Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Sumt er lengra úti en annað

$
0
0

471745.jpg

Reynt hef ég að fylgjast með tilgátum Vesturíslendingsins Kristjáns Ahronsons varðandi krossinn í Kverkarhelli (Morgunblaðið kallar hellinn Kverkhelli, en ég er nokkuð viss um að það "heimilisfang" sé rangt). Ég hef heyrt af þessari furðusögu af og til og t.d. lesið þetta, þar sem ekkert kemur fram sem beinlínis staðfestir þessa tilgátu þessa unga fornleifafræðings. Ekkert kemur heldur bitastætt fram í greininni á bls. 39 Morgunblaðinu í dag.

Þetta eru sem sagt ekkert annað en vangaveltur. Það er ekkert sem aldursgreinir krossinn í Kverkarhelli með vissu. Vona ég svo sannarlega að Ahronson komi með eitthvað áþreifanlegt á fyrirlesturinn í dag, sem ég kemst því miður ekki á. Þeir sem komast mega gjarna senda mér upplýsingar eða setja þær í athugasemdir.

Ahronson er líka dálítið valtur í grundvallarþekkingu á fornleifafræði Norðurlanda og stílfræði sögualdar (víkingaaldar). Árið 2001 birtist eftir hann grein sem hann kallar: ‘Hamarinn’ frá Fossi: Kristinn norrænn kross með keltneskum svip. Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags 1999, 185–9 (sjá hér).

Já, hann er verulega langt úti í hinum dimma Keltaskógi, hann Kristján Ahronson, því ekkert við hamarinn frá Fossi er "keltneskt" frekar en þann kross sem einhver hefur krotað í vegg Kverkarhellis. Ég sýndi manna fyrstur fram á norska hliðstæðu við krossinn á Fossi. Sjá t.d. hér. Það hafði Ahronson ekki getu til að kynna sér og er það miður.

Hvað mönnun finnst er ekki áhugavert í fornleifafræði. Það sem menn geta sýnt fram á með vissu er það sem skiptir aðalmáli. Þannig er það nú með öll fræði. Tilgátur er vissulega ágætar, en það minnsta sem menn verða að láta þeim fylgja eru fræðileg rök. Annars eru menn að leika sér líkt og þeir væru í hlutverkaleik um helgi. Fornleifafræði er ekki ævintýri.

P.s. Maðurinn efst, á góðri mynd RAX, er ekki Kelti. Þetta er bara fornvinur minn góður, Þórður Tómasson í Skógum, einn fremsti fornleifafræðingur landsins (um þann heiðursmann skrifaði ég hér).


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396