Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Húsið með stjörnuna

$
0
0

jacobsen_mao_um_1921_1257543.jpg

Stundum getur maður orðið langþreyttur á þrálátu rugli. Það á t.d. við ruglið í blaðakonu einni á Iceland Review og í mýtusmið sem hún hefur gert að sannleiksvitni um að húsið í Austurstræti 9 í Reykjavík hafi verið reist af "gyðingnum Agli Jacobsen". Sjá hér.

Margir ferðamenn sem til Reykjavíkur koma hrífast af Jacobsenshúsinu með stjörnuna og margir, og sér í lagi gyðingar, spyrja sig af hverju Davíðsstjarnan sé á húsinu og halda um stund að þarna gæti hafa verið samkunduhús gyðinga.

Árið 2008 hafði Oren nokkur frá Ísrael samband við Iceland Review til að fá skýringu á stjörnunni í Austurstræti. Oren er reyndar Oren Asaf (f. 1979), og er listamaður sem var á Íslandi um tíma við listsköpun.

Honum var svarað af blaðakonu á Iceland Review, að forstöðumaður Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson, hefði upplýst hana að húsið hefði verið byggt af Agli Jacobsen sem hafi verið danskur gyðingur. Egil Jacobsen var þó hvorki gyðingur né af gyðingaættum  eins og lesa má hér, hér og ekki síst hér.

Hafði ég því samband við blaðakonuna á sínum tíma, sem ekki vildi breyta upplýsingunum. Í janúar sl. leiðrétti ég misskilninginn í athugasemd á vefsíðu Icelandic Review. Það var fjarlægt eftir skamma stund. Ég setti inn athugasemd í dag og býst harðlega við að hún verði fjarlægð, því blessuð blaðakonan var af þeirri gerðinni sem ekki getur viðurkennt mistök sín fyrir nokkurn hlut.

Ég skýrði málið út fyrir Oren Asaf á sínum tíma. En enn stendur á vefsíðu Iceland Review, að Snorri Freyr Hilmarsson, sem er menntaður leikmyndahönnuður, segi húsið hafa verið reist af gyðingnum Agli Jacobsen. Sannleiksvitni Iceland Review um Austurstræti 9, Snorri Freyr Hilmarsson, er reyndar einn af hugmyndasmiðunum á bak við leikmyndabæinn Blufftown við Selfoss, sem ég afgreiddi hér í blogggrein um daginn. Bölvað rugl er því auðsjáanlega sérgrein hans.

Vonandi getur Icelandic Review látið af Gróusagnaframleiðslu og sögufölsun sinni í framtíðinni. En kannski er þetta vandamál á blaðinu (sjá hér).


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396