Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Er Mogginn að verða að vikapilti pólskra yfirvalda?

$
0
0

Kielce

Í Sunnudagsmogganum (26. janúar 2006, bls.4) birtist grein sem ég tel að gæti hafa verið betur skrifuð og af meiri þekkingu. Hún ber heitið Auschwitz og helfararinnar minnst.

Titillinn er því miður örlítið misvísandi, vegna þess að í greininni er alllangt og furðulegt innskot sem fjallar að miklu leyti um ásakanir á hendur Rússum en ekki Helförina. Næsta mætti halda að ritstjórn Morgunblaðsins sé aftur komin á fulla ferð í einhvers konar endurreisn á Kalda Stríðinu og að búið sé að vekja upp Rússagrýluna gömlu af værum svefni?

Íslensk helfararafneitum í Mogganum

Þegar ég las greinina, minntist ég þegar viðbragða Moggans árið 1994 þegar blaðið hafði birt nokkrar greinar eftir veikan mann út í bæ sem var helfararafneitari í frístundum sínum. Í stað þess að vera í golfi eða sundi, eyddi sá maður tíma sínum í að halda því fram að gyðingar hefðu ekki verið myrtir í helför í síðari Heimsstyrjöld, og að fjöldi "látinna" gyðinga í stríðinu væri gróflega ýktur. Mogginn gaf þessum manni fastan dálk í Bréfum til blaðsins hrópa á torg þráhyggju sín til Íslendinga. Aðeins þrír siðferðilega óbrenglaðir Íslendingar andmæltu þessum manni. Þeir voru Örnólfur Thorlacius, Jóhann sem þá var nemi í stjórnmálafræði í París en lærði löngu síðar til læknis og starfar sem slíkur í Svíþjóð í dag og ég sjálfur.  En Mogginn bætti svo um betur og taldi það fullan rétt mannað draga helförina í efa.

Pútín-verkur Morgunblaðsins

Nú vill svo til að í frásögn Mogganum í dag er farið að stunda sögufölsun að hætti PiS-flokksins, sem situr við stjórnvölin í Póllandi. Því hef ég lýst hér.

Sá sem greinina í Sunnudagsmoggann er Karl Blöndal aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, sem eitt sinn kallaði fallna í andgyðinglegum stríðrekstri Hamas "fórnarlömb fjöldamorða" og átti þar við Hamas og íbúa Gaza og að Ísrael fremdi fjöldamorð (sjá hér).

Karl Blöndal hélt í vikunni sem leið stutt erindi á pallborðsumræðum um helför gyðinga í Pólska sendiráðinu. Hér leyfi ég mér að vitna í innskot hans í Sunnudagsmogganum:

Minningarsamkoman í Jerúsalem hefur ýft deilu á milli Rússa og Pólverja um söguna.

Pútín hélt því ranglega fram að pólsk stjórnvöld hefðu átt í samráði við Adolf Hitler, leiðtoga Þýskaland, og verið meðsekir um upphaf síðari heimsstyrjaldar.

Andrzej Duda, forseti Póllands, ákvað að fara ekki til Jerúsalem eftir að honum var neitað að ávarpa samkomuna. Vildi hann eiga þess kosta að bregðast við ef Pútín skyldi endurtaka þennan málflutning sinn.

Þetta er afar furðulega einföldum á málsatriðum. Duda var fyrst og fremst reiður yfir því að hann fengi ekki að tala í Jerúsalem eins og Pútín. En nú er það einu sinni svo að Rússar frelsuðu Auschwitz, sem var verið að minnast, en ekki Pólverjar. Gyðingar um allan heim þakka Rússum það, en ÞAÐ gerir ekki gyðinga að Kommúnistum líkt og öfgamenn Austurevrópulanda í dag halda margir fram vegna andstyggðar sinnar á Rússum sem þjóð.

Pólverjar gerðu hins vegar fyrstir ríkja samning við Þriðja Ríkið um að hvorugt landanna myndi hefja stríð eða árásir á hendur hinu. Við sjáum hvernig það traust Pólverja á nasistum gerði fyrir Pólverja. Nasistum er ekki hægt að treysta, heldur ekki þeim sem lifa á okkar tímum. Samning landanna undirritaði sendiherra Póllands í Berlín Józef Lipski. Pútín hefur lýst honum sem andgyðinglegu svíni og ég leyfir mér einnig að halda því fram, án þess að ég sé á mála hjá Rússum eða kommúnistum.  Söguleg staðreynd liggur á bak við stór orð Pútíns. Pútín er ekki að hvítþvo söguna, það eru fyrst og fremst Pólverjar.

En sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar verða að hafa töglin og hagldirnar þegar kemur að minningu um helförina. Slíkt á ekki að vera í höndum stjórnmálamanna, hvorki Pólverja sem afneita morðum Pólverja á Gyðingum eða Vladimir Pútín sem heldur því fram að 40% gyðinga sem fórust í Helförinni hafi verið Rússar. Hvortveggja er rangt. Sjórnmálamenn eiga það til að geta ekki lesið. Við ættum að þekkja þá.

Á fundi sem haldinn var í Moskvu í desember í fyrra, sagði Pútín það sem satt var; að Pólverjar, sem á 4. áratugnum höfðu smátt og smátt verið að taka borgararéttin gyðinga frá þeim, meina þeim um nám í æðri skólum og mannréttindi, látið sendiherra sinn Lipski ganga frá samningi við Þjóðverja. Pútín benti réttilega á að Lipski sendiherra hefði lofað að setja upp styttu af Hitler í Varsjá fyrir að vilja senda Gyðinga til Afríku. Sendiherrann leit að gyðinga sem vandamál Póllands. Hann var gyðingahatari líkt og mikill fjöldi Pólverja og annarra milljóna annarra Evrópubúa  og m.a. sumir sjálfstæðis- og framsóknarmenn á Íslandi. Pútín sagði svo orðrétt um sendiherrann að hann hefði verið "Bastarður og andgyðinglegt svín, það verður ekki sagt á nokkurn annan hátt". Read my Lipski Hitler

Þegar Þjóðverjar tóku borgararéttindi af pólskættuðum gyðingum í Þýskalandi og gerðu þá útræka (ausgeburgert), þá var Lipski  tregur til aðstoðar í byrjun, en snerist brátt hugur og tók virkan þátt í því að gyðingum var safnað saman í búðir og gettó á sérstökum svæðum í Póllandi. Hálfu öðru ári síðar voru þessir gyðingar auðveld bráð að leggja fyrir Þjóðverja og skósveina þeirra frá fjölda landa. Síðar var fólk leitt í milljóna mæli til slátrunar. Lipski og Pólverjar sem tóku við brottreknum gyðingum af pólskum uppruna (10 % gyðinga á þýska "svæðinu") gerðu Þjóðverjum létt fyrir að hefja helförina í Póllandi.

EIchmann"Fínn pappír" eins og Adolf Eichmann hjá SS- Reichssicherheitshaubtamt sá m.a. um undirbúning Madagasgar-áætlunarinnar: Eichmann ætlaði SS að stjórna Madagasgar og gyðingum sem þangað voru sendir. En Þjóðverjar fengu aðrar hugmyndir í kollinn og útrýming gyðinga hófst. Þýskri vinir Lipskis reistu flest sláturhúsanna í Póllandi. Þessi saga er öllum kunn og um hana hafa margir sagnfræðingar ritað.

En á ritstjórnargangi Moggans virðast bækurnar vera orðnar úreltar, og líkast til frá tímum Kalda stríðins.

Pútín var því ekki að setja fram ósannleika eða "lygafréttir" er hann lýsti Józef Lipski. En Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, er því miður að gera það með óvandaðri heimildavinnu sinni.
KB2Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins

Ef A. Duda, forseti Póllands, vill ekki vera viðstaddur athöfn í Jerúsalem vegna þess að Pólverjar þola ekki að heyra sannleikann um Józef Lipski sendiherra Póllands 1934-1939, þá er það ekki Rússland sem er að endurrita söguna - það eru Pólverjar. Núverandi stjórn í Póllandi, í einhverju uppblásnu þjóðernisæði, þolir ekki að heyra sannleikann. Það benti ég á í ritgerð hér á bloggi mín um daginn.

