Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Skáli á Auðkúlu í Arnarfirði

$
0
0

Auðkúlurustin efstu lög

Eftir nasistagreinarnar hér á undan, sem greinilega koma sumum Íslendingum í sálrænt uppnám, er við hæfi að snúa sér að "ekta víkingum". Aaargh.

Í ágúst hefur hinn dugmikli fornleifafræðingur, Margrét Hallmundsdóttir, sem er af þolmiklu víkingakyni úr Noregi, krydduðu með óhemjumagni af freknum og eldrauðu hári frá Bretlandseyjum, eða er það öfugt (þ.e. hárið frá Noregi), verið að sinna einni af merkilegustu rannsóknum sumarsins að mati Fornleifs.

Margrét, sem er einn duglegasti fornleifafræðingur okkar um þessar mundir, er ekki með neinar óþarfa vangaveltur og innihaldslausar yfirlýsingar um það sem hún finnur - líkt og sumir aðrir íslenskir fornleifafræðingar, sem í fáfræði sinni búa til sögur og ævintýr í kringum það sem þeir grafa upp, og vitna jafnvel í franska heimsspekinginn Foucault til að skýra allt eða ekkert.

Margrét Hrönn er að grafa upp skálarúst á Auðkúlu við Arnarfjörð og segir skemmtilega frá því á FB rannsóknarinnar sem allir geta farið inn á.

Skálarústin á Auðkúlu sver sig í ætt við flestar af þeim rústum sem grafnar hafa verið upp á Vestfjörðum á síðari árum fyrir,  t.d. skálann í Vatnsfirði, skálann í Ólafsdal, sem var rannsakaður í sumar og Grelutóttir sem rannsakaðar voru í öndverðu (á 20. öld). Meira er víst á leiðinni, því grafandi fornleifafræðingar virðast algjörleg vera búnir að gleyma æðinu síðastliðna sumar, þegar grátið var eftir milljörðum til fornleifarannsókna á öllu því sem er að fara í sjóinn. En látum það og fjárhagsvandamál sjálfseignafyrirtækisins Fornleifastofnunar Íslands liggja í þetta sinn, því rústin á Auðkúlu er t.d. ekki á leið í sjóinn í nánustu framtíð. En hver vill ekki finna eitthvað heilt og fallegt? Við verðum þó einnig að geyma sumt til komandi kynslóða fornleifafræðinga.

Hringur frá Auðkúlu

Mjög heillegur fingurhringur úr silfri sem fannst á Auðkúlu í síðustu viku. Mér sýnist ég sjá stimpla á hringnum, en Margrét segir hann alveg sléttan. Forvarslan er eftir að sýna eitthvað tel ég víst.


Greinilegt er, að skálinn á Auðkúlu er frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi (þá er ég að tala um hefðbundið Landnám, sem er það eina sem ég tek mark á því ég hef enn ekki séð neinar sannanir fyrir landnáminu fyrir landnám (sem einstaka maður er að láta sig dreyma um). Hugsanlega er rústin jafnvel frá síðari hluta 10. aldar, þótt þetta lag á húsum hafi nú áfram verið notað fram á 11.  öld í öðrum löndum og einnig á Íslandi, t.d. í Hvítárholti í Árnessýslu og í elsta skálanum á Stöng í Þjórsárdal.

Gripir þeir sem Margrét hefur fundið i skálagólfinu benda eindregið til að skálinn hafi verið í notkun á tíundu öld og fram á þá elleftu. Það sýnir einnig ein af tveimur kolefnisaldursgreiningum sem gerða hafa verið á sýnum úr rústinni; Báðar greiningarnar eru þó smá vandamál, því menn vita ekki úr hvaða trjám viðurinn sem þeir eru að aldursgreina er ættaður. Viðarkol úr íslenskum trjám er betri til að gera sér von um rétta niðurstöðu en t.d bútar úr rekavið, sem gæti haft töluverðan aldur og eiginaldur þegar hann var notaður. Þannig sýnir tölfræðilega rétt umreiknuð og leiðrétt niðurstaða á aldursgreiningunni á einu viðarkolasýnanna frá Auðkúlu aldursgreininguna 718-866 e.Kr. Cal við tvö staðalfrávik.  Slík niðurstaða er vitaskuld hreint "landnám fyrir landnámið", sem stangast á við aldursgreiningar á forngripum sem Margrét og teymi hannar hafa fundið í sama skála og eldstæðið sem viðarkolin voru tekin úr.  Sýnið þetta því örugglega úr koluðum rekavið. Íslenskir fornleifafræðingar ættu að hætta þeim leiða siða að senda kol til rannsóknarstofa sem ekki geta greint tegund viðarins sem sem aldursgreindur er. En þar sem ekki er kennt neitt að viti um eðli og notkun kolefnisaldursgreininga, eða takmarkanir þeirra fyrir þann tíma sem Landnámið átti sér stað.

Bænhus Audkulu Arnarfjordur

Bænhús á Auðkúlu.

Sömuleiðis er talið að á Auðkúlu sé rúst kirkju, sem líklega er ein minnsta kirkja sem fundist hefur á Íslandi. Ef kirkjan er frá upphafi kristni á Íslandi og við gefum okkur að hún sé því frá því um 1000 e. Kr. (þangað til að annað kemur fram t.d. við kolefnisaldursgreiningu á einhverju lífrænu úr kirkjunni), þá er fyrrgreind aldursgreining sem gerð var í Glasgow ónothæf. Kirkjan hefur líklega verið í notkun í skamman tíma í byrjun 11. aldar, en því miður hafa ekki varðveist bein í gröfum. Jarðvegurinn hentar ekki fyrir varðveislu beina.

Perla frá Miðausturlöndum (upphaflega)

Samsett foliperla frá Auðkúlu

Samsett perla sem fannst í rústinni á Auðkúlu í Arnarfirði. Einn helsti sérfræðingur Norðurlanda í þessum perlum er Dani, Claus Feveile. Hann skrifaði mér árið 2015 á þennan hátt um perlur þessar, sem er afar erfitt að aldursgreina: "Den blå segmenterede perle, de metalfolierede perler, samt antagelig også de to grønne perler er typer der importeres til bl.a. Skandinavien fra starten af 800-årene og frem i et svimlende antal, tusindvis og atter tusindvis. Der er med meget stor sandsynlighed fremstillet i Mellemøsten (Jordan, Syrien, Ægypten), hvorfra der spreder sig i hele den arabiske, kendte verden: langt over i Asien (Thailand, Indonesien) ned langs Afrikas østkyst, i det mindste til Madagaskar og altså via de russiske floder til Skandinavien og videre til Island. Der er tale om helt almindelige perletyper." Ljósmyndir Margrét Hallmundsdóttir. Þessar perlur finnast einnig í lögum frá 11 og jafnvel 12. öld á Norðurlöndum.


Óska ég Margréti og gröfurum hennar til hamingju með einkar áhugaverða rannsókn. Nú verður að vinna úr þessu og það gerir Margrét allataf af myndabrag, eins og sjá má á skýrslum hennar frá fyrri árum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396