étienne á velmektardögum hennar, þegar "Súkkulaði-Sigga" var sett í pakkana þeirra.

 

Súkkulaði Sigga kom upphaflega í heiminn í súkkulaðipökkum í Frakklandi snemma á 4. áratug síðustu aldar.

Fyrirtækið Chokolat Pupier, var stofnað árið 1860 í bænum Saint-Étienne suðvestur af Lyon í Loire héraði i Rhône-Alpes í Suðaustur-Frakklandi. Pupier var selt öðru fyrirtæki, CÉMOI, árið 1981. CÉMOI er nú fyrir nokkrum árum alveg hætt að nota nafnið Pupier. Chokolat Pupier framleiddi um langt skeið súkkulaðipakka sem í var stungið kortum með uppfræðandi efni, mannbætandi og jafnvel trúarlegu. Slík kort í pakkavöru tíðkuðust víða og einnig var ýmsu fróðlegu og uppbyggilegu gaukað í tóbakspakka sem framleiddir voru í Evrópu í lok 19. og byrjun 20. aldar. Seinna komu leikararnir, sem við verðandi gamalmennin þekkjum manna best, einnig þrykkmyndirnar að ógleymdum stimplatyggjómyndunum.

tre_kort_2.jpg

Í langan tíma var efnið á smákortunum sem finna mátti í pökkum Chokolat Pupier fræðsla um lönd og þjóðir heimsins. Venjulega voru kortin þrjú fyrir hvert land. Kortin voru framleidd á tímabilinu 1920-39. Þannig varð Súkkulaði-Sigga og tvö önnur kort, þar sem Íslandi voru gerð skil, til árið 1932. Kortin þrjú voru alls ekki stór, eða aðeins 5,1 x 6,9 sm að stærð.

img_5972_b_1295906.jpgFyrir utan Siggu á upphlutnum, (sem er nú ekki alveg réttur þar sem vestið er rautt líkt og á norskum búningum), var framleitt kort með landakorti af Íslandi og annað sem sýndi íslenska fánann (reyndar í röngum litum) og skjaldamerkið. Dekruð frönsk börn gátu þegar þau höfðu safnað 6 eða 9 kortum farið með þau út í næstu næstu búð og afhent og fengið nýjan súkkulaðipakka. Þá var gotið gatað svo ekki væri hægt að nota það aftur. Franskir tóbakssalar seldu venjulega einnig súkkulaði og eftir nokkur ár voru dekruðu börnin orðin tóbaksfíklar. Góð börn og þæg létu sér hins vegar nægja að safna kortunum og og setja þau í albúm sem hægt var að kaupa til að halda safni sínu til haga. Það hafa sumir gert af mikilli natni

Plakatið

Súkkulaðikortið með upphlutsfegurðardísinni Siggu, sem Fornleifur keypti á eBay, er nú til sölu á 50 x 70 sm. stóru plakati sem Fornleifur gefur út. Það passar t.d. vel í standardramma, sem ýmis fyrirtæki selja, t.d. stórverslun ein sem árlega býður brennuvörgum að kveikja í risvöxnum, sænskum geithafri. Við segjum ekki meira, missjö. En á myndinni hér fyrir ofan er Fornleifur einmitt búinn að setja Siggu í ramma frá sænska geithafrafyrirtækinu. Ísetningin er auðveld þó maður hafi 12 þumla eins og Fornleifur.

Hægt er að panta þetta fyrsta Fornplakat Fornleifs, sem er í skemmtilegum retro-stíl og fallegum, sterkum litum, með því að senda línu til Fornleifs á fornleifur@mailme.dk með fullu nafni ykkar, heimilisfangi og síma. Leiðbeininga um greiðslu verða sendar eins fljótt og auðið er. Þegar greiðsla berst verður plakatið sent með A-pósti frá Danaveldi í plakatpoka og plakatröri á uppgefið heimilisfang - og voilá - Fornleifur kemur í veg fyrir að þið farið í jólaköttinn ef greiðsla berst mér fyrir 15. desember 2016. Athugið: upplagið er takmarkað svo fyrstur kemur fyrstur fær. En það eru ekki bara jól framundan. Afmæli, fermingar og aðrar átillur er hægt að finna sér til að taka þátt þessu sauðasaklausa mansali Fornleifs.

