Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Winston og þjóðin

$
0
0

dad_2_1257095.jpg

Þegar Winston Churchill kom til Reykjavíkur í ágúst 1941 voru menn ekki með neitt uppistand vegna hryðjuverkahættu. Churchill hefur örugglega líkað það og þessi þorpsbragur í Reykjavík. Myndin er tekin fyrir utan Alþingishúsið. Þá, líkt og 40 sinnum síðar, var verið að grafa upp götuna. Allt var svo afslappað og fallegt í þá daga. Takið eftir hermanninum með sígarettuna til hægri á myndinni.

Ég var að velta því fyrir mér, hverjir drengirnir á myndinni, sem vart geta stýrt sér af gleði, væru. Ég ræddi við góðan vin um málið. Ég ímynda mér að drengurinn með myndavélina sé Denni (Steingrímur Hermannsson), og mér finnst ég kannast við svipinn á  vel klædda piltinum við hlið hans, sem virðist vera með náttúrulegar strípur í hárinu, sem spjátrungar borga mikið fyrir að fá í hárið á okkar tímum. Drengurinn sem líklega er fæddur 1929 eða ´30 er klæddur eins og Tinni. Ég var nær alveg viss um að hann hafi síðar verið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins (þ.e.a.s. drengurinn, en ekki Tinni), en svo hallaðist ég meira að því að þetta væri kannski sonur Emils Jónssonar. Tillaga kom um að þetta væri Gunnar G. Schram, en hann var miklu breiðleitari.

Allar upplýsingar um fólk á myndinni, fyrir utan Sir Winston kallinn, væru vel þegnar.

strakar_churchills.jpg


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396