Sendiherrann Lipski, sem gladdist yfir Madagaskar-vangaveltum nasista og ætlaði sér að losa Pólland við Gyðinga til Afríku, var skíthæll, gyðingahatari og illmenni. Ef Mogginn hefur aðrar og betri upplýsingar um þennan mikla "heiðursmann", bið ég vinsamlegast blaðið að birta þær í stað þess að vera í hlutverki helfararafneitarans hér um árið sem fékk fullan aðgang að blaðinu með óværu sína í nafni skoðana- og ritfrelsis.


Þegar helfararafneitarinn fékk að viðra skoðanir sínar bréfum til Morgunblaðsins á 10. áratug síðustu aldar varði einn ritstjórnarfulltrúa blaðsins þær birtingar. Annar ritstjóri gekk lengra í túlkun á ábyrgð manna á orðum sínum sem varða við hegningarlög. Jónas hafði taldi sig hafa skoðanafrelsi vegna þess að hann var ekki laumupenni. Sjáið hér í grein minni í ritinu Antisemitism in the North (2019) á bls. 92-94  hvernig Jónas fór með þetta "frelsi" sitt. Afneitun á skipulagða útrýmingu kynstofns/fólks af ákveðinni trúarsannfæringu eru alveg jafn mikill glæpur, hvort sem afneitunin  sett fram undir nafnleynd eða undir réttu nafni. Glæpur er glæpur - undanþágur eru hins vegar fyrir siðlausa menn og ólöghlýðna.

Jónas heitinn  Kristjánsson ritaði eftirfarandi á margrómað blogg sitt árið 2008:

Mbl.is hefur lokað bloggi nafnleysingjans Johnny vegna nazistaáróðurs hans og afneitunar á helför gyðinga. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefur beðið um opinbera rannsókn á ummælum nafnleysingjans. Hvort tveggja er eðlilegt. Fjölmiðill eða annar netþjónn getur ekki borið ábyrgð á Johnny. Opinberir aðilar hljóta að upplýsa, hver er Johnny huglausi. Svo er það allt annað mál, að nafngreindu fólki er fyllilega heimilt að hafa hvaða skoðanir sem er, einnig rangar skoðanir. Menn eiga að fá að reka nazistaáróður og afneita helförinni, bara ekki undir dulnefni. Í því felst skoðanafrelsið.

Aðrir dándimenn, t.d. Haraldur heitinn Blöndal hæstaréttarlögmaður, fóru heldur ekki leynt með skoðanir sínar. Haraldur skrifaði að honum líkuðu rit hins margdæmda og alræmda helfararafneitara David Irvings. Haraldur skrifaði meira að segja Irving sjálfum. Irving myndi ugglaust eiga góða og náðuga ævidaga á Íslandi ef hann flytti hingað, þar sem túlkun á lögum hér myndi vernda "rétt" hans til að hafa glæpsamlegar skoðanir, vegna þess að hann skrifar undir eigin nafni.

Er mikið að á Íslandi?... Já, vissulega. Þið eruð ekkert stikkfrí rétt við heimskautsbaug, landar mínir góðir. Íslensk lög eru ekki það frábrugðin lögum annarra siðmenntaðra þjóða, en þau eru hins vegar oft túlkuð harla léttvægt af sumum siðlausum lögmönnum þjóðarinnar.

*Myndin efst er frá bænum Kielce þar sem pólskir, kristnir íbúar réðust á gyðinga í bænum eftir lok stríðsins. Gyðingarnir sem myrtir voru í fjöldamorðunum í Kielce höfðu komist lífs af í fangabúðum og sneru aftur. Fjöldaorðin eru enn ekki viðurkennd af pólskum yfirvöldu og pólskur prestur í Keflavík, sagði við mig þann 22. janúar 2020, að það "væri hægt að ræða áreiðanleika heimilda um morðin í Kielce". Hann sagði fjöldamorðin í þorpinu Jedwabne árið 1941 vera verk Þjóðverja einna. Ætli presturinn tali fyrir kaþólska menn á Íslandi eða hefur hann gleymt að Frelsari hans var gyðingur, móðir hans líka og líffræðilegur faðir, sem og Guð faðir hans sem lagði ýmsar raunir á ætt Frelsarans og kallaði þá útvalda fyrir það trúarbragð. Það var svo útleysanlegur gúmmítékki næstu 2000 árin til að ná sér niður á gyðingum sem útnefndir voru sem morðingjar Frelsarans. Veit Pater Keflavicensis hve mörg líf gyðinga kirkjan á á samviskunni?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396