Verðið með sendingarkostnaði frá Danmörku til Íslands er 240 danskar krónur, en ódýrara eða 3300 íslenskar krónur (um 200 DKK), ef menn yfirfæra greiðsluna úr íslenskum netbanka á íslenskan bankareikning Fornleifs (þ.e. fjárhaldsmanns hans Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar). Þið skrifið Fornleifi á fornleifur@mailme.dk

Hin annálaða íslenska gestrisni árið 1909

$
0
0

img_3_1296155.jpg

Um leið og ég minni enn einu sinni á hina undurfögru Súkkulaði-Siggu, sem hægt er að kaupa á 50x70 sm stóru plakati af Fornleifi, greinir hér frá öðru en eldra chromo-korti, með uppfræðandi efni sem fylgdi matvöru iðnvæðingarþjóðfélagsins í stórborgum Evrópu í byrjun 20. aldar.

Merkið hér að ofan er 23 vetrum eldra en Súkkulaði-Sigga í pökkunum frá Chokolat Pupier i Saint Etienne. Merkið fylgdi pökkum með súpukrafti frá Liebig árið 1909. Eins og áður hefur verið greint frá á Fornleifi (sjá hér), gaf Liebig út tvær seríur með Íslandsmyndum sem Fornleifur á einnig á skattkamri sínum. Ofanstæð mynd, sem Fornleifur eignaðist nýlega í Frakklandi, tilheyrir þó ekki þeim seríum, heldur litríkri seríu sem kallaðist Jours d'été das l'extreme Nord, eða Sumardagar í hinu háa norðri. Undirtitillinn er La bienvenue aux voyaguers en Islande, sem útleggjast má: Útlendingar boðnir velkomnir á Íslandi.

Greinilegt er að franskt útibú Liebig kjötkraftsrisans í Þýskalandi hefur vantað upplýsingar frá Íslandi fyrir uppbyggilegt fræðsluefni um Ísland, og listamennirnir hafa ákveðið að skálda örlítið.

Heimasætan á Draumabakka kemur færandi hendi á móts við ferðalangana, með mjólk og brauð. Hún er einna helst líkust blöndu af barmastórri norskri, hollenskri, rússneskri og svissneskri heimasætu. Móðir hennar situr við mjaltir í túnfætinum og fjallasýnin er fögur. Ferðalangarnir taka ofan hattinn og háma í sig nýbakað brauðið og drekka volga mjólkina. Á hinum íslenska bóndabæ er vitaskuld allt mjög reisulegt og bærinn hlaðinn úr grjóti eins og síðar á nasistahofi Gunnars Gunnarsson að Skriðuklaustri. Ekkert torf er sjáanlegt eða útskeifar og skyldleikaræktaðar rollur. Fjallasýnin er glæsileg og vitaskuld er eldfjall og úr því rýkur örlítið. Ferðamannagos voru greinileg líka eftirsótt vara og þekkt árið 1909.

detail_liebig.jpg

Myndirnar á Liebig-kortunum sumarið 1909 voru ef til vill ekki mikil listaverk, en töluverð handavinna.

Myndin á þessu korti kraftaverkaverksmiðjunnar Leibig er næsta helst eins og einhver sætasta draumkunta fyrrverandi fornminjaráðherra á puttlingaferðalagi með Kim Jong-Un um Ísland. Sigmundur vildi, eins og menn muna, ekki aðeins endurreisa hús í endurreisnarstíl Framsóknarflokksins með aðstoð Margrétar Hallgrímsdóttur þjófminjavarðar, heldur einnig láta byggja almennilegan Selfossbæ með 60 metra langri miðaldastafkirkju og gapastokki. Hann skammaðist sín fyrir fortíðina og vildi búa til nýjar fornleifar.

