Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Fornleifafræðingurinn í Eldhúsinu

$
0
0

kurbitur_i_cori.jpg

Þið kannist líklega við Lækninn í Eldhúsinu. Þegar hann er ekki að lækna gigt í gamalmennum í Suðursvíþjóð, sýnir hann listir sínar og matarlyst. Sjaldan eldar hann lifur, nýru eða aðra kirtla, og þaðan af síður blóðpylsu. Maður tekur vitaskuld ekki vinnuna með heim.

En nú er komið að Fornleifafræðingnum í Eldhúsinu. Fornleifur er náttúrulega með gigt, en er aftur móti ekki með hendur í holdi og opum fólks áður en kokkað er.  Eini kokkurinn í eldhúsinu er Fornleifur - Hann þarf enga hjálparkokka. Í kvöld eldaði karlinn zucchiniblóm fyllt með kjúkling að hætti endurreisnarmanna í Lepinifjöllum undir áhrifum frá yfirkokki Borghesi-ættarinar. Zucchini kallast kúrbítur á mörlensku, en hann bítur viðkunnanlega frá sér. Margir muna kannski eftir kúrbítnum með humarfyllingunni á Carpe Diem í Reykjavík. Góðar minningar.

Leifur inn forni hakkaði kjúklingabringur af lífrænt ræktuðum, ítölskum kjúkling. Svo fersk var pútan að það lá við að hún gaggaði "Mama mia" er ég mundaði kutann. Ég blandaði í hakkaða kjötið örlitlu af brauðmylsnu (40 gr.), jómfrúarolíu og köldu soði af kjúklingabeinagrindinni (1-2 dl.), salti, pipar og múskati (hnífsodd). Hakkið fyllti ég í zucchiniblómin og raðaði þeim í blómamynstur í leirfat, hellti við soði og örlitlu hvítvínstári. Síðast setti síðasta farsið í miðjuna í litla bollu og litaði hana og kryddaði með saffran og chili. Skreytt var og bragðbætt með þunnum sneiðum af lauk (sjá mynd).

cori_verond_kurbitur.jpg

Fornleifur eldaði kúrbítsblómaskrúðið í SMEG-ofninum, sveimérþá (Það verður ekki gaman að koma aftur heim og nota Bosch-ruslið). Með þessu bar ég fram kjúklingalærin og vængina steikta í fati í ofni, pönnusteiktar kartöflur og salat.  Kverkarnar voru vættar með hvítvíni frá Latínu, Pellegrinogosi og vatni og þurrar, saltar ólífur voru vitaskuld bornar fram.

Næst þegar kúrbíturinn er í blóma á Íslandi er ekkert annað að gera en að muna þessa uppskrift og gera betur. 

Áður en eldað var, fórum við upp í Rocca Massima til að kæla okkur og til að njóta útsýnisins í 730 metra hæð.

rocka_rola_maxima.jpg

Viewing all articles
Browse latest Browse all 396