Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Eldjárn í Höllinni

$
0
0

Untitled-TrueColor-14
Árið 1967 gekk Haraldur 5. Noregskonungur að eiga Sonju Haraldsen. Þá var vitaskuld kátt í höllinni og þangað var líka boðið dr. Kristjáni Eldjárn forseta Íslands og frú Halldóru.

Mér sjálfum var 1996 boðið í Gyllta salinn á Drottningholm Slott, heim til sænska konungsins sem tók í höndina á mér og um 20 öðrum norrænum gestum. Kóngur var nýkominn úr sundi og hafði smeygt sér í gul Armani-föt og var í rauðbrúnum mokkasínum með tveimur skúfum á. Þá var ég í vinnunni, nánar tiltekið  í norrænni samstarfsvinnu um heimsminjar UNESCO. Hluti af höll konungs, eða sá sem hann býr jafnan ekki í, var settur á heimsminjaskrá. Það er ekki bara HHG sem hefur tekið í höndina á fræga fólkinu og ekki þvegið á sér lúkuna síðan.

Síðan ég var á bónuðu gólfum Carls 16. Gústafs, hefur lítið verið um að íslenskir fornleifafræðingar hafi umgengist konungalið, en núverandi þjóðminjavörður sem ekki er fornleifafræðingur í orðsins fyllstu merkingu, hefur þó fengið að sitja í sama sal og Margrét Þórhildur Danadrottning. Það er víst í fyrsta sinn sem dóttir manns sem m.a. varð frægur af því að aka afturábak kringum landið, fékk að sitja með aðli. 

Kekko Eldjarn og Prinsessan
Jamm, það var kátt í höllinni. Og eins og þið sjáið, leit ein af hinum konungsbornu hýru auga til forseta vors árið 1967. Kristján mun hafa þótt fríðilegur maður. Hann var mér afar vænn, enda mikill heiðursmaður sem ég er upp með mér af að hafa haft langar viðræður við um fræðin, og þó var ég þá enn bara á fyrri hluta náms míns. Í tvígang bauð hann mér heim til sín á sunnudagsmorgni í kaffi og meðlæti, en þá var Vigga orðin forseti. 

Þetta er auðvitað bölvað snobb hjá ritstjóra Fornleifs, manni sem ekki einu sinni kominn af íslenskum sveitaaðli.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396