Kannski hefði SDG verið ágætur draumsýnarmaður í súpukraftsverksmiðju? Hann var að minnsta kosti algjörlega misheppnaður sem yfirkokkur í stjórnmálum. Ætli Maggi eða Toro hafi ekki lausar stöður fyrir svo efnilegan súpudraumamann? Maður verður að vona það. Annars er alltaf hægt að setja upp Potemkin-tjöld í Norður Kóreu ef enginn áhugi er á Selfossi.

Bréf frá svörtum sauð

$
0
0

s-l1600aa.jpg

Þetta er stórmerkilegt bréf sem er til sölu. Furðulegt er hins vegar að það hafi hafnað á Íslandi. Upplýsingar sem seljandinn veitir er einnig nokkuð ábótavant. Bréfið er frá manni sem kallar sig árið 1824 Jorgen Jorgenson (upp á enskan máta). Það er sent bróður hans, Fritz Jürgensen. Fritz var gælunafn yngri bróðir sósíópatans og loddarans sem ritaði bréfið og sem við Íslendingar þekkjum sem Hundadagakonunginn.

Fritz hét í raun og veru Frederik og var úrsmiður, líkt og faðir þeirra bræðra og afi þeirra í móðurætt í Sviss. Fritz sem fékk bréfið árið 1824, var faðir danska úrsmiðsins og skopmyndateiknarans Georg Urban Jean Frederik Jürgensen, sem oftast var kallaður Fritz líkt og faðir hans og nafni.

1798-uj-travels-to-paris-to-study-with-breguet.jpg

Eldri bróðir Jörundar Hundadagakonungs, Urban J. Jürgensen.

Ekki vissi ég til þess að afkomendur úrsmiðsins Jürgensen hefðu sest að á Íslandi, og tel það vitaskuld næsta ólíklegt. Einkasonur Fritz, þess sem fékk bréfið árið 1824, dó barnslaus og hefur líklega erft bréfasafn föður síns og nafna, þmt bréf frá svörtum sauð fjölskyldunnar sem sat í steininum í London og beið þess að verða sendur down under. En hvernig bréfið hefur svo endað hjá sölumanni á lágu nesi við Faxaflóa uppi á Ísland og loks á eins ómerkilegum stað og eBay þykir mér furðu sæta.

Án þess að draga í efa heiðarlegan uppruna bréfsins þá leiddi þessi frétt strax hugann að stórfelldum þjófnuðum sem hafa átt sér stað, bæði í Konunglega Bókasafninu og á Ríkisskjalasafninu/Landsarkivet for Sjælland á síðustu árum.

Vona ég að núverandi eigandi hafi örugga eigendasögu fyrir bréfið ef ég tæki upp á því að kaupa það.

Við lestur bréfsins þótti mér merkilegt að sjá að skurðlæknirinn, efnafræðingurinn, líkþjófurinn, lögmaðurinn og ævintýramaðurinn John Pocock Holmes, sem einnig varð frægur árið 1845 fyrir að hafa fyrstur manna útbúið pemmican á Bretlandseyjum fyrir leiðangra um óþekkt svæði í Kanada, hafi tekið að sér að taka á móti og senda bréf Jörundar árið 1824.

1745-jurgen-jurgensen-arrives-in-le-locle-and-works-with-hourie.jpg

Afi Jörundar Hundadagakonungs, JF Houriet, og dóttir hans Sophie Henriette, sem giftist Jürgen Jürgensen úrsmið, föður Jörundar Hundadagakonungs og Fritz (Frederiks) úrsmiðs, sem fékk bréfið frá bróður sínum árið 1824.

