Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Þegar Stöng komst í íranska annála

$
0
0

Stöng Taharan

Hér um árið (2015), þegar fólkið í minjavörslunni á Íslandi var sumt ekki enn búið að losna undan því andlega brjálæði og mikilmennskubrjálæði, sem geisaði á Íslandi fyrir hið margtalaða hrun, Tilkynntu tilheyrandi yfirvöld að það myndi kosta 700.000.000 kall (þið lesið víxilinn rétt, sjöhundruðmilljónirkróna -/) að gera hinni merku rúst í Þjórsárdal hærra undir höfði en henni hafði lengi verið gert.

Meira að segja var efnt til samkeppni um byggingu "skýlis" yfir rústina. Þá keppni vann ungt, upprennandi arkitektapar frá Íslandi og Íran. Tillaga þeirra var því miður algjör della, ef notað skal hlutlaust orð, sem ekki er hægt að byggja á þeim náttúrulega hól sem Stangarbærinn var reistur á. Tillögunni fylgdi teikning sem sýndi hólinn og hugsýn þeirra, þar sem sólin skein í heiði - úr Norðri

Þessi samkeppni komst meira að segja í heimsfréttirnar, ef svo má segja. Í blaði (sjá hér) í Teheran í Íran var sagt frá verðlaununum og þar birtist heilsíðuljósmynd af íslenska helmingi verkefnisins, en ættingi hans vann einnig um tíma í Þjórsárdal á 4. áratug síðust aldar og fyrir þjóð sem enn stundar sóðaleg viðskipti við Íran.

Í írönsku greininni um Stangarskýlið var kreddunni um að Stöng hefði farið í eyði árið 1104 vissulega haldið hátt á lofti. Í Íran Ayatollanna sætta menn sig ekki við neinar breytingar á orðum spámanna og 1104 aldursgreiningin var eins og kunnugt sett fram af margfrægum íslenskum spámanni.

Síðan glerhúsið, sem einna helst líktist auðmannsvillu við Miðjarðarhaf, eða bílskúr olíusheiks við Persaflóa, vann verðlaunin - og eftir að sólin í Fornleifaráðuneytinu, Sigmundur Davíð, hætti að skína úr norðri, eru áform um viðgerðir og viðhald á Stöng komnar aftur í meira raunsætt horf. Þakið á núverandi skála verður bætt en ekki stagað og verkefninu lýkur árið 2020 hef ég fengið upplýst. Það eru miklu betri skilyrði en menn höfðu áður í viðgerðum, þegar maður var að reyna að bjarga því sem hægt var að bjarga fyrir lítið fé með meistaralega góðan arkitekt og hleðslumann (sjá hér).

Karl Kvaran TaheranÍranska tímaritið hafði aðeins mynd af unga íslenska arkitektinum, sem sneri á áttirnar fyrir sunnan land. D&G gleraugu voru í tísku þá. Líklega hefur mynd af betri helmingi hans þótt í við of djörf til prentunar í Íran Ayatollanna. Menn vilja helst ekki nota of mikla prentsvertu í myndum í hönnunartímaritum þar í landi.

Minjastofnun varð fljótlega ljóst að loftkastalar forstjóra Minjastofnunar eru byggðir á sandi. Að lokum hentu menn gaman að öllu og í Aprílgabbi stofnunarinnar var greint frá því árið 2015, að sótt hefði verið um að flytja skálann á Stöng til Selfoss. Gárungar telja víst að þetta hafi verið pilla handa Fornleifaráðherra sem varð nískur er hann tók núverandi þjóðminjavörðinn í vinnu sem ráðgjafa um tíma. Ekkert var hins vegar skrifað um það í írönsk dægurblöð, þótt það væri hálfgert hreðjuverk.

Er það ekki skrýtið, og í raun geðveikislega öfugsnúið, að í öfgaríki eins og Íran, sem í áraraðir hefur staðið á bak við hryðjuverk og morðöldur, og þar sem prestaveldi hvetur til eyðileggingu þjóða og menningar þeirra, séu menn að dást að eyðileggingu/varðveislu fornminja á Íslandi.

Fúuuhuhúh, það fer um mann hrollur. Svona lagað gerir menn bara voða reiða. Eitt sinn lagði þjóðminjavörður til að vandamálin við varðveislu Stangar yrðu leyst með því að rústin yrði grafin aftur niður. Hann vissi ekki frekar en núverandi Minjavörður Ríkisins að rústirnar eru orðnar aðeins fleiri nú en í hans hugarheimi, t.d. hefur fundist eldri skáli (eða tveir), kirkja og smiðja undir kirkjunni. Rannsókn þeirra er alls ekki lokið. Suma hluti er ekki hægt að fela, þótt menn geri sér far um það.

Doddi í Dótasafninu


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396