Hér hefur áður verið skrifað um trúarlegt framlag Íslands til heimslistarinnar á Tvíæringnum í Feneyjum. Moskan er óneitanlega óvenjulegt og grátbroslegt framlag frá landi, þar sem trúleysi er nær orðið að "ríkistrúarbrögðum" unga fólskins og hluta sjálfskipaðrar menningarelítu.
Nú er því haldið til streitu, að eingöngu sé um listsköpun að ræða. En því meira sem ég les um "sýninguna" í Feneyjum, og sé frá henni, því minna finn ég fyrir listinni - nema þá listinni að skrumskæla og ljúga.
Nú síðast varpar Mennta- og Menningarráðuneytið inn "sprengju". En hún er algjörlega óvirk sprengjan sú. Ólæs embættiskona sem starfar fyrir ráðuneytið, Björg Stefánsdóttir (mynd), birtir tvær klausur á ítölsku, sem hún segir að hún muni núa um nasir gangrýnenda sýningarinnar í Feneyjum fyrir 20. maí næstkomandi. Þessi ítalska klausa hefur þó aðeins verið birt óþýdd á vef Mennta- og Menningarráðuneytisins (sjá hér). Björg Stefánsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar Íslenskrar Myndlistar (KÍM) ber ábyrgð á þessari "ítölskukennslu" ráðuneytisins, en hefur greinilega ekki næga þekkingu í ítölsku til að skilja það sem hún birtir óþýtt á vef Mennta-og Menningarráðuneytisins.
Ég las skjalið sem Björg Stefánsdóttir hefur tínt til í umræðunni um íslömsku Feneyjarkirkjuna. Þó ég sé kannski ekki mikill ítölskumaður, aðeins með með ítölsku 10 og 20 upp á vasann, en allmikla latínu úr þeim óheilaga skóla MH, þá er
mér ljóst, eins og öllum sem kynnt sér hafa málið, að kirkjan hefur verið afhelguð. Hefur hún m.a. verið notuð sem júdóklúbbur hef ég lesið mér til. En í skjali kirkjuyfirvalda frá 1973 kemur þó greinilega fram, að kirkjuna megi ekki nota til tilbeiðslu, Það ákvað patríarki Feneyja, Albino Luciani, sem síðar var nefndur Jóhannes Páll páfi inn fyrsti. Í texta þeim frá 1973 sem Menntamálráðuneytið birtir óþýddan stendur:
Kirkjuhérað Langbarðalands og Feneyja [í umsjá] þjóna Maríu [La Provincia Lombardo- Veneta dei Servi di Maria], sem ekki er fært að halda uppi helgihaldi í kirkju Heilagrar Maríu Miskunnarinnar [Sancta Maria della Misericordia], ákvað að selja hana með milligöngu yfirmanns kirkjudeildarinnar [biskups /Padre Provincial], og upplýsir að tekjurnar munu verða notaðar til að "fást við skuldir þær sem íþyngja stjórnsýslu kirkjudeildarinnar". Patríarki Feneyja, Albino Lucani [hann hét reyndar Luciani og síðar varð hann Jóhannes Páll I, páfi], ákvað að kirkja yrði lokuð fyrir tilbeiðslu og þjónaði framvegis til veraldlegra nota.
Upphaflegur texti:
La Provincia Lombardo -Veneta dei Servi di Maria, non potendo conservare al culto in Venezia la chiesa di Santa Maria della Misericordia, decise di alienarla a mezzo del suo Padre Provinciale, dichiarando che il ricavato sarebbe servito “a far fronte ai debiti che gravano l'amministrazione provinciale”. Il Patriarca di Venezia Albino Lucani [sic], decretò che la chiesa sarebbe stata chiusa al culto per essere destinata ad usi profa
Jóhannes Páll 1. páfi í Róm bauð, er hann var patríarki í Feneyjum, að ekki mætti nota Sancta Maria della Misericordia til tilbeiðslu eftir að hún var afhelguð. Íslenskir uppivöðsluseggir og íslenskt ráðuneyti hafa nú brotið þá tilskipun. Í byggingunni er nú beðið djúpt til Allah (sjá efst).
Moskan í Sancta Maria della Misericordia i Feneyjum er þessa stundina ekki í veraldlegri notkun. Það er verið að kenna trúarbrögð og biðja í moskulíkinu á sýningunni (sjá mynd efst). Það fara fram trúarlegar athafnir og trúboð er stundað.
