Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Ófrumlegur "Svissari" á tvíæringnum

$
0
0

Þegar ég las frétt um verk svissneska listamannsins Christophs Büchels sem verður framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, gat ég ekki annað en brosað í kampinn, og mér var hugsað til þessa að framleiðslu Svisslendinga hefði heldur hrakað og úrverk nákvæmninnar hefði orðið einhverju öðru að bráð.

Því er haldið fram í fréttatilkynningu frá íslenskum yfirvöldum, að sýningin á "Mosku" Büchels fari fram í aflagðri kirkju frá 10. öld og er lögð við ljósmynd af Google Earth.

Þetta er rangt. Sýningin fer fram í kirkju frá 14. öld, sem stendur við Rio della Sensa í Cannaregio-hverfi í Feneyjum.  Hún er hins vegar á stað þar sem munkaklaustur var stofnað á 10. öld, en engin kirkja frá þeim tíma er lengur ofan "jarðar". Það er því mikill misskilningur að listainnstallasjónin "moskan" eftir Christoph Büchels sé sett upp í kirkju frá 10 öld.

misericordia_1259256.jpg

Kirkjan, sem að sögn á að hýsa "mosku" Büchels, sést hér grænlituð.

Á vefsíðunni ArtNews koma áðurgreind ósannindi um staðsetningu sýningarinnar fram, en einnig er greint frá þessu:

“We are proud to support THE MOSQUE, Iceland’s contribution to the Biennale,” Sverrir Agnarsson, the president of the Muslim Community of Iceland, said in a statement released to press. “It is particularly fitting that this project coincides with the campaign to construct the first mosque in Reykjavik. In the past, prejudice and political pressures in both Iceland and Italy made it impossible to imagine mosques in either place.”

Hér er Sverrir að sverta landsmenn sína í erlendum fjölmiðlum. Ég líð það ekki að Sverrir Agnarsson sé að ljúga um mig og reyndar flesta Íslendinga, sem ekkert hafa á móti moskum. Hatursmenn mosku á Íslandi er mjög lítill hópur. Ég er sannarlega fyrsti Íslendingurinn sem stakk upp á byggingu mosku Íslandi, og skrifaði meira að segja um það í Moggann (sjá hér). Það var á þeim árum sem Sverrir Agnarsson var í vinfengi við glæpamanninn Gaddafí.

Maður verður að spyrja sig, hver sé tilgangurinn með ósannindum Sverris?

Réttara þætti mér og sanngjarnara, ef Sverrir hefði sagt meira frá tilganginum með verk­inu í Feneyjum, þ.e. að "að draga at­hygli að stofn­ana­vædd­um aðskilnaði og for­dóm­um í sam­fé­lag­inu".  Sverrir hefði því miklu frekar átt að segja frá þeim hatursfulla ríg sem er á milli tveggja safnaða múslíma á Íslandi (sjá hér), í stað þess að ljúga upp á íslensku þjóðina að hún sé fjandsamleg moskum. Hvaða tilgangi þjónar slíkur slefberaháttur á Alþjóðavettvangi?

Kannski verður í "moskunni" í Feneyjum sérsýning á öllum þeim stöðum þar sem öðrum trúarbrögðum er ófært að vera og óheimilt að iðka, þar sem múslímar ráða? Í nafni Íslam og fordóma er á 21. öld verið að má leifar af trúarbrögðum annarra af yfirborði jarðar. Fordómar eru mjög varasamt orð.

Ég vona að þessi yfirlýsing Sverris sýni hans innri mann frekar en ekki eðli trúarbragða þeirra sem hann aðhyllist. Áður en sýningin hefst ætla ég að opnum hug að að nota tækifærið og þakka honum fyrir hin stóru svissnesku menningaráhrif á Íslandi. Fyrst og fremst Toblerone, en einnig Milka Lilla Pause, ránum af bankareikningum fórnalamba síðari heimsstyrjaldar, að ógleymdum kúkú-úrnum. Grazie Svizzeria!

Hr. Büchel til upplýsingar hefði verið þarfara verk fyrir hann að vinna ef hann hefði sýnt heiminum í gegnum listsköpun sína, að hatrið gegn Íslam í heimalandi hans Sviss hefur verið á sömu nótunum, en miklu almennara, og hatur lítils hóps á Íslandi. Andstæðingar mínaretta í Sviss (2009) og "Pegida" á Íslandi nota sama myndmálið.
stop_svizzeria_1259236.jpgstop_islanda.jpgFrumleikinn í hatrinu er þessa dagana er greinilega álíka lítill og í listunum.

Sömuleiðis langar mig að benda á ófrumleika þessa annars ágæta listamanns, sem slegið hefur rótum á Íslandi. Moskuleysið í Feneyjum, og meint andstaða við að byggja mosku í elsta hluta Feneyja, er gömul klisja sem margir listamenn hafa gert sér mat úr. Ekkert er nýtt í því. Hér t.d. fljótandi moska sem arkitekt einn stakk upp á.

374e41ebbccac91a9109d82db12d8fba.jpg

Hugmynd að fljótandi mosku í Feneyjum

Sverrir Agnarsson bætti við í yfirlýsingu sinni: “It is our hope that — InshaAllah — projects such as these will lead to flourishing activities among Muslims internationally, and to greater, more fulfilling, peace-loving interaction between all of us in Venice, Reykjavik, and cities everywhere.”

Áður en það gerist verða menn að hætta að ljúga um þjóð sína á alþjóðlegum vettvangi. Jafnvel þótt ég hefði einn manna séð fyrir mér mosku meðan Sverrir var í Líbýu, hefur Sverrir ekkert umboð til yfirlýsinga eins og þeirra sem hann setur fram á alþjóðavettvangi. Ekki einu sinni frá Allah.

Það sýnir söguleysi og fáfræði, þegar því er haldið fram að múslímar í Feneyjum hafi aldrei haft almennilega tilbeiðslustaði þar á fenjunum. Feneyingar voru í verslunarsamskiptum við lendur múslíma frá 9.öld e. Kr. á 17. öld var reist stórbygging á eldri byggingar frá 13. öld, fyrir kaupmenn frá Tyrklandi (Ottómana. Byggingin fékk heitið Fondaco dei Turchi og er enn til, vel viðgert og varið. Byggingin var var jafnt sendiráð, verslunarmiðstöð, hótel sem pakkhús Tyrkja. Þar var einnig moska!

fontego_turchi_2.jpg

Fondaco dei Turchi

Vonandi fá múslímar í Feneyjum að reisa sér mosku á tilheyrilegum stað, þar sem ekki verða spjöll á heimsminjum, en Feneyjar eru á heimsminjaskrá SÞ. Það geta múslímar greinilega ekki skilið. Þeir vilja byggja mosku í fornri borg sem er friðlýst og á heimsminjaskrá. Sverrir segir að byggingar moska séu "impossible" að hugsa sér á Íslandi og á Ítalíu. Hvers vegna er þá stærsta moska Evrópu í Róm og fyrrverandi meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur búinn að úthluta góðri lóð handa mosku í Reykjavík? Verða múslímar ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum, áður en þeir fara að krefjast þess sem þeir taka ekki í mál i löndum þar sem Íslam eru lög?

Sýning Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum er að mínu mati stuðningur við glundroðasköpun á Ítalíu. Það er með sýningunni verið að gera því skóna að múslímum séu allar bjargir bannaðar á Ítalíu, en einnig á Íslandi. Þetta er auðvita ekki satt. Múslímum á Íslandi leyfist meira að segja að lítilsvirða hvern annan. Hvenær verður tekið á því í sýningu á tvíæringnum?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396