Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Þórshöfn í Færeyjum 1905-1906

$
0
0

Tórshavn fra Richter nr. 11 lille

Tórshavn (Þórshöfn), höfuðborg Færeyja, er merkur bær og vinalegur, og ávallt er gaman er að koma þangað. Það verður að viðurkennast að nokkuð langt er síðan ég var þar síðast - en mig langar oft til Færeyja. Ég verð líklega að bæta úr því bráðlega til að geta kallað íbúanna frændur mína. Reyndar halda þeir í heiðri minningu eins frænda míns, sem reist hefur verið stytta á einu aðaltorgi bæjarins. Hann var ættaður úr Örfirisey, áður en sú merka eyja varð að fríhöfn kramkaupmanna, hörmungara og þjófa. Les má meira um ætt flóttamannanna í ætt minni, sem settust að í Færeyjum hér.

Fyrir rúmu ári keypti ég gamla ljósmynd af Tórshavn, sem er frá byrjun 20. aldar, Það væri auðvitað ekki í frásögur færandi, ef myndin væri ekki í lit. Reyndar er þetta handlituð glerskyggnumynd.

Danskur ljósmyndari, Vilhelm Pagh Richter (f. 1879), seldi glerskyggnur fyrir Laterna Magica sýningarvélar. Myndin af Tórshavn er frá fyrirtæki hans í Kaupmannahöfn. Fæstar þeirra skyggnumynda tók hann samt sjálfur.

2

Sama myndin sem ég á er til á Þjóðminjasafni Dana (hér fyrir ofan og einnig hér), en ekki í lit. Hún er ekki tímasett nákvæmar en til tímabilsins 1900-50. Mynd Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn kom fyrir nokkrum árum frá litlu safni á Orø, sem er eyja innarlega á Ísafirði (Isefjorden) á Sjálandi. Það var allri safnastarfsemi hætt fyrir nokkrum árum síðan.

Myndin var í tréöskju merktri "Færøerne". Í öskjunni var einnig seðill, listi yfir 57 skyggnumyndir frá Skotlandi, Skosku eyjunum og Færeyjum. Sömuleiðis var í öskjunni blað með stuttum fyrirlestri um Færeyjar, sem lesa mátti þegar myndirnar voru sýndar.

Á Þjóðminjasafni Dana (Nationalmuseet) hafa menn ekki enn gert sér ekki grein fyrir því að Vilhelm Pagh Richter tók langt frá því allar þær myndir sem hann seldi sem Laterna Magica seríur. Fyrirtæki hans seldi til að mynda skyggnumyndir í byrjun 20. aldar, sem t.d. voru teknar af skoskum leiðangri sem ferðaðist við Grænlandsstrendur á 9. áratug 19. aldar. Richter setti nafn sitt á myndirnar, en átti ekkert í þeim. Þær myndir höfðu um tíma verið seldar af fyrirtækjum á Bretlandseyjum í lok 19. aldar líkt og skyggnumyndaseríur frá Ísland (sjá hér).

Færeyskur sérfræðingur kemur til hjálpar

Hér verður bætt um betur hvað varðar aldursgreiningu á myndinni minni af Þórshöfn. Góður kunningi minn hér í nágrenni við mig í Danmörku, Ragnar M. Egholm, sem er Færeyingur með stóru F-i hefur aldursgreint myndina. Ragnar gat þegar sagt mér hve gömul myndin er og hér eru rök Ragnars: Þar sem Safnaðarheimilið (Menighedshuset) er á myndinni, er hún tekin eftir 1896, því þá var byggingu þess lokið - en myndin er tekin fyrir 1906 þegar pósthúsið var reist, en það er ekki með á myndinni. 

Restin var auðveld. Á annarri mynd í Færeyjaseríu Vilhelms Pagh Richters er skyggnumynd af tveimur breskum kafbátum sem heimsóttu eyjarnar. Einkennisstafir annars þeirra sést og er þar á ferðinni HMS C1, sem hleypt var af stokkunum árið 1905. Líklegast er því að myndin af Tórshavn sé frá 1905 frekar en 1906, en gæti verið tekin síðar, þar sem myndirnar í sérí V.Pagh Richters eru að öllum líkindum ekki allar frá sama tíma.

C1HMS C1 við Færeyjar 1905 eða 1906. Það gæti þó verið síðar, þar sem myndirnar í seríu V. Richters eru augsjáanlega ekki allar frá sama tíma. Kafbáturinn C1 var í þjónustu Royal Navy frá 1905 til 1918.

Ragnar M. Egholm bætti heldur um betur er hann upplýsti, að myndin hefði vafalaust verið tekin frá götunni Heygsbreyt, ca. við gatnamótin við Dalaveg. Stóri steinninn sem sést fremst á myndinni er enn til staðar og stendur í garðinum hjá ættingja Ragnars, Debes Danberg.

IMG_0004 b Fornleifur copyrightMynd skyggna er merkt sem nr. 11 Thorshavn og þykist ég nokkuð heppinn að hafa náð í hana, því færeyskir vinir mínir hafa sopið hveljur og farið og náð í grindarskutla sína þegar þeir hafa séð höfuðstað sinn í allri sinni dýrð á mynd minni. Ég skil þá vel ... Og nú hef ég hækkað verðið á þessari "fornleifð" minni með þessari grein. Eins og allir vita er Tórshavn dýr bær, en þó ekki eins dýr og Reykjavík.

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar aðrar skemmtilegar myndir úr Færeyjasyrpu þeirri sem Vilhelm Richter seldi í byrjun aldarinnar, sem komu frá safni á Orø og eru nú varðveittar á Þjóðminjsafninu í Kaupmannahöfn. Myndirnar voru ugglaust ekki teknar af honum sjálfum.Untitled-Grayscale-02 b

Richter_F%C3%A6r%C3%B8erne_31

Richter_F%C3%A6r%C3%B8erne_28

Þessi mynd í syrpu sem V.Pagh Richter seldi virðist í fljótu bragði miklu yngri en yfirlitsmyndin af Þórshöfn. En ég er ekki viss.

Richter_F%C3%A6r%C3%B8erne_19 g

Richter_F%C3%A6r%C3%B8erne_16


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396