En samkvæmt skjalinu frá árinu 1973, sem Menntamálaráðuneytið dregur fram, stendur svart á hvítu, að ekki megi nota kirkjuna til tilbeiðslu. Sú regla hefur verið brotin. Moskan í kirkjunni er aðför að ákvörðun patríarkans í Feneyjum, sem síðar varð páfinn í Róm.
Björg Stefánsdóttir yfirmaður KÍM hefur sýnt að hún er ekki starfi sínu vaxin og Mennta- Menningarmálaráðuneytið verður að biðjast afsökunar á því að starfsmenn ráðneytisins séu ekki færir um að skilja tungumálið í því landið þar sem fara fram dýrustu myndlistasýningarnar sem litla, fátæka Ísland tekur þátt í.
Heimasíðu listaverksins breytt
Skömmu eftir að ég skrifaði fyrri grein mína um málið (sjá hér) breyttist yfirlýsing sýningarinnar og sagt var frá Fondaco dei Turchi, sem ég hafði greindi frá í grein minni. En greinilega kunna ekki allir að lesa sér til gagns.
Á Heimsíðunni www.mosque.is kom einnig skömmu síðar "frétt" um Fondaco dei Turchi. Þar fer einnig fram ógeðfelld sögufölsun. Það er látið vaka í veðri að múslímar hafi ávallt verið sýnd lítilsvirðing í Feneyjum, líkt og gyðingum fyrr á tímum og að vera múslíma í Feneyjum hefði verið undir sömu reglur sett og reglur fyrir gyðinga í gettóum. Hér verður gagnrýninn lesandi að gera sér grein fyrir því að Feneyjarmenn og furstar annarra kristinna borgríkja við Miðjarðarhaf, elduðu grátt silfur við Ottómana og aðra múslíma. Það er ekki hægt að líkja kjörum gyðinga í gegnum aldirnar í Feneyjum við veru múslíma í þeirri borg. Það sýnir fáfræði, fordóma og fölsun staðreynda.
Múslímar voru gestir i Feneyjum fyrr á öldum, eftir að þeir höfðu í aldaraðir barist gegn Feneyingum, en gyðingar bjuggu á Ítalíu, áður en Íslam varð til - allt frá tímum Rómverja. Þetta er líkt og þegar því er haldið fram að Ottómanar og önnur múslímaveldi við Miðjarðarhaf hafi verndað gyðinga sem flýðu frá Spáni og Portúgal. Jú, gott og vel, en það gerðist aðeins gegn stórfelldu gjaldi og sér skattlagningu á gyðinga. Í heimi múslima voru og eru allir aðrir en múslímar, 2. flokks borgarar. Nú á dögum eru gyðingar í sérflokki hjá múslímum, enn hataðir og nær gjörvallur heimur múslíma býr við hatrammt gyðingahatur, þó svo að gyðingar búi ekki í nema örfáum löndum múslíma. Hatrið er mikið og sjúkt.
Meðan múslímar leyfa ekki kristnum að koma inn í t.d. Mekka eða Medína, og þeir kasta steinum eftir gyðingum í Jerúsalem og Hebron, er enginn sem tekur viðleitni þá sem hugsanlega er í "verki" "Svíslendingsins" í Feneyjum alvarlega.
Moska í kirkju er kannski list á góðum degi, en hún er líka móðgun við alla þá sem ekki mega ganga í Medínu vegna þess að þeir eru óhreinir, kristnir, gyðingar, hindúar eða búddistar.
Moska í kirkju er svívirðing við þá sem lenda í því að íslamistar brenna kirkjur þeirra og nauðga konum og dætrum þeirra. Moska í kirkju í Feneyjum er sömuleiðis móðgun við þá gyðinga sem ekki mega heimsækja heilögustu staði sína, nema að verða fyrir steinkasti og líkamsárásum af hendi múslíma. Hún er sömuleiðis vanvirðing við öll þau trúarbrögð og þá menningu sem öfgamúslímar nútímans eyða nú öllum ummerkjum um í nafni trúar sem þarf aðeins eins við: Ekki listsýningar á vegum lýðræðisríkis úr Ballarhafi, heldur verulegrar siðbótar og hugarfarsbreytingar.
Til að bæta brenni á eldinn, þá hefur íslenski múslíminn Ólafur Stefán Halldórsson verið gerður að "sýningargrip" í kirkjunni fyrrverandi í Feneyjum. Ólafur, sem sést hér með "þjóðlistarverkinu" Sverri Íbrahím í íslömsku kirkjunni í Feneyjum, hefur vísvitandi flutt lygasögur af meðferð Múhameðs spámanns á gyðingum (sjá hér). Hann hefur með einfeldni sinni móðgað fólk af öðrum trúarbrögðum.