Ferill Fornleifaráðherranns í annálum Fornleifs

$
0
0

b8b14cd6f3faf96f160992e243df0447

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður ofsóttur maður. Því trúir maður nú mátulega, enda tala öll verk hans sínu skýra máli. Flestir þekkja stjórnmálaferil og skipbrot þessa fyrrverandi RÚV-fréttamanns og tækifærissinna sem nú á sér helst vini í fólki sem ímyndar sér að hann hafi einn komið í veg fyrir Icesave-afhroðið.

Færri muna kannski að hann gerðist einnig Þjóðmenningaráðherra. Fornleifur fylgdist því vel með ferli Sigmundar sem ráðherra. Jafnvel betur en George Soros og aðrir sem sakaðir eru um að hafa brugðið fótum fyrir hinn heimsþekkta íslenska kökudeigsdreng.

Um leið og Leifur forni óskar lesendum sínum gleðilegra Jóla, leyfir hann sér að minna á greinar sínar um Sigmund og menningararfinn og það siðleysi sem einnig tíðkaðist í "Þjóðmenningarráðuneytinu".  

Nýlega kom út bókin Þjóðminjar, rituð af eins konar "ráðuneytisstjóra" Sigmundar í antikráðuneyti hans. Þar er að öllu að dæma sögð saga Þjóðminjasafns Íslands. Ekki býst ég við því að sagan sé rétt sögð í þeirri bók og það geri ég alveg kaldur án þess að hafa lesið hana. Ég þekki nefnilega höfundinn. Hér fyrir neðan má lesa greinar um Þjóðmenningarráðuneytið sem hún starfaði fyrir og það sem hún ætlaði sér að fá fyrir snúð sinn fyrir "störf" sín þar. Er nokkuð af þeim upplýsingum sem lesa má í pistlum Fornleifs með í bókinni? Varla. Eins rotið og ráðuneytið var og ráðherrann spilltur og firrtur, jafn satt er allt sem lesa má í pistlum Fornleifs um "þjóðmenningarráðuneyti" Sigmundar og starfsmann þess:

Úr annálum Fornleifs:

2013

16.10.2013. Kattarslagurinn um þjóðmenninguna og þjóðararfinn

13.11.2013  Fjórar drottningar í einum sal

2014

31.3.2014  Mikilvæg verðmæti

19.4.2014  Menninga19.4.2014rarfspizzan

6.5.2014     Beðið eftir Skussaráðuneytinu

2015

19.3.2015 Vangaveltur um Þjóðmenninguna og ESB

22.3.2015 Alveg eins og í henni Evrópu

2016

24.2.2016 Hinn mikli samruni Fornleifaráðherrans

25.2.2106 Sigmundur lögleysa

26.2.2016 Starf án vinnu. Hvað er nú það??

7.4.2016

Fallið mikla. Ómenning grafin upp á Panama og Bresku Jómfrúareyjum

8.6.2016 Birtingarmynd spillingarinnar

 804805_1283475_1297235.jpg

Veislan í algleymingi.

Fornleifur reyndist sannspárri en íslenska völvan sem lengi hefur hjálpað Dönum að sjá inn undir hulu framtíðarinnar. Í apríl 2014 ritaði Fornleifur þetta:

"Öllu líklegra tel ég, að áleggið á hjálparflatbökum til skuldsettra "fórnarlamba" eigin græðgi og óraunsæis verði m.a. sótt til þess sem skorið verður af í menningararfinum og menntakerfinu. Þau fáu grjúpán og sperðlar sem farið hefðu í aska menningararfsins í góðærum enda nú sem phoney baloney á pizzum menningarbakarans mikla. Þannig verður þetta meðan að fjármagni ríkisins verður hellt í kosningapizzur Framsóknarflokksins. Rýr hefur kosturinn hingað til verið, en óðal Simma bónda er ekkert menningaheimili, þótt hann kunni að baka pizza fiscale."

Viewing all 396 articles
Browse latest View live