Quantcast
Channel: Fornleifur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 396

Købmagergade árið 1894

$
0
0

Købmagergade 1895

Safnstjóri Fornleifssafns taldi ástæðu til að gleðja Kaupmannahafnarbúa sem elska borgina sína, þó hún sé sóðaleg og aðeins falleg á köflum. Hann efast um að hún hafi verið mikið betri árið 1894. En það ár var myndin hér fyrir ofan tekin. Þetta er handlituð laterna magica skyggna.

Svo vildi til að maður nokkur sem er meðlimur á FB-síðu sem kallast Gamle København, birti gamla mynd frá Købmagergade, sem hann hafði fundið einhvers staðar á vefnum. Taldi hann að myndin væri frá því um aldamótin 1900 (sjá neðst). Ljósmyndadeild Fornleifssafns vissi betur, en deildin á ljósmynd sem tekin vara af sama ljósmyndara og á sama stað og myndin hér fyrir neðan. Þið sjáið mynd Fornleifssafns efst.

IMG_2022 b

Á myndinni sést fjörugt mannlíf á einni helstu verslunargötu Kaupmannahafnar. Sérstakan áhuga hafa Hafnarbúar, sem elska borgina sína, sýnt hinu vígalegu pólitíi fremst í myndinni, enda bera Danir mikla virðingu fyrir slíkum embættismönnum - eins og vera ber. Áður en langt um líður verður áhugasamur skarinn á FB-Gamle København búinn að hafa upp á því hver hann var. Brennandi áhuginn gefur oftast bestu athuganirnar.

118569341_3541102272589761_2372991939679753709_o


Viewing all articles
Browse latest Browse all 396