Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Paris, Paris - J´arrive

$
0
0

IMG_8306 b

Bráðlega dvel ég í París, þar sem ég hef ekki sett mínar stóru bífur síðan 1971, er ég var þar á ferð með foreldrum mínum, sem tóku með mig í Evrópureisu.

Reyndar hef ég verið annars staðar í Frakklandi, en hræðslan við vankunnáttu mína í frönsku er líklegast meginástæðan fyrir því að Frakkland hefur orðið útundan á Evrópureisum mínum.

Ég á mjög góðar minningar frá ferðinni árið 1971, sem ég hef lýst áður, og þegar ég var á Íslandi í janúar sl. tók ég mynd af málverki sem ég málaði um 1972/73, eftir minni og svarthvítri Kodak Instamatik ljósmynd úr Parísarferðinni. Þetta var nú ekki meðal minna bestu verka, hálfgerð kremkaka.

Nú mun ég sjá Sacre Coeur kirkjuna á Montmartre aftur, því ég mun búa ca. 100 metra frá kirkjunni. Ég tek þó hvorki liti né pensla með og læt mér nægja ljósmyndir.

IMG_8293 b

Þannig var ritstjóri Fornleifs teiknaður af spænskum listamanni, hálfgerðum nautabana, á Place de Tertre á Montmartre.

Erindi mitt í París er ekki bara frí, gaman og kirkjumyndataka, heldur þátttaka í ráðstefnu um bréfaskriftir fórnalamba helfararinnar á Memorial de la Shoah. Ég hef lengi verið með í bígerð bók með bréfum heillar fjölskyldu sem útrýmt var. Segið frá því síðar, en sýni ykkur hér eitt bréfa þeirra af u.þ.b. 110 sem í bókinni verða birt og rædd.10 Oct 1942